Eiður Smári: Þykir nánast jafn vænt um hann og börnin mín Smári Jökull Jónsson skrifar 13. september 2020 19:05 Eiður Smári Guðjohnsen vísir/skjáskot „Þeir eru allir mikilvægir en þegar líður á mótið og þegar við erum að keppa við lið sem við erum í baráttu við um efstu sætin þá er þetta gríðarlega mikilvægt,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir sigurinn á Breiðablik í Pepsi Max-deildinni í dag. „Breiðablik er með frábærlega spilandi lið og við þurftum bara að spila okkar leik. Við vissum að við gætum lent undir pressu en við vissum líka að þeir myndu gefa okkur svæði til að vinna með og við vorum tilbúnir í það.“ Breiðablik, sem hefur skorað flest mörk í deildinni, komst aldrei almennilega í takt við leikinn sóknarlega og FH-liðið hafði greinilega skipulagt það vel hvernig þeir ætluðu að verjast í dag. „Við lögðum þetta upp eins og þetta spilaðist. Eitt er að undirbúa sig fyrir hvernig mótherjinn spilar, annað að reyna að halda í það sem við erum að gera. Við megum ekki gleyma að við erum á heimavelli og erum eitt af stærstu liðum á Íslandi.“ „Við ætlum að spila okkar leik. Það er margt krefjandi við það að undirbúa liðið fyrir leik gegn Breiðabliki því þeir spila á sérstakan hátt og það er virðingarvert. Þeir gáfu okkur frábæran leik og upplifunin á bekknum var að þetta hefði verið frábær fótboltaleikur.“ Steven Lennon skoraði tvö mörk í leiknum í dag og sýndi enn einu sinni af hverju margir telja hann besta leikmann deildarinnar. Hvað finnst Eiði Smára um það? „Þarft ekki að spyrja mig, ég er þjálfarinn hans. Mér þykir nánast jafn vænt um hann og börnin mín. Það á við um alla leikmenn liðsins. Auðvitað er Lennon sá sem skorar og fær hrósið og fyrirsagnirnar en fyrirsögnin í heild sinni ætti að vera FH-liðið eins og það leggur sig.“ Með sigrinum jafnaði FH-liðið Breiðablik að stigum í deildinni og eiga þar að auki leik til góða. Þeir eru enn með í toppbaráttunni og létu liðin fyrir ofan sig vita vel af sér með þessum sigri. „Það er bara leikur á fimmtudag. Við kláruðum þetta sem er gott. Við erum búnir að leggja bikarkeppnina til hliðar og á morgun er bara endurheimt. Svo förum við bara að undirbúa okkur fyrir næsta leik.“ „Það eru margir krefjandi leikir í þessari deild og ég hef alltaf sagt það hvort sem ég var leikmaður er þjálfari að við endum þar sem við eigum skilið. Við vitum alveg hvert við ætlum okkur og vonandi náum við okkar markmiðum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen að lokum. Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Breiðablik 3-1 | FH-ingar nálgast toppsætið Steven Lennon skoraði tvö mörk þegar FH vann 3-1 sigur á Breiðablik í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 13. september 2020 18:20 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Sjá meira
„Þeir eru allir mikilvægir en þegar líður á mótið og þegar við erum að keppa við lið sem við erum í baráttu við um efstu sætin þá er þetta gríðarlega mikilvægt,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir sigurinn á Breiðablik í Pepsi Max-deildinni í dag. „Breiðablik er með frábærlega spilandi lið og við þurftum bara að spila okkar leik. Við vissum að við gætum lent undir pressu en við vissum líka að þeir myndu gefa okkur svæði til að vinna með og við vorum tilbúnir í það.“ Breiðablik, sem hefur skorað flest mörk í deildinni, komst aldrei almennilega í takt við leikinn sóknarlega og FH-liðið hafði greinilega skipulagt það vel hvernig þeir ætluðu að verjast í dag. „Við lögðum þetta upp eins og þetta spilaðist. Eitt er að undirbúa sig fyrir hvernig mótherjinn spilar, annað að reyna að halda í það sem við erum að gera. Við megum ekki gleyma að við erum á heimavelli og erum eitt af stærstu liðum á Íslandi.“ „Við ætlum að spila okkar leik. Það er margt krefjandi við það að undirbúa liðið fyrir leik gegn Breiðabliki því þeir spila á sérstakan hátt og það er virðingarvert. Þeir gáfu okkur frábæran leik og upplifunin á bekknum var að þetta hefði verið frábær fótboltaleikur.“ Steven Lennon skoraði tvö mörk í leiknum í dag og sýndi enn einu sinni af hverju margir telja hann besta leikmann deildarinnar. Hvað finnst Eiði Smára um það? „Þarft ekki að spyrja mig, ég er þjálfarinn hans. Mér þykir nánast jafn vænt um hann og börnin mín. Það á við um alla leikmenn liðsins. Auðvitað er Lennon sá sem skorar og fær hrósið og fyrirsagnirnar en fyrirsögnin í heild sinni ætti að vera FH-liðið eins og það leggur sig.“ Með sigrinum jafnaði FH-liðið Breiðablik að stigum í deildinni og eiga þar að auki leik til góða. Þeir eru enn með í toppbaráttunni og létu liðin fyrir ofan sig vita vel af sér með þessum sigri. „Það er bara leikur á fimmtudag. Við kláruðum þetta sem er gott. Við erum búnir að leggja bikarkeppnina til hliðar og á morgun er bara endurheimt. Svo förum við bara að undirbúa okkur fyrir næsta leik.“ „Það eru margir krefjandi leikir í þessari deild og ég hef alltaf sagt það hvort sem ég var leikmaður er þjálfari að við endum þar sem við eigum skilið. Við vitum alveg hvert við ætlum okkur og vonandi náum við okkar markmiðum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen að lokum.
Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Breiðablik 3-1 | FH-ingar nálgast toppsætið Steven Lennon skoraði tvö mörk þegar FH vann 3-1 sigur á Breiðablik í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 13. september 2020 18:20 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Sjá meira
Leik lokið: FH - Breiðablik 3-1 | FH-ingar nálgast toppsætið Steven Lennon skoraði tvö mörk þegar FH vann 3-1 sigur á Breiðablik í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 13. september 2020 18:20