Næsta tímabil í NBA-deildinni byrjar í fyrsta lagi á jóladag Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. september 2020 18:32 Úrslitakeppnin er í fullum gangi og ekki ljóst hvenær næsta leiktíð hefst. VÍSIR/GETTY Þrátt fyrir að úrslitakeppnin í NBA standi sem hæst um þessar mundir eru stjórnendur deildarinnar farnir að huga að næsta leiktímabili. Á fundi stjórnar deildarinnar í dag var ákveðið að byrja næsta tímabil ekki fyrr en í fyrsta lagi á jóladag 2020. Þessu greindi Shams Charania, blaðamaður á The Athletic, frá fyrr í dag. NBA s league office informed Board of Governors today that the 2020-21 season won t begin earlier than Christmas Day, sources tell @TheAthleticNBA @Stadium. Nov. 18 Draft date, 20-21 start date remain fluid.— Shams Charania (@ShamsCharania) September 10, 2020 Einhverjir blaðamenn eru þó svartsýnni og telja að nýtt tímabil fari ekki af stað fyrr en í mars 2021. Þá væri líklegra að áhorfendur kæmust í hallir NBA-liðanna og að hið fjárhagslega högg sem fylgir áhorfendaleysinu væri mildað. Don't be shocked if the 2020-21 season doesn't start until February. Maybe March, at the latest. It's all TBD, but the longer the league pushes the start, the higher the likelihood of better testing or even a vaccine. And that'd mean better odds of getting fans back in arenas. https://t.co/Zwc9FPT31f— Kevin O'Connor (@KevinOConnorNBA) September 10, 2020 NBA-leikir á jóladag eru löngu orðnir að hefð í Bandaríkjunum, en allt frá 1947 hefur tíðkast að stærstu lið deildarinnar leiki á þessum hátíðisdegi. Fimm leikir fara gjarnan fram þennan dag og er einn af þeim yfirleitt á milli liðanna sem enduðu í úrslitunum vorið áður. Ljóst er að stjórnendur NBA-deildarinnar muni reyna að halda í þessa hefð, enda hljótast miklar sjónvarpstekjur af þessum leikjum, því áhorfið á þá er gjarnan mjög gott. En stóru fréttir dagsins eru þær að keppnistímabilið næsta mun ekki verða með hefðbundnu sniði. Reyndar hefur mikil umræða átt sér stað á meðal stjórnarmanna sumra NBA-liða, auk framámanna innan deildarinnar, um hvort færa eigi keppnistímabilið varanlega. Sú umræða hófst áður en menn höfðu minnstu vitund um að heimsfaraldur myndi setja allt íþróttalíf - og aðra þætti dagslegs lífs - í uppnám. Flestir sem vilja breytt keppnistímabil tala fyrir því að byrja á jóladag og enda á haustin, í september helst; að NBA klárist áður en tímabilið í ameríska fótboltanum, NFL-deildinni, hefst. Rökin fyrir því eru að NBA-deildin myndi þá eiga stærri sess í umfjöllun fjölmiðla í Bandaríkjunum. Helstu rökin gegn breytingunni eru þau að sumarið þykir ekki ákjósanlegur tími til að ná miklu áhorfi á íþróttadeildir, að meginþorri fólks sé þá í fríi og að færri muni því sjá leikina. Mögulega verður næsta leiktímabil einskonar próf og jafnvel verður leiktímabilið breytt til frambúðar og yrði það þá stærsta breytingin á deildinni síðan NBA og ABA-deildirnar sameinuðust 1976. NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Þrátt fyrir að úrslitakeppnin í NBA standi sem hæst um þessar mundir eru stjórnendur deildarinnar farnir að huga að næsta leiktímabili. Á fundi stjórnar deildarinnar í dag var ákveðið að byrja næsta tímabil ekki fyrr en í fyrsta lagi á jóladag 2020. Þessu greindi Shams Charania, blaðamaður á The Athletic, frá fyrr í dag. NBA s league office informed Board of Governors today that the 2020-21 season won t begin earlier than Christmas Day, sources tell @TheAthleticNBA @Stadium. Nov. 18 Draft date, 20-21 start date remain fluid.— Shams Charania (@ShamsCharania) September 10, 2020 Einhverjir blaðamenn eru þó svartsýnni og telja að nýtt tímabil fari ekki af stað fyrr en í mars 2021. Þá væri líklegra að áhorfendur kæmust í hallir NBA-liðanna og að hið fjárhagslega högg sem fylgir áhorfendaleysinu væri mildað. Don't be shocked if the 2020-21 season doesn't start until February. Maybe March, at the latest. It's all TBD, but the longer the league pushes the start, the higher the likelihood of better testing or even a vaccine. And that'd mean better odds of getting fans back in arenas. https://t.co/Zwc9FPT31f— Kevin O'Connor (@KevinOConnorNBA) September 10, 2020 NBA-leikir á jóladag eru löngu orðnir að hefð í Bandaríkjunum, en allt frá 1947 hefur tíðkast að stærstu lið deildarinnar leiki á þessum hátíðisdegi. Fimm leikir fara gjarnan fram þennan dag og er einn af þeim yfirleitt á milli liðanna sem enduðu í úrslitunum vorið áður. Ljóst er að stjórnendur NBA-deildarinnar muni reyna að halda í þessa hefð, enda hljótast miklar sjónvarpstekjur af þessum leikjum, því áhorfið á þá er gjarnan mjög gott. En stóru fréttir dagsins eru þær að keppnistímabilið næsta mun ekki verða með hefðbundnu sniði. Reyndar hefur mikil umræða átt sér stað á meðal stjórnarmanna sumra NBA-liða, auk framámanna innan deildarinnar, um hvort færa eigi keppnistímabilið varanlega. Sú umræða hófst áður en menn höfðu minnstu vitund um að heimsfaraldur myndi setja allt íþróttalíf - og aðra þætti dagslegs lífs - í uppnám. Flestir sem vilja breytt keppnistímabil tala fyrir því að byrja á jóladag og enda á haustin, í september helst; að NBA klárist áður en tímabilið í ameríska fótboltanum, NFL-deildinni, hefst. Rökin fyrir því eru að NBA-deildin myndi þá eiga stærri sess í umfjöllun fjölmiðla í Bandaríkjunum. Helstu rökin gegn breytingunni eru þau að sumarið þykir ekki ákjósanlegur tími til að ná miklu áhorfi á íþróttadeildir, að meginþorri fólks sé þá í fríi og að færri muni því sjá leikina. Mögulega verður næsta leiktímabil einskonar próf og jafnvel verður leiktímabilið breytt til frambúðar og yrði það þá stærsta breytingin á deildinni síðan NBA og ABA-deildirnar sameinuðust 1976.
NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum