Standast kjarasamningarnir endurskoðun? Drífa Snædal skrifar 11. september 2020 13:22 Í dag fer fram rafrænt þing ASÍ-UNG þar sem ný forysta ungs fólks innan hreyfingarinnar verður kosin, en ungliðastarfið hefur vaxið og dafnað hin síðari ár. Það er góð tilfinning að vita af öflugu fólki sem er í stakk búið til að verja kjör vinnandi fólks í framtíðinni og sækja fram. Ég óska þeim alls hins besta og hlakka til samstarfsins með nýrri forystu. Forsendunefnd ASÍ og SA kom saman í vikunni á fyrsta fundi sínum en hlutverk hennar er að meta hvort forsendur kjarasamninga hafa staðist. Nefndin þarf að komast að niðurstöðu fyrir lok mánaðarins. Framundan er því mat á árangri kjarasamninganna sem undirritaðir voru í apríl og maí í fyrra, hvort markmið þeirra hafa haldið og hverju þarf að ná fram til að svo megi verða. Það er alveg ljóst að markmið um kaupmáttaraukningu og vaxtalækkun hafa náðst en samningarnir voru undirritaðir með hliðsjón af yfirlýsingu stjórnvalda meðal annars um aðgerðir til að bæta kjör fólks á húsnæðismarkaði, vörn gegn félagslegum undirboðum, skattalækkanir, lengingu fæðingarorlofs og skref til afnáms verðtryggingar. Megnið af þessum loforðum sem gefin voru í tengslum við kjarasamningana hafa haldið en ekki öll tímasettu loforðin. Í stórri hreyfingu þarf að gæta þess að raddir sem flestra heyrist og því hefur miðstjórn ákveðið að boða til formannafundar í ASÍ þann 22. september nk. til að ræða endurskoðunarákvæði kjarasamninganna. Í ASÍ eru 47 aðildarfélög og félagsmenn þeirra telja um 133.000 manns. Nú er tækifæri fyrir almenna félaga að mæta á fundi hjá sínu félagi og taka þátt í umræðum um kjarasamningana. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Sjá meira
Í dag fer fram rafrænt þing ASÍ-UNG þar sem ný forysta ungs fólks innan hreyfingarinnar verður kosin, en ungliðastarfið hefur vaxið og dafnað hin síðari ár. Það er góð tilfinning að vita af öflugu fólki sem er í stakk búið til að verja kjör vinnandi fólks í framtíðinni og sækja fram. Ég óska þeim alls hins besta og hlakka til samstarfsins með nýrri forystu. Forsendunefnd ASÍ og SA kom saman í vikunni á fyrsta fundi sínum en hlutverk hennar er að meta hvort forsendur kjarasamninga hafa staðist. Nefndin þarf að komast að niðurstöðu fyrir lok mánaðarins. Framundan er því mat á árangri kjarasamninganna sem undirritaðir voru í apríl og maí í fyrra, hvort markmið þeirra hafa haldið og hverju þarf að ná fram til að svo megi verða. Það er alveg ljóst að markmið um kaupmáttaraukningu og vaxtalækkun hafa náðst en samningarnir voru undirritaðir með hliðsjón af yfirlýsingu stjórnvalda meðal annars um aðgerðir til að bæta kjör fólks á húsnæðismarkaði, vörn gegn félagslegum undirboðum, skattalækkanir, lengingu fæðingarorlofs og skref til afnáms verðtryggingar. Megnið af þessum loforðum sem gefin voru í tengslum við kjarasamningana hafa haldið en ekki öll tímasettu loforðin. Í stórri hreyfingu þarf að gæta þess að raddir sem flestra heyrist og því hefur miðstjórn ákveðið að boða til formannafundar í ASÍ þann 22. september nk. til að ræða endurskoðunarákvæði kjarasamninganna. Í ASÍ eru 47 aðildarfélög og félagsmenn þeirra telja um 133.000 manns. Nú er tækifæri fyrir almenna félaga að mæta á fundi hjá sínu félagi og taka þátt í umræðum um kjarasamningana. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun