Allir sem sinna heilbrigðisþjónustu þurfa að skila gæðauppgjöri á næsta ári Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. september 2020 14:06 Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Landlæknisembættið hyggst stórefla eftirlit með þeim sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi á næsta ári en í heild eru það um 3100 aðilar. Stofnunin hefur síðustu þrjú ár gert innan við tíu úttektir á heilbrigðisþjónustu og kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn á þessu ári. Embætti landlæknis hefur eftirlit með öllum þeim aðilum sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi – en samkvæmt rekstraraðilaskrá embættisins eru það nú 3094 einingar samtals. Við sögðum frá því í vikunni að embættið hefði ekki unnið formlega úttekt á skimunarstarfsemi Krabbameinsfélags Íslands en hafi í gegnum tíðina óskað eftir upplýsingum um starfsemina. Úttekt á gæðum og öryggi þjónustu Leitarstöðvarinnar er hins vegar hafin nú. Loks vinnur Landlæknir að því að fá aðila erlendis frá til að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. Þá hefur komið fram að Sjúkratryggingar Íslands hafi ríka eftirlitsskyldu með að þjónustan sé í samræmi við gerða samninga. Fréttastofa hefur óskað eftir þjónustusamningi Sjúkratrygginga við krabbameinsfélagið í dag en hefur ekki fengið svör þaðan. Landlæknir hefur gert um 7-8 úttektir á ári síðustu ár samkvæmt svörum embættisins en á þessu ári hafa einungis tvær skýrslur verið gerðar vegna slíkra útttekta vegna kórónuveirufaraldursins. Það stendur hins vegar til að efla gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu til muna með því að gera gæðauppgjör hjá þeim sem veita þjónustuna. Á þessu ári hefur þegar verið kallað eftir gæðauppgjörum frá 27 aðilum. Á næsta ári er hins vegar stefnt að því að allir veitendur heilbrigðisþjónustu skili gæðauppgjöri og vænst er að það fyrirkomulag verði til þess að efla eftirlit embættisins til muna. Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Tvö sambærileg mál fari á borð landlæknisembættisins Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku mun eftir helgi senda gögn í tveimur málum sem hann telur sambærileg til landlæknisembættisins. Um er að ræða mál tveggja kvenna sem látist hafa af völdum leghálskrabbameins. 12. september 2020 11:30 Enn fleiri kallaðar til nýrrar leghálsskoðunar Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm. 10. september 2020 17:46 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Landlæknisembættið hyggst stórefla eftirlit með þeim sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi á næsta ári en í heild eru það um 3100 aðilar. Stofnunin hefur síðustu þrjú ár gert innan við tíu úttektir á heilbrigðisþjónustu og kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn á þessu ári. Embætti landlæknis hefur eftirlit með öllum þeim aðilum sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi – en samkvæmt rekstraraðilaskrá embættisins eru það nú 3094 einingar samtals. Við sögðum frá því í vikunni að embættið hefði ekki unnið formlega úttekt á skimunarstarfsemi Krabbameinsfélags Íslands en hafi í gegnum tíðina óskað eftir upplýsingum um starfsemina. Úttekt á gæðum og öryggi þjónustu Leitarstöðvarinnar er hins vegar hafin nú. Loks vinnur Landlæknir að því að fá aðila erlendis frá til að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. Þá hefur komið fram að Sjúkratryggingar Íslands hafi ríka eftirlitsskyldu með að þjónustan sé í samræmi við gerða samninga. Fréttastofa hefur óskað eftir þjónustusamningi Sjúkratrygginga við krabbameinsfélagið í dag en hefur ekki fengið svör þaðan. Landlæknir hefur gert um 7-8 úttektir á ári síðustu ár samkvæmt svörum embættisins en á þessu ári hafa einungis tvær skýrslur verið gerðar vegna slíkra útttekta vegna kórónuveirufaraldursins. Það stendur hins vegar til að efla gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu til muna með því að gera gæðauppgjör hjá þeim sem veita þjónustuna. Á þessu ári hefur þegar verið kallað eftir gæðauppgjörum frá 27 aðilum. Á næsta ári er hins vegar stefnt að því að allir veitendur heilbrigðisþjónustu skili gæðauppgjöri og vænst er að það fyrirkomulag verði til þess að efla eftirlit embættisins til muna.
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Tvö sambærileg mál fari á borð landlæknisembættisins Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku mun eftir helgi senda gögn í tveimur málum sem hann telur sambærileg til landlæknisembættisins. Um er að ræða mál tveggja kvenna sem látist hafa af völdum leghálskrabbameins. 12. september 2020 11:30 Enn fleiri kallaðar til nýrrar leghálsskoðunar Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm. 10. september 2020 17:46 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Tvö sambærileg mál fari á borð landlæknisembættisins Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku mun eftir helgi senda gögn í tveimur málum sem hann telur sambærileg til landlæknisembættisins. Um er að ræða mál tveggja kvenna sem látist hafa af völdum leghálskrabbameins. 12. september 2020 11:30
Enn fleiri kallaðar til nýrrar leghálsskoðunar Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm. 10. september 2020 17:46