Íslendingalið Kristianstad vann öflugan sigur í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld þar sem liðið atti kappi við Malmö.
Leikurinn var jafn og spennandi en lauk með tveggja marka sigri Kristianstad, 26-24, eftir að staðan í leikhléi var jöfn, 11-11.
Ólafur Guðmundsson var besti maður vallarins með níu mörk en Teitur Örn Einarsson bætti tveimur mörkum í púkkið.