Þegar tjaldið lyftist... Ole Anton Bieltvedt skrifar 13. september 2020 20:00 Þann 4. júní sl. birti ég grein á Vísi undir fyrirsögninni „Urðu 5 hænur að 100 í Kastljósi“. Vitnaði ég í greininni í viðtal Einars Þorsteinssonar, fréttamanns, við Kára Stefánsson í Kastljósi 27. maí. Greinin um Kastljósþáttinn 27. maí 2020 Sagði ég m.a. þetta í greininni: „Að vanda var Kári skemmtilegur í tali og látbragði, hnittinn og orðhvatur, en fyrir undirritaðan vantaði þó nokkuð á, að málflutningur sjarmörsins næði trúverðugu eða sannfærandi stigi, og, það sem verra var: Tölur um þá fjármuni, sem IE á að hafa fært inn í íslenzkt samfélag, síðustu tvo mánuði, virðast út í hött. Aðspurður sagði Kári, að kostnaður við eina Covid-19 skimun væri 3.000 til 4.000 krónur. Þegar nánar var farið út í kostnað við skimun ferðamanna, var svar Kára það, að, ef kaupa ætti tæki og afskrifa á einu ári og skima 500 manns á dag, yrði sá kostnaður 1,7 milljón, en það jafngildir 3.400 krónum á mann/skimun. Nokkru seinna í viðtalinu, sagði svo Kári þetta orðrétt:“...ég hugsa, að kostnaðurinn við það, sem við gerðum á þessum síðustu tveimur mánuðum, sé svona 3 milljarðar, sem við færðum inn í þetta samfélag“. Heyrði ég þetta rétt!? Fyrir lá, að ÍE hefði framkvæmt um 40.000 skimanir á því tímabili, sem um ræðir, og miðað við kostnað upp á 3.400 krónur á skimun, væri heildarkostnaðurinn við þessar 40.000 skimanir, 136 milljónir króna, en ekki 3 milljarðar! Er munur á þessum tölum ekki minni en 20-faldur!“ Svo sagði ég þetta í Vísis-greininni: „Auðvitað er það líka stórt og glæsilegt framlag til íslenzks samfélags, að IE skuli hafa skimað landsmenn fyrir 136 milljónir króna án greiðslu, en er þetta góðvilji einn og elska IE - eða öllu heldur eiganda þeirra, Amgen í USA, Kári virðist ekkert eiga í IE - á íslenzku samfélagi? Það væri þó ansi mikil og óvenjuleg væntumþykja! Hangir kannske eitthvað fleira á spýtunni? T.a.m. víðtækur aðgangur IE að fjölmörgum og mismunandi lífsýnum, sem styrkja kann lífsýnabanka IE, eftir því sem heimildir leyfa, og gagnast mun IE, eða eiganda þeirra, ef ekki báðum, í starfsemi þeirra og tekjuöflun? Kannske eru menn hér að slá tvær flugur í einu höggi, sem kann að vera í lagi, en æskilegt er þá, að skýrt sé frá þessum málum með opnum og heiðarlegum hætti; gagnsæis gætt. Það fer fremur illa í undirritaðan, að menn slái sig 20-falt til riddara vegna framlags til íslenzks samfélags, ekki sízt, ef framlagið tryggir þeim sjálfum verulega hagsmuni í leiðinni, en Amgen er á NASDAQ hlutabréfamarkaði og sækir auðvitað í hagnað og góða afkomu með flestum tiltækjum ráðum. Er að mati undirritaðs fremur ósennilegt, að þeir skenki eyjaskeggjum, hér norður í Dumbshafi, hundruð milljóna af gjafmildi og hlýjum hug einu saman. Venjulega er tilgangur svona fyrirtækja, að afla sem mests hagnaðar og gróða, til að styrkja hlutabréf og verðmæti félagsins, enda er það eðlilegt, í lagi og ekkert við því að segja“. Þar með lýkur þessari tilvitnun í mína Vísisgrein frá 4. júní 2020.“ Vafasamar skýringar Kára Í framhaldi af þessu, lýsti Kári því yfir, að 3ja milljarða króna talan væri rétt, þar sem IE hefði ekkert getað gert í 3 mánuði, nema skimað, og, þar sem mánaðarlegur rekstrarkostnaður IE væri 1 milljarður, væri talan rétt. Mér var og er nú sterklega til efs, að allt starfslið IE - mér er sagt, að þar vinni um 100 manns - hafi unnið við skimun. Nær fyndist mér að halda, að 10-20 manns hafi unnið að skimunum, en hinir við sín venjulegu störf. Vildi ég þó ekki elta ólar við þetta frekar, og lét þessa fullyrðingu standa, enda var hér aðeins um mitt álit að ræða. Svar Kára í Morgunblaðinu 20. júni 2020 Það, sem gerist næst í málinu er, að þann 20. júní birtir Kári grein í Morgunblaðinu með þessari fyrirsögn: „Til áréttingar því, sem að baki býr“. Þar segir Kári m.a. þetta: „Vegna umræðna jafnt í prentmiðlum sem á ljósvökum sé ég mig knúinn til þess að árétta eftirfarandi: Það bjó ekkert annað að baki þeirri skimun sem IE framkvæmdi eftir SARS-CoV-2 í Íslendingum en löngun til þess að taka þátt í að hemja faraldurinn. Það sama á við um skimunina eftir mótefnum gegn veirunni. – IE og eigandi hennar Amgen hafa aldrei haft uppi áætlanir um að búa til úr þessari vinnu söluvöru til þess að hafa af fjárhagslegan ávinning. – Þegar ég hafði á sínum tíma samband við stjórnendur Amgen og sagði að ég vildi hefja skimun var svarið sem ég fékk: „Í guðanna bænum gerðu það og bjóddu stjórnvöldum alla þá hjálp sem þú getur veitt“. Og Kári heldur ótrauður áfram í sinni Morgunblaðsgeins 20. júní: „Það vill svo til að COVID-19-faraldurinn hefur laðað fram það besta í svo mörgum og meira að segja harðsvíruðum kapítalistum eins og þeim sem stjórna lyfjaiðnaðinum. Stærstu lyfjafyrirtæki heims hafa heitið því að gera sitt besta til þess að búa til eins fljótt og hægt er bóluefni gegn veirunni og lyf til þess að lækna COVID-19 og dreifa þessu um allan heim án þess að græða á því fé. Þetta er einstakt og fallegt og svona á heimurinn að vera“. Þetta er sem sagt hluti af því, sem Kári hafði að segja um þessi mál í Morgunblaðinu 20. júni. Ég get reyndar tekið undir það, að svona ætti heimurinn að vera, en, því miður, er mér mjög til efs, það þetta sé rétt lýsing á þeim heimi, sem við lifum í. Hvað gerðist í vor/sumar hjá móðurfyrirtæki ÍE í Bandaríkjunum Víkur nú sögunni annað: Í Bandaríkjunum starfar vísindavefur, fréttasíða, sem ber nafnið FIERCE Biotech. Ritstjóri vefsins er Ben nokkur Adams. Þann 2. apríl sl. birtir ritstjórinn frétt, sem mér barst í hendur fyrst nú, með þessari fyrirsögn: „Amgen teams up with Adaptive to both treat and prevent COVID-19“. Er því þarna lýst, hvernig Amgen og nýr samherji, Adaptive Biotechnologies, hafi stofnað til náins samstarfs til að ráðast gegn faraldrinum, bæði með lyfjum og bóluefni. Er frá því skýrt, að aðilar muni ljúka samningum um fjárhagslega hlið og skilmála samstarfsins á næstu vikum („...both said they would „finalize financial details and terms in the coming weeks“...“). Undarlegt nokk, eru greinilega peningar í spilinu. Nokkru síðar í fréttinni segir þetta: „Then, in steps, Amgen will use its antibody engineering and drug development tech to select, develop and manufacture antibodies designed to bind to and neutralize SARS-CoV-2“. Framhaldið kynni að vera mönnum nokkuð áhugavert í ljósi þess, sem Kári skrifaði í Morgunblaðið 20. júni og hefur haldið fram oft og víða: „Meanwhile, deCODE Genetics, an Amgen subsidiary, will provide genetic insights from patients who were previously infected with COVID-19“. Lausleg þýðing: „Í millitíðinni mun deCODE, dótturfyrirtæki Amgen, leggja fram upplýsingar um þróun gena í sjúklingum, sem höfðu smitast/veikst af COVID-19“. Menn geta farið inn á vefsíðu FierceBiotech, ef þeir vilja skoða þetta nánar, en tilfinning undrritaðs er sú, að IE sé veigamikill aðili að þessu verkefni, en aðgangur IE hefur verið mikill og víðtækur, líka í endurteknu formi, þar sem samanburður fæst og greina má þróun veirunnar, en, þegar upp er staðið, snýst þessi starfsemi auðvitað mest eða öll um tekjur og gróða, sennilega sem mestan gróða. Í sjálfu sér er ekkert við því að segja - það er eðlilegt, að móðurfyrirtæki og dótturfyrirtæki vinni náið saman að því að ná sameiginlegum rekstrar- og hagnaðar markmiðum, enda geta fyrirtæki ekki lifað og dafnað, nema að nauðsynlegar tekjur komi til - en það, sem er óskemmtilegt og fyrir undirrituðum illa til fundið, er sá feluleikur og þær rangfærslur, sem Kári virðist hafa beitt við upplýsingagjöf og framsetningu þessa máls. Fóru hagsmunir ÍE og ferðaþjónustunnar ekki saman? Hér má og verður að hafa í huga, að Kári var einn helzti hvatamaður stóraukinna skimana við landamæri, tvöfaldri skimun, með og frá 19. ágúst, sem aftur var endanlegt rothögg á ferðaþjónustuna og margt, sem henni tengist. Það virðist vera, að hagsmunir IE og Amgen hafi verið, og séu, sem mestar og víðtækastar skimanir, á sama tíma og hagsmunir ferðaþjónustu og allrar þeirrar starfsemi, víða um landið, sem henni tengist, hafi verið og séu gagnstæðir. Þegar tjaldið lyftist, blasir leiksviðið við. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 4. júní sl. birti ég grein á Vísi undir fyrirsögninni „Urðu 5 hænur að 100 í Kastljósi“. Vitnaði ég í greininni í viðtal Einars Þorsteinssonar, fréttamanns, við Kára Stefánsson í Kastljósi 27. maí. Greinin um Kastljósþáttinn 27. maí 2020 Sagði ég m.a. þetta í greininni: „Að vanda var Kári skemmtilegur í tali og látbragði, hnittinn og orðhvatur, en fyrir undirritaðan vantaði þó nokkuð á, að málflutningur sjarmörsins næði trúverðugu eða sannfærandi stigi, og, það sem verra var: Tölur um þá fjármuni, sem IE á að hafa fært inn í íslenzkt samfélag, síðustu tvo mánuði, virðast út í hött. Aðspurður sagði Kári, að kostnaður við eina Covid-19 skimun væri 3.000 til 4.000 krónur. Þegar nánar var farið út í kostnað við skimun ferðamanna, var svar Kára það, að, ef kaupa ætti tæki og afskrifa á einu ári og skima 500 manns á dag, yrði sá kostnaður 1,7 milljón, en það jafngildir 3.400 krónum á mann/skimun. Nokkru seinna í viðtalinu, sagði svo Kári þetta orðrétt:“...ég hugsa, að kostnaðurinn við það, sem við gerðum á þessum síðustu tveimur mánuðum, sé svona 3 milljarðar, sem við færðum inn í þetta samfélag“. Heyrði ég þetta rétt!? Fyrir lá, að ÍE hefði framkvæmt um 40.000 skimanir á því tímabili, sem um ræðir, og miðað við kostnað upp á 3.400 krónur á skimun, væri heildarkostnaðurinn við þessar 40.000 skimanir, 136 milljónir króna, en ekki 3 milljarðar! Er munur á þessum tölum ekki minni en 20-faldur!“ Svo sagði ég þetta í Vísis-greininni: „Auðvitað er það líka stórt og glæsilegt framlag til íslenzks samfélags, að IE skuli hafa skimað landsmenn fyrir 136 milljónir króna án greiðslu, en er þetta góðvilji einn og elska IE - eða öllu heldur eiganda þeirra, Amgen í USA, Kári virðist ekkert eiga í IE - á íslenzku samfélagi? Það væri þó ansi mikil og óvenjuleg væntumþykja! Hangir kannske eitthvað fleira á spýtunni? T.a.m. víðtækur aðgangur IE að fjölmörgum og mismunandi lífsýnum, sem styrkja kann lífsýnabanka IE, eftir því sem heimildir leyfa, og gagnast mun IE, eða eiganda þeirra, ef ekki báðum, í starfsemi þeirra og tekjuöflun? Kannske eru menn hér að slá tvær flugur í einu höggi, sem kann að vera í lagi, en æskilegt er þá, að skýrt sé frá þessum málum með opnum og heiðarlegum hætti; gagnsæis gætt. Það fer fremur illa í undirritaðan, að menn slái sig 20-falt til riddara vegna framlags til íslenzks samfélags, ekki sízt, ef framlagið tryggir þeim sjálfum verulega hagsmuni í leiðinni, en Amgen er á NASDAQ hlutabréfamarkaði og sækir auðvitað í hagnað og góða afkomu með flestum tiltækjum ráðum. Er að mati undirritaðs fremur ósennilegt, að þeir skenki eyjaskeggjum, hér norður í Dumbshafi, hundruð milljóna af gjafmildi og hlýjum hug einu saman. Venjulega er tilgangur svona fyrirtækja, að afla sem mests hagnaðar og gróða, til að styrkja hlutabréf og verðmæti félagsins, enda er það eðlilegt, í lagi og ekkert við því að segja“. Þar með lýkur þessari tilvitnun í mína Vísisgrein frá 4. júní 2020.“ Vafasamar skýringar Kára Í framhaldi af þessu, lýsti Kári því yfir, að 3ja milljarða króna talan væri rétt, þar sem IE hefði ekkert getað gert í 3 mánuði, nema skimað, og, þar sem mánaðarlegur rekstrarkostnaður IE væri 1 milljarður, væri talan rétt. Mér var og er nú sterklega til efs, að allt starfslið IE - mér er sagt, að þar vinni um 100 manns - hafi unnið við skimun. Nær fyndist mér að halda, að 10-20 manns hafi unnið að skimunum, en hinir við sín venjulegu störf. Vildi ég þó ekki elta ólar við þetta frekar, og lét þessa fullyrðingu standa, enda var hér aðeins um mitt álit að ræða. Svar Kára í Morgunblaðinu 20. júni 2020 Það, sem gerist næst í málinu er, að þann 20. júní birtir Kári grein í Morgunblaðinu með þessari fyrirsögn: „Til áréttingar því, sem að baki býr“. Þar segir Kári m.a. þetta: „Vegna umræðna jafnt í prentmiðlum sem á ljósvökum sé ég mig knúinn til þess að árétta eftirfarandi: Það bjó ekkert annað að baki þeirri skimun sem IE framkvæmdi eftir SARS-CoV-2 í Íslendingum en löngun til þess að taka þátt í að hemja faraldurinn. Það sama á við um skimunina eftir mótefnum gegn veirunni. – IE og eigandi hennar Amgen hafa aldrei haft uppi áætlanir um að búa til úr þessari vinnu söluvöru til þess að hafa af fjárhagslegan ávinning. – Þegar ég hafði á sínum tíma samband við stjórnendur Amgen og sagði að ég vildi hefja skimun var svarið sem ég fékk: „Í guðanna bænum gerðu það og bjóddu stjórnvöldum alla þá hjálp sem þú getur veitt“. Og Kári heldur ótrauður áfram í sinni Morgunblaðsgeins 20. júní: „Það vill svo til að COVID-19-faraldurinn hefur laðað fram það besta í svo mörgum og meira að segja harðsvíruðum kapítalistum eins og þeim sem stjórna lyfjaiðnaðinum. Stærstu lyfjafyrirtæki heims hafa heitið því að gera sitt besta til þess að búa til eins fljótt og hægt er bóluefni gegn veirunni og lyf til þess að lækna COVID-19 og dreifa þessu um allan heim án þess að græða á því fé. Þetta er einstakt og fallegt og svona á heimurinn að vera“. Þetta er sem sagt hluti af því, sem Kári hafði að segja um þessi mál í Morgunblaðinu 20. júni. Ég get reyndar tekið undir það, að svona ætti heimurinn að vera, en, því miður, er mér mjög til efs, það þetta sé rétt lýsing á þeim heimi, sem við lifum í. Hvað gerðist í vor/sumar hjá móðurfyrirtæki ÍE í Bandaríkjunum Víkur nú sögunni annað: Í Bandaríkjunum starfar vísindavefur, fréttasíða, sem ber nafnið FIERCE Biotech. Ritstjóri vefsins er Ben nokkur Adams. Þann 2. apríl sl. birtir ritstjórinn frétt, sem mér barst í hendur fyrst nú, með þessari fyrirsögn: „Amgen teams up with Adaptive to both treat and prevent COVID-19“. Er því þarna lýst, hvernig Amgen og nýr samherji, Adaptive Biotechnologies, hafi stofnað til náins samstarfs til að ráðast gegn faraldrinum, bæði með lyfjum og bóluefni. Er frá því skýrt, að aðilar muni ljúka samningum um fjárhagslega hlið og skilmála samstarfsins á næstu vikum („...both said they would „finalize financial details and terms in the coming weeks“...“). Undarlegt nokk, eru greinilega peningar í spilinu. Nokkru síðar í fréttinni segir þetta: „Then, in steps, Amgen will use its antibody engineering and drug development tech to select, develop and manufacture antibodies designed to bind to and neutralize SARS-CoV-2“. Framhaldið kynni að vera mönnum nokkuð áhugavert í ljósi þess, sem Kári skrifaði í Morgunblaðið 20. júni og hefur haldið fram oft og víða: „Meanwhile, deCODE Genetics, an Amgen subsidiary, will provide genetic insights from patients who were previously infected with COVID-19“. Lausleg þýðing: „Í millitíðinni mun deCODE, dótturfyrirtæki Amgen, leggja fram upplýsingar um þróun gena í sjúklingum, sem höfðu smitast/veikst af COVID-19“. Menn geta farið inn á vefsíðu FierceBiotech, ef þeir vilja skoða þetta nánar, en tilfinning undrritaðs er sú, að IE sé veigamikill aðili að þessu verkefni, en aðgangur IE hefur verið mikill og víðtækur, líka í endurteknu formi, þar sem samanburður fæst og greina má þróun veirunnar, en, þegar upp er staðið, snýst þessi starfsemi auðvitað mest eða öll um tekjur og gróða, sennilega sem mestan gróða. Í sjálfu sér er ekkert við því að segja - það er eðlilegt, að móðurfyrirtæki og dótturfyrirtæki vinni náið saman að því að ná sameiginlegum rekstrar- og hagnaðar markmiðum, enda geta fyrirtæki ekki lifað og dafnað, nema að nauðsynlegar tekjur komi til - en það, sem er óskemmtilegt og fyrir undirrituðum illa til fundið, er sá feluleikur og þær rangfærslur, sem Kári virðist hafa beitt við upplýsingagjöf og framsetningu þessa máls. Fóru hagsmunir ÍE og ferðaþjónustunnar ekki saman? Hér má og verður að hafa í huga, að Kári var einn helzti hvatamaður stóraukinna skimana við landamæri, tvöfaldri skimun, með og frá 19. ágúst, sem aftur var endanlegt rothögg á ferðaþjónustuna og margt, sem henni tengist. Það virðist vera, að hagsmunir IE og Amgen hafi verið, og séu, sem mestar og víðtækastar skimanir, á sama tíma og hagsmunir ferðaþjónustu og allrar þeirrar starfsemi, víða um landið, sem henni tengist, hafi verið og séu gagnstæðir. Þegar tjaldið lyftist, blasir leiksviðið við. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar