Umfjöllun og viðtöl: HK - ÍA 3-2 | Fjórði heimasigur HK í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. september 2020 22:00 Valgeir Valgeirsson lagði upp annað mark HK. vísir/hag HK sigraði ÍA með þremur mörkum gegn tveimur þegar liðin áttust við í Kórnum í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Ásgeir Marteinsson, Ólafur Örn Eyjólfsson og Jón Arnar Barðdal skoruðu mörk HK sem komst upp í 7. sætið með sigrinum sem var sá fjórði í röð hjá liðinu á heimavelli í deildinni. Marcus Johannsson og Stefán Teitur Þórðarson skoruðu mörk ÍA sem hefur ekki unnið í fjórum leikjum í röð í deild og bikar. ÍA var meira með boltann til að byrja með en HK ógnaði meira. Á 22. mínútu náðu heimamenn forystunni. Eftir innkast sendi Jón Arnar Barðdal boltann á Ásgeir sem skoraði með föstu skoti í fjærhornið. Á 27. mínútu komst HK í 2-0 með glæsilegu marki. Atli Arnarson skipti þá boltanum yfir á hægri kantinn á Valgeir Valgeirsson sem lék tvisvar á Brynjar Snæ Pálsson og sendi fyrir á Ólaf sem skoraði. Adam var þó mjög stuttu í paradís. Á 30. mínútu minnkaði Marcus muninn með skalla eftir frábæra hornspyrnu Brynjars Snæs. Skagamenn voru þarna búnir að finna veikan blett á HK og dældu boltanum inn á vítateiginn við hvert tækifæri. Það skilaði öðru marki á 34. mínútu þegar Stefán Teitur skoraði af stuttu færi eftir aukaspyrnu Tryggva Hrafns Haraldssonar og skalla Hlyns Sævars Jónssonar fyrir markið. Skömmu eftir jöfnunarmarkið var Marcus nálægt því að skora eftir langt innkast Stefáns Teits en Arnar Freyr Ólafsson varði. Birnir Snær Ingason kom inn á sem varamaður í liði HK á 50. mínútu og skömmu síðar komst hann í gott færi en skaut beint á Árna Snæ Ólafsson í marki ÍA. Á 59. mínútu kom Jón Arnar HK aftur yfir. Hann slapp í gegn eftir stungusendingu Ásgeirs og skoraði með vinstri fótar skoti sem Árni réði ekki við. Það reyndist vera sigurmarkið. Þegar níu mínútur voru eftir var Guðmundur Þór Júlíusson hársbreidd frá því að koma HK í 4-2 þegar hann skallaði í slá. HK varðist vel í seinni hálfleik, gekk betur að eiga við föstu leikatriði ÍA og landaði dýrmætum sigri, 3-2. Af hverju vann HK? Þrátt fyrir að hafa spilað 120 mínútur gegn Val á fimmtudaginn var enga þreytu að sjá í liði HK sem spilaði einn sinn besta leik í sumar, létu boltann ganga vel og voru ógnandi. Mörkin voru öll lagleg, sérstaklega annað markið. Skagamenn voru stórhættulegir í föstum leikatriðum í fyrri hálfleik og skoruðu bæði sín mörk þannig. HK varðist þeim betur í seinni hálfleik og ÍA skapaði sér varla færi í opnum leik. Hverjir stóðu upp úr? Jón Arnar átti sinn besta leik frá því í sigrinum á KR í 2. umferðinni, skoraði eitt mark og lagði upp annað. Ásgeir hefur verið nokkuð rólegur í sumar en átti sinn besta leik í kvöld og skilaði, líkt og Jón Arnar, marki og stoðsendingu. Ólafur heldur áfram að leika vel og skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í kvöld. Þá var Ásgeir Börkur Ásgeirsson frábær á miðjunni með dyggri aðstoð Atla Arnarsonar. Þá var Valgeir alltaf hættulegur og gerði frábærlega í öðru marki HK. Brynjar Snær hefur leikið vel í sumar og var besti leikmaður ÍA í leiknum þótt Valgeir hafi farið mjög illa með hann í öðru marki HK. Marcus var mjög ógnandi í fyrri hálfleik en áhrif hans dvínuðu eftir að hann fór í vörnina í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? HK-ingum gekk bölvanlega að verjast fyrirgjöfum Skagamanna í fyrri hálfleik en gekk mun betur með það í þeim seinni. Skagamenn hafa skorað fullt af mörkum í sumar en þeir voru aldrei líklegir til að skora í opnum leik í kvöld og virkuðu frekar hugmyndasnauðir. Tryggvi Hrafn Haraldsson náði sér ekki á