„Þú varst aldrei að fara að deyja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2020 10:29 Skúli fór í gegnum ferlið með besta vini sínum. Fyrir tíu árum tók lífið miklum breytingum hjá Rafni Heiðdal þegar hann greindist með illkynja æxli þá 22 ára gamall. Á þeim tíma var Rafn á fullu í knattspyrnu og átti von á sínu fyrsta barni þegar áfallið skall á. „Það er alltaf sjokk að greinast. Svo að þurfa segja öllum frá því, það er rosalega erfitt. Hvernig á maður að hringja í mömmu sína og pabba og segja þeim þetta, það er bara fáránlegt. Svo komu allskonar móment, að hætta í fótbolta til dæmis. Það tók rosalega á. Maður fór í gegnum fullt af líkamlegum sársauka en andlegi sársaukinn er alltaf hátt hátt fyrir ofan,“ segir Rafn. Hann sagði sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Það var fyrir tilviljun að vinur hans Skúli Andrésson var nýbyrjaður í kvikmyndaskólanum og fór hann fljótlega að taka upp ferlið hjá Rafni og úr varð heimildarmynd sem sýnir frá baráttu Rafns við krabbameinið. Í miðjum stormi „Ég og Rabbi erum búnir að vera eins og bræður frá minni fyrstu minningu. Við höfum gengið í gegnum allt saman. Við lærðum að spila fótbolta saman, við unnum saman, bjuggum saman og það nánir að við þurftum að eiga kærustur nánast á sama stað. Þegar þetta kemur upp er það fyrsta sem ég hugsa að vera til staðar. Svo kemur upp verkefni í kvikmyndaskólanum að ég þarf að gera heimildarmynd. Þá er Rabbi í miðjum storminum og ég fer til hans og spyr hvort ég megi taka meira upp,“ segir Skúli. Rafn samþykkti það en man í dag í raun ekkert eftir því vegna sterkra lyfja sem hann var að taka á þessum tíma. „Þetta átti ekkert að vera fyrir almenning að sjá. Ég var að koma til hans á hans verstu tímum og hans bestu tímum. Við erum bestu vinir og það var þá smá öðruvísi nálgun. Ef þú ert kannski hjá einhverjum sem þú þekkir ekki þá verður það kannski smá svona vélrænt,“ segir Skúli. „Ég fékk rosalegt sjokk þegar læknarnir fóru að tala um að það þyrfti að taka af mér eina löppina,“ segir Rafn og Skúli bætir við að þeir tveir hafi algjörlega brotnað niður á þeim tíma. „Þetta er risastórt verkefni og maður hugsar að maður gerir þetta bara en þá fattar maður ekkert hvað þetta er stórt,“ segir Rafn. Skúli segir að það hafi alls ekki verið auðvelt að mynda allt ferlið, hann hafi fylgt honum eftir í fjóra til fimm mánuði og það komu upp erfið augnablik og nefnir hann sérstaklega þegar Rafn var í lyfjameðferðinni sem tók mikið á. „Hann var að reyna segja mér að dingla bjöllunni en ég var bara tárvotur og frosinn að sjá vin minn svona,“ segir Skúli. Missti af fullt af hlutum „Þegar leið á þetta fór ég að verða svartsýnni og svartsýnni. Fyrst var maður fullur af krafti og ætlaði að gera þetta og hugsar að eftir átta mánuði er þetta komið lengra. En svo líður bara einn dagur og þá er maður kannski búinn að ganga í gegnum helvíti sem leið eins og vika. Þá fór maður að verða svolítið þungur í hausnum,“ segir Rafn. „Maður er bara krakki að horfa upp á besta vin sinn veslast upp. Maður ætlaðist ekkert til þess að einhver sálfræðingur kæmi til manns og segði við mann hvernig maður ætti að vera. Best er bara að vera maður sjálfur og vera til staðar. Fólk verður eðlilega bara hrætt og veit ekkert hvernig það á að bregðast við,“ segir Skúli og segir við besta vin sinn: „Þú varst aldrei að fara deyja.“ Eins og áður segir átti Rafn von á sínum fyrsta barni á þessum tíma. „Dóttir mín fæðist og ég fæ hana í hendurnar. Svo það næsta sem ég man eftir var að ég var kominn með 41 stigs hita í sjúkrabíl. Mér er bara hent inn á Landspítala í einangrun í sjö daga og hitti hana ekkert fyrr en tíu dögum seinna. Það er erfitt að hugsa um alla hlutina þegar maður er að standa í þessu, maður hefur bara orku til að berjast við þetta. Maður leyfði sér ekki að hugsa svona langt, um barnið sitt og svona. Eftir á að hyggja þá hugsar maður til baka og maður missti af fullt af hlutum.“ Ísland í dag Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fleiri fréttir VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Sjá meira
