Handtóku mann, héldu honum niðri og stuðuðu ítrekað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. september 2020 23:50 Myndband sem náðist af handtökunni hefur vakið gríðarleg viðbrögð. Sebastian Barros/NurPhoto via Getty Minnst sjö hafa látist í mótmælum í Bogotá, höfuðborg Kólumbíu, mótmælin hófust eftir að karlmaður á fimmtugsaldri lést eftir að lögreglumenn handtóku hann, héldu honum í jörðinni og beittu ítrekað á hann rafbyssu. Myndband sem sýnir handtökuna hefur farið í dreifingu á netinu. Þar sést hinn 46 ára gamli lögfræðingur Javier Ordóñez biðja lögreglumennina sem handtóku hann um að hætta að halda honum í jörðinni og sagðist hann vera að kafna. Ordóñez er sagður hafa verið handtekinn fyrir að hafa brotið gegn reglum um samkomubann í Kólumbíu, þar sem sat að sumbli með vinum sínum. Eftir handtökuna var hann færður á lögreglustöð áður en honum var komið á spítala, þar sem hann lést. Meðferð lögreglunnar á Ordóñez hefur vakið mikla reiði og hefur fólk þyrpst út á götur höfuðborgarinnar til að mótmæla. Sjö hafa látíst í mótmælunum, en breska ríkisútvarpið hefur eftir Carlos Holmes Trujillo, varnarmálaráðherra Kólumbíu, að fimm þeirra hefðu verið skotin til bana. Þá sagði hann verðlaun í boði fyrir þau sem gætu stigið fram með upplýsingar sem leiddu til handtöku þeirra sem frömdu morðin. Hann sagði einnig að 1.600 lögreglumenn yrðu sendir til Bogotá annars staðar frá til þess að bregðast við ófriðinum. Claudia López, borgarstjóri Bogotá, segir þá að minnst 248 borgarar hefðu særst í mótmælunum. Þar af hefðu 58 orðið fyrir skoti. Yfir 100 lögreglumenn hefðu þá einnig slasast. Hundruð mótmælenda tókust í dag á við lögregluna fyrir utan lögreglustöðina sem Ordóñez var færður á í kjölfar handtöku hans. Alls var ráðist að 40 lögreglustöðvum í borginni og 17 brenndar niður. Kólumbía Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Minnst sjö hafa látist í mótmælum í Bogotá, höfuðborg Kólumbíu, mótmælin hófust eftir að karlmaður á fimmtugsaldri lést eftir að lögreglumenn handtóku hann, héldu honum í jörðinni og beittu ítrekað á hann rafbyssu. Myndband sem sýnir handtökuna hefur farið í dreifingu á netinu. Þar sést hinn 46 ára gamli lögfræðingur Javier Ordóñez biðja lögreglumennina sem handtóku hann um að hætta að halda honum í jörðinni og sagðist hann vera að kafna. Ordóñez er sagður hafa verið handtekinn fyrir að hafa brotið gegn reglum um samkomubann í Kólumbíu, þar sem sat að sumbli með vinum sínum. Eftir handtökuna var hann færður á lögreglustöð áður en honum var komið á spítala, þar sem hann lést. Meðferð lögreglunnar á Ordóñez hefur vakið mikla reiði og hefur fólk þyrpst út á götur höfuðborgarinnar til að mótmæla. Sjö hafa látíst í mótmælunum, en breska ríkisútvarpið hefur eftir Carlos Holmes Trujillo, varnarmálaráðherra Kólumbíu, að fimm þeirra hefðu verið skotin til bana. Þá sagði hann verðlaun í boði fyrir þau sem gætu stigið fram með upplýsingar sem leiddu til handtöku þeirra sem frömdu morðin. Hann sagði einnig að 1.600 lögreglumenn yrðu sendir til Bogotá annars staðar frá til þess að bregðast við ófriðinum. Claudia López, borgarstjóri Bogotá, segir þá að minnst 248 borgarar hefðu særst í mótmælunum. Þar af hefðu 58 orðið fyrir skoti. Yfir 100 lögreglumenn hefðu þá einnig slasast. Hundruð mótmælenda tókust í dag á við lögregluna fyrir utan lögreglustöðina sem Ordóñez var færður á í kjölfar handtöku hans. Alls var ráðist að 40 lögreglustöðvum í borginni og 17 brenndar niður.
Kólumbía Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira