Enski boltinn

Sagði Van Dijk hafi gert mis­tökin því hann hafi verið of hroka­fullur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Van Dijk eftir mistökin skelfilegu.
Van Dijk eftir mistökin skelfilegu. vísir/getty

Virgil van Dijk var allt í öllu er Liverpool vann 4-3 sigur á Leeds í rosalegum leik í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.

Þetta var fyrsti leikur Liverpool sem ríkjandi meistari á nýju tímabili en þetta var einnig fyrsti leikur Leeds í ensku úrvalsdeildinni í sextán ár.

Virgil van Dijk kom Liverpool í 3-2 en skömmu síðar gerði hann sig sekan um slæm mistök er hann missti boltann beint fyrir framan nefið á Patrick Bramford sem kom boltanum í netið.

„Þetta er frábær leikur,“ sagði Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool og nú spekingur hjá Sky Sports, í lýsingunni.

„Ég sagði eftir sautján mínútur að ég vonaðist til að þetta yrði svona allan leikinn og þetta hefði getað endað 7-7,“ áður en Carragher snéri sér að mistökum Van Dijk

„Alisson er ekki sáttur. Virgil van Dijk, þetta er of hrokafullt,“ sagði Carragher.

Í tölfræði OptaJoe kemur fram að Hollendingurinn hefur gert jafn mörg mistök í síðustu fjórum leikjum sínum og í 154 leikjum þar á undan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×