Fyrir tíu árum tók lífið miklum breytingum hjá Rafni Heiðdal þegar hann greindist með illkynja æxli þá 22 ára gamall. Á þeim tíma var Rafn á fullu í knattspyrnu og átti von á sínu fyrsta barni þegar áfallið skall á. „Það er alltaf sjokk að greinast. Svo að þurfa segja öllum frá því, það er rosalega erfitt. Hvernig á maður að hringja í mömmu sína og pabba og segja þeim þetta, það er bara fáránlegt. Svo komu allskonar móment, að hætta í fótbolta til dæmis. Það tók rosalega á. Maður fór í gegnum fullt af líkamlegum sársauka en andlegi sársaukinn er alltaf hátt hátt fyrir ofan,“ segir Rafn. Hann sagði sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Það var fyrir tilviljun að vinur hans Skúli Andrésson var nýbyrjaður í kvikmyndaskólanum og fór hann fljótlega að taka upp ferlið hjá Rafni og úr varð heimildarmynd sem sýnir frá baráttu Rafns við krabbameinið. Í miðjum stormi „Ég og Rabbi erum búnir að vera eins og bræður frá minni fyrstu minningu. Við höfum gengið í gegnum allt saman. Við lærðum að spila fótbolta saman, við unnum saman, bjuggum saman og það nánir að við þurftum að eiga kærustur nánast á sama stað. Þegar þetta kemur upp er það fyrsta sem ég hugsa að vera til staðar. Svo kemur upp verkefni í kvikmyndaskólanum að ég þarf að gera heimildarmynd. Þá er Rabbi í miðjum storminum og ég fer til hans og spyr hvort ég megi taka meira upp,“ segir Skúli. Rafn samþykkti það en man í dag í raun ekkert eftir því vegna sterkra lyfja sem hann var að taka á þessum tíma. „Þetta átti ekkert að vera fyrir almenning að sjá. Ég var að koma til hans á hans verstu tímum og hans bestu tímum. Við erum bestu vinir og það var þá smá öðruvísi nálgun. Ef þú ert kannski hjá einhverjum sem þú þekkir ekki þá verður það kannski smá svona vélrænt,“ segir Skúli. „Ég fékk rosalegt sjokk þegar læknarnir fóru að tala um að það þyrfti að taka af mér eina löppina,“ segir Rafn og Skúli bætir við að þeir tveir hafi algjörlega brotnað niður á þeim tíma. „Þetta er risastórt verkefni og maður hugsar að maður gerir þetta bara en þá fattar maður ekkert hvað þetta er stórt,“ segir Rafn. Skúli segir að það hafi alls ekki verið auðvelt að mynda allt ferlið, hann hafi fylgt honum eftir í fjóra til fimm mánuði og það komu upp erfið augnablik og nefnir hann sérstaklega þegar Rafn var í lyfjameðferðinni sem tók mikið á. „Hann var að reyna segja mér að dingla bjöllunni en ég var bara tárvotur og frosinn að sjá vin minn svona,“ segir Skúli. Missti af fullt af hlutum „Þegar leið á þetta fór ég að verða svartsýnni og svartsýnni. Fyrst var maður fullur af krafti og ætlaði að gera þetta og hugsar að eftir átta mánuði er þetta komið lengra. En svo líður bara einn dagur og þá er maður kannski búinn að ganga í gegnum helvíti sem leið eins og vika. Þá fór maður að verða svolítið þungur í hausnum,“ segir Rafn. „Maður er bara krakki að horfa upp á besta vin sinn veslast upp. Maður ætlaðist ekkert til þess að einhver sálfræðingur kæmi til manns og segði við mann hvernig maður ætti að vera. Best er bara að vera maður sjálfur og vera til staðar. Fólk verður eðlilega bara hrætt og veit ekkert hvernig það á að bregðast við,“ segir Skúli og segir við besta vin sinn: „Þú varst aldrei að fara deyja.“ Eins og áður segir átti Rafn von á sínum fyrsta barni á þessum tíma. „Dóttir mín fæðist og ég fæ hana í hendurnar. Svo það næsta sem ég man eftir var að ég var kominn með 41 stigs hita í sjúkrabíl. Mér er bara hent inn á Landspítala í einangrun í sjö daga og hitti hana ekkert fyrr en tíu dögum seinna. Það er erfitt að hugsa um alla hlutina þegar maður er að standa í þessu, maður hefur bara orku til að berjast við þetta. Maður leyfði sér ekki að hugsa svona langt, um barnið sitt og svona. Eftir á að hyggja þá hugsar maður til baka og maður missti af fullt af hlutum.“
Ísland í dag Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fleiri fréttir VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Sjá meira