strik og munar um minna. Hvað gerist næst? Framundan hjá ÍA eru tveir heimaleikir, gegn toppliði Vals á fimmtudaginn og nýliðum Gróttu á sunnudaginn. Næsti leikur HK er gegn Víkingi á útivelli eftir viku. Viktor Bjarki: Hefðum getað skorað fleiri mörk Viktor Bjarki og Brynjar Björn hafa stýrt HK undanfarin þrjú ár.vísir/bára Viktor Bjarki Arnarsson stýrði HK gegn ÍA í fjarveru Brynjars Björns Gunnarssonar sem tók út leikbann. Hann var kátur, en rámur, eftir leikinn. „Ég er mjög sáttur að hafa tekið þrjú stig. Ég er virkilega ánægður með þetta. Mér fannst óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn í fyrri hálfleik. Mér fannst við mun hættulegri og fannst við geta skorað fleiri mörk,“ sagði Viktor í leikslok. HK átti í miklum vandræðum með að verjast föstum leikatriðum ÍA í fyrri hálfleik og komu mörk Skagamanna bæði úr slíkum stöðum. En HK-ingar vörðust betur í seinni hálfleik og kláruðu leikinn. „Við fórum aðeins yfir það í hálfleik, hvað við ætluðum að gera og strákarnir gerðu það vel. Þeir voru ekkert hættulegir í þessum föstu leikatriðum í seinni hálfleik,“ sagði Viktor. Öll mörk HK voru í laglegri kantinum og komu eftir gott spil og góða takta. „Það var frábært. Við höfum lagt upp með að halda boltanum betur. Mér fannst það ganga vel og við geta skorað fleiri mörk en þessi þrjú.“ HK hefur nú unnið fjóra deildarleiki í röð á heimavelli. Kópavogsbúar eru hvergi nærri hættir og stefna ofar. „Það er þessi þreytta gamla klisja, við tökum einn leik í einu,“ sagði Viktor. „Við viljum auðvitað komast hærra í töflunni en það er bara einn leikur í einu í fótbolta.“ Viktor fagnar því að fá Brynjar aftur á hliðarlínuna í næsta leik HK sem er gegn Víkingi eftir viku. „Það er alltaf þörf fyrir hann. Ég er búinn að missa röddina þannig að það hefði verið fínt að hafa hann til að öskra líka,“ sagði Viktor að lokum. Jóhannes Karl: Fáum á okkur alltof mörg mörk Jóhannes Karl hefur áhyggjur af varnarleik ÍA.vísir/bára „Það er mjög erfitt að tala um að eiga eitthvað skilið úr leik þar sem þú færð á þig þrjú mörk,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir tapið fyrir HK í Kórnum í kvöld. „Við lentum 2-0 undir á móti HK sem eru gríðarlega þéttir og leggja sig fram við að verja markið sitt en sýndum karakter með því að jafna. Ég var ánægður með það. Við fórum þokkalega sáttir inn í hálfleikinn miðað við hvernig leikurinn þróaðist framan af.“ Snemma í seinni hálfleik þurfti ÍA að gera skiptingu vegna meiðsla Óttars Bjarna Guðmundssonar. Jón Gísli Eyland Gíslason kom inn á miðjuna og Marcus Johannsson fór í vörnina en hann hafði verið mjög hættulegur í fyrri hálfleik. „Það var mjög svekkjandi að missa Óttar út af. Hann tognaði eitthvað aftan í kálfa og við þurftum að gera breytingar. Mjög fljótlega fengum við mark í andlitið. Við eigum samt að þekkja okkar hlutverk betur og það á ekki að vera svona auðvelt að komast inn fyrir vörnina okkar,“ sagði Jóhannes Karl. „Við hleyptum HK-ingum í ákjósanlegt færi og þeir gerðu vel. En varnarfærslan hefði átt að vera betri og við átt að loka miklu betur á þetta.“ Ekkert lið hefur fengið á sig fleiri mörk en ÍA í Pepsi Max-deildinni í sumar og eðlilega hefur Jóhannes Karl áhyggjur af varnarleik Skagamanna. „Já, auðvitað. Við erum að reyna snúa því sem við gerðum í fyrra við og viljum vera í stöðu til að stjórna fleiri leikjum. Við vorum alltaf aftarlega og viljum færa okkur framar. Við viljum geta haldið boltanum betur og ógnað meira. Og við höfum gert það en það er ekkert leyndarmál að við fáum á okkur alltof mörg mörk,“ sagði Jóhannes Karl. „Það er eitthvað sem við þurfum að halda áfram að vinna í. Við verðum að verjast betur sem lið og varnarfærslurnar verða að vera í lagi.“ Pepsi Max-deild karla HK ÍA
HK sigraði ÍA með þremur mörkum gegn tveimur þegar liðin áttust við í Kórnum í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Ásgeir Marteinsson, Ólafur Örn Eyjólfsson og Jón Arnar Barðdal skoruðu mörk HK sem komst upp í 7. sætið með sigrinum sem var sá fjórði í röð hjá liðinu á heimavelli í deildinni. Marcus Johannsson og Stefán Teitur Þórðarson skoruðu mörk ÍA sem hefur ekki unnið í fjórum leikjum í röð í deild og bikar. ÍA var meira með boltann til að byrja með en HK ógnaði meira. Á 22. mínútu náðu heimamenn forystunni. Eftir innkast sendi Jón Arnar Barðdal boltann á Ásgeir sem skoraði með föstu skoti í fjærhornið. Á 27. mínútu komst HK í 2-0 með glæsilegu marki. Atli Arnarson skipti þá boltanum yfir á hægri kantinn á Valgeir Valgeirsson sem lék tvisvar á Brynjar Snæ Pálsson og sendi fyrir á Ólaf sem skoraði. Adam var þó mjög stuttu í paradís. Á 30. mínútu minnkaði Marcus muninn með skalla eftir frábæra hornspyrnu Brynjars Snæs. Skagamenn voru þarna búnir að finna veikan blett á HK og dældu boltanum inn á vítateiginn við hvert tækifæri. Það skilaði öðru marki á 34. mínútu þegar Stefán Teitur skoraði af stuttu færi eftir aukaspyrnu Tryggva Hrafns Haraldssonar og skalla Hlyns Sævars Jónssonar fyrir markið. Skömmu eftir jöfnunarmarkið var Marcus nálægt því að skora eftir langt innkast Stefáns Teits en Arnar Freyr Ólafsson varði. Birnir Snær Ingason kom inn á sem varamaður í liði HK á 50. mínútu og skömmu síðar komst hann í gott færi en skaut beint á Árna Snæ Ólafsson í marki ÍA. Á 59. mínútu kom Jón Arnar HK aftur yfir. Hann slapp í gegn eftir stungusendingu Ásgeirs og skoraði með vinstri fótar skoti sem Árni réði ekki við. Það reyndist vera sigurmarkið. Þegar níu mínútur voru eftir var Guðmundur Þór Júlíusson hársbreidd frá því að koma HK í 4-2 þegar hann skallaði í slá. HK varðist vel í seinni hálfleik, gekk betur að eiga við föstu leikatriði ÍA og landaði dýrmætum sigri, 3-2. Af hverju vann HK? Þrátt fyrir að hafa spilað 120 mínútur gegn Val á fimmtudaginn var enga þreytu að sjá í liði HK sem spilaði einn sinn besta leik í sumar, létu boltann ganga vel og voru ógnandi. Mörkin voru öll lagleg, sérstaklega annað markið. Skagamenn voru stórhættulegir í föstum leikatriðum í fyrri hálfleik og skoruðu bæði sín mörk þannig. HK varðist þeim betur í seinni hálfleik og ÍA skapaði sér varla færi í opnum leik. Hverjir stóðu upp úr? Jón Arnar átti sinn besta leik frá því í sigrinum á KR í 2. umferðinni, skoraði eitt mark og lagði upp annað. Ásgeir hefur verið nokkuð rólegur í sumar en átti sinn besta leik í kvöld og skilaði, líkt og Jón Arnar, marki og stoðsendingu. Ólafur heldur áfram að leika vel og skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í kvöld. Þá var Ásgeir Börkur Ásgeirsson frábær á miðjunni með dyggri aðstoð Atla Arnarsonar. Þá var Valgeir alltaf hættulegur og gerði frábærlega í öðru marki HK. Brynjar Snær hefur leikið vel í sumar og var besti leikmaður ÍA í leiknum þótt Valgeir hafi farið mjög illa með hann í öðru marki HK. Marcus var mjög ógnandi í fyrri hálfleik en áhrif hans dvínuðu eftir að hann fór í vörnina í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? HK-ingum gekk bölvanlega að verjast fyrirgjöfum Skagamanna í fyrri hálfleik en gekk mun betur með það í þeim seinni. Skagamenn hafa skorað fullt af mörkum í sumar en þeir voru aldrei líklegir til að skora í opnum leik í kvöld og virkuðu frekar hugmyndasnauðir. Tryggvi Hrafn Haraldsson náði sér ekki á strik og munar um minna. Hvað gerist næst? Framundan hjá ÍA eru tveir heimaleikir, gegn toppliði Vals á fimmtudaginn og nýliðum Gróttu á sunnudaginn. Næsti leikur HK er gegn Víkingi á útivelli eftir viku. Viktor Bjarki: Hefðum getað skorað fleiri mörk Viktor Bjarki og Brynjar Björn hafa stýrt HK undanfarin þrjú ár.vísir/bára Viktor Bjarki Arnarsson stýrði HK gegn ÍA í fjarveru Brynjars Björns Gunnarssonar sem tók út leikbann. Hann var kátur, en rámur, eftir leikinn. „Ég er mjög sáttur að hafa tekið þrjú stig. Ég er virkilega ánægður með þetta. Mér fannst óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn í fyrri hálfleik. Mér fannst við mun hættulegri og fannst við geta skorað fleiri mörk,“ sagði Viktor í leikslok. HK átti í miklum vandræðum með að verjast föstum leikatriðum ÍA í fyrri hálfleik og komu mörk Skagamanna bæði úr slíkum stöðum. En HK-ingar vörðust betur í seinni hálfleik og kláruðu leikinn. „Við fórum aðeins yfir það í hálfleik, hvað við ætluðum að gera og strákarnir gerðu það vel. Þeir voru ekkert hættulegir í þessum föstu leikatriðum í seinni hálfleik,“ sagði Viktor. Öll mörk HK voru í laglegri kantinum og komu eftir gott spil og góða takta. „Það var frábært. Við höfum lagt upp með að halda boltanum betur. Mér fannst það ganga vel og við geta skorað fleiri mörk en þessi þrjú.“ HK hefur nú unnið fjóra deildarleiki í röð á heimavelli. Kópavogsbúar eru hvergi nærri hættir og stefna ofar. „Það er þessi þreytta gamla klisja, við tökum einn leik í einu,“ sagði Viktor. „Við viljum auðvitað komast hærra í töflunni en það er bara einn leikur í einu í fótbolta.“ Viktor fagnar því að fá Brynjar aftur á hliðarlínuna í næsta leik HK sem er gegn Víkingi eftir viku. „Það er alltaf þörf fyrir hann. Ég er búinn að missa röddina þannig að það hefði verið fínt að hafa hann til að öskra líka,“ sagði Viktor að lokum. Jóhannes Karl: Fáum á okkur alltof mörg mörk Jóhannes Karl hefur áhyggjur af varnarleik ÍA.vísir/bára „Það er mjög erfitt að tala um að eiga eitthvað skilið úr leik þar sem þú færð á þig þrjú mörk,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir tapið fyrir HK í Kórnum í kvöld. „Við lentum 2-0 undir á móti HK sem eru gríðarlega þéttir og leggja sig fram við að verja markið sitt en sýndum karakter með því að jafna. Ég var ánægður með það. Við fórum þokkalega sáttir inn í hálfleikinn miðað við hvernig leikurinn þróaðist framan af.“ Snemma í seinni hálfleik þurfti ÍA að gera skiptingu vegna meiðsla Óttars Bjarna Guðmundssonar. Jón Gísli Eyland Gíslason kom inn á miðjuna og Marcus Johannsson fór í vörnina en hann hafði verið mjög hættulegur í fyrri hálfleik. „Það var mjög svekkjandi að missa Óttar út af. Hann tognaði eitthvað aftan í kálfa og við þurftum að gera breytingar. Mjög fljótlega fengum við mark í andlitið. Við eigum samt að þekkja okkar hlutverk betur og það á ekki að vera svona auðvelt að komast inn fyrir vörnina okkar,“ sagði Jóhannes Karl. „Við hleyptum HK-ingum í ákjósanlegt færi og þeir gerðu vel. En varnarfærslan hefði átt að vera betri og við átt að loka miklu betur á þetta.“ Ekkert lið hefur fengið á sig fleiri mörk en ÍA í Pepsi Max-deildinni í sumar og eðlilega hefur Jóhannes Karl áhyggjur af varnarleik Skagamanna. „Já, auðvitað. Við erum að reyna snúa því sem við gerðum í fyrra við og viljum vera í stöðu til að stjórna fleiri leikjum. Við vorum alltaf aftarlega og viljum færa okkur framar. Við viljum geta haldið boltanum betur og ógnað meira. Og við höfum gert það en það er ekkert leyndarmál að við fáum á okkur alltof mörg mörk,“ sagði Jóhannes Karl. „Það er eitthvað sem við þurfum að halda áfram að vinna í. Við verðum að verjast betur sem lið og varnarfærslurnar verða að vera í lagi.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti