Stjórnvöld nýti tímann til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2020 16:54 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur ljóst að skimun á landamærunum hafi skilað miklum árangri í því að hindra að smitaðir einstaklingar komi hingað til lands. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins hérlendis og erlendis, sem og í ljósi heildarhagsmuna landsins, meðal annars efnahags- og atvinnumála. Þetta kemur fram í minnisblaði sem sóttvarnalæknir sendi Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær varðandi aðgerðir á landamærum til þess að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Ráðherra tilkynnti í dag að hún hygðist fara eftir tillögu sóttvarnalæknis og framlengja núverandi fyrirkomulag á landamærunum til 6. október. Allir farþegar sem hingað koma munu því áfram þurfa að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærunum og svo að lokinni fimm daga sóttkví. Núverandi fyrirkomulag tók gildi 19. ágúst. Að því er fram kemur í minnisblaðinu höfðu 13.834 einstaklingar verið skimaðir frá 19. ágúst til gærdagsins og greindust þrjátíu með virk smit í fyrstu skimun en átta í seinni skimun. „Hlutfall smitaðra var því alls 0,3%. Framkvæmd sóttkvíar hefur gengið vel og eftirlit með einstaklingum í sóttkví talsvert auðveldaraog einfaldara en einstaklinga í heimkomusmitgát,“ segir í minnisblaði sóttvarnalæknis. Þá sé það einnig ljóst að skimun á landamærunum hafi skilað miklum árangri í því að hindra að smitaðir einstaklingar komi til landsins og þannig komið í veg fyrir meiri útbreiðslu innanlands. „Auk þess hefur komið í ljós að um20% smita á landamærum hefur einungis greinst í seinni sýnatöku. Þannig hefði talsverður fjöldi smita borist inn í landið ef einungis einni skimun hefði verið beitt.“ Þórólfur segir að í grunnatriðum hafi mat hans ekki breyst frá því í ágúst varðandi aðgerðir á landamærunum. Út frá sóttvarnasjónarmiðum telji hann enn að tvær skimanir á landamærum með fimm daga sóttkví á milli lágmarki mest áhættuna á því að veiran berist inn í landið og dragi þannig mest úr líkum á faraldri innanlands: „Ég tel því óvarlegt á þessari stundu að breyta núverandi fyrirkomulagi skimana á landamærum sérstaklega í ljósi þess að nú er verið að draga úr ýmsum takmörkunum innanlands og að talsverður vöxtur er í útbreiðslu faraldursins í nálægum löndum. Ég tel hins vegar að næstu vikur eigi stjórnvöld að nota til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum í ljósi þróunar faraldursins hérlendis og erlendis, og í ljósi heildarhagsmuna landsins, m.a. efnahags-og atvinnumála.“ Bréf sóttvarnalæknis má sjá í heild sinni hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins hérlendis og erlendis, sem og í ljósi heildarhagsmuna landsins, meðal annars efnahags- og atvinnumála. Þetta kemur fram í minnisblaði sem sóttvarnalæknir sendi Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær varðandi aðgerðir á landamærum til þess að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Ráðherra tilkynnti í dag að hún hygðist fara eftir tillögu sóttvarnalæknis og framlengja núverandi fyrirkomulag á landamærunum til 6. október. Allir farþegar sem hingað koma munu því áfram þurfa að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærunum og svo að lokinni fimm daga sóttkví. Núverandi fyrirkomulag tók gildi 19. ágúst. Að því er fram kemur í minnisblaðinu höfðu 13.834 einstaklingar verið skimaðir frá 19. ágúst til gærdagsins og greindust þrjátíu með virk smit í fyrstu skimun en átta í seinni skimun. „Hlutfall smitaðra var því alls 0,3%. Framkvæmd sóttkvíar hefur gengið vel og eftirlit með einstaklingum í sóttkví talsvert auðveldaraog einfaldara en einstaklinga í heimkomusmitgát,“ segir í minnisblaði sóttvarnalæknis. Þá sé það einnig ljóst að skimun á landamærunum hafi skilað miklum árangri í því að hindra að smitaðir einstaklingar komi til landsins og þannig komið í veg fyrir meiri útbreiðslu innanlands. „Auk þess hefur komið í ljós að um20% smita á landamærum hefur einungis greinst í seinni sýnatöku. Þannig hefði talsverður fjöldi smita borist inn í landið ef einungis einni skimun hefði verið beitt.“ Þórólfur segir að í grunnatriðum hafi mat hans ekki breyst frá því í ágúst varðandi aðgerðir á landamærunum. Út frá sóttvarnasjónarmiðum telji hann enn að tvær skimanir á landamærum með fimm daga sóttkví á milli lágmarki mest áhættuna á því að veiran berist inn í landið og dragi þannig mest úr líkum á faraldri innanlands: „Ég tel því óvarlegt á þessari stundu að breyta núverandi fyrirkomulagi skimana á landamærum sérstaklega í ljósi þess að nú er verið að draga úr ýmsum takmörkunum innanlands og að talsverður vöxtur er í útbreiðslu faraldursins í nálægum löndum. Ég tel hins vegar að næstu vikur eigi stjórnvöld að nota til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum í ljósi þróunar faraldursins hérlendis og erlendis, og í ljósi heildarhagsmuna landsins, m.a. efnahags-og atvinnumála.“ Bréf sóttvarnalæknis má sjá í heild sinni hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira