Innlent

Enn tækifæri til berjatínslu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Krækiber.
Krækiber. Vísir/Getty

Dæmigerðar haustlægðir ganga nú yfir landið með vætutíð, en ekki svo miklum kulda. Ástæðan er að loftið sem lægðunum fylgir er ættað langt sunnan úr hafi. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þar segir að enn sé tækifæri til berjatínslu, þar sem ekki hafi enn frosið á mörgum berjasvæðum.

Í dag má svo búast við norðaustan 8 til 15 metrum á sekúndu, en hvassast verður norðvestantil og rigning á Norðurlandi þó dragi úr vætu með morgninum. Víða verða skúrir sunnar á landinu, en þurrt að kalla vestanlands. Hiti verður á bilinu 4 til 12 stig að deginum, en hvað hlýjast suðvestantil.

Veðurhorfur á landinu næstu daga má nálgast á vef Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×