Enski boltinn

Maguire heldur fyrir­liða­bandinu þrátt fyrir lætin í Grikk­landi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Manchester United v FC Kobenhavn - UEFA Europa League Quarter Final
vísir/getty

Harry Maguire verður áfram fyrirliði Manchester United á komandi leiktíð þrátt fyrir óeirðirnar í Grikklandi í sumar.

Maguire var handtekinn í sumarfríinu sínu eftir ólæti á næturlífinu en hann er sagður hafa veist að lögreglumönnum.

Hann fékk að endingu þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm en þetta mun þó ekki hafa áhrif á fyrirliðastöðuna hjá Man. United.

„Hann verður okkar fyrirliði,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man. United, við sjónvarpsstöð félagsins.

„Hann stóð sig vel í þessu ferli og auðvitað mun ég styðja hann. Fyrir mér er hann topp drengur og hefur verið jákvæður með rétta hugarfarið.“

„Svo ég vona að Harry muni sína sína bestu frammistöður“ sagði Norðmaðurinn.

Vegna frammistöðunnar í Evrópudeildinni spilar Man. United ekki deildarleik um þessa helgi en þeir töpuðu 1-0 fyrir Aston Villa í æfingaleik í dag.

Þeir spila svo gegn Crystal Palace í ensku úravlsdeildinni um næstu helgi.


Tengdar fréttir

Maguire fundinn sekur í þremur ákæruliðum

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var í dag fundinn sekur í þremur ákæruliðum eftir að hafa verið handtekinn á grísku eyjunni Mykonos þar sem hann var í fríi með fjölskyldu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×