Kínverjar sagðir leita að hneykslum um heiminn allan Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2020 10:22 Zhenhua er talið nota gervigreind til að grafa eftir persónuupplýsingum á netinu. Vísir/Getty Kínverskt fyrirtæki, sem tengist her og leyniþjónustu landsins, hefur safnað persónuupplýsingum um 2,4 milljónir manna og safnað þeim í gagnagrunn. Meðal annars ná gögnin um ráðmenn, viðskiptaleiðtoga, vísindamenn, blaðamenn og ýmsa aðra. Gagnagrunnur Zhenhua Data byggir að mestu á opnum gögnum og inniheldur meðal annars upplýsingar um fæðingardaga, heimilisföng, hjúskap, stjórnmálatengsl, ættingja og sakaskrár. ABC News í Ástralíu segir þó að gagnagrunnurinn innihaldi einhverjar upplýsingar sem eigi að vera leynilegar. Þar sé um að ræða upplýsingar úr bönkum, upplýsingar um starfsumsóknir og jafnvel gögn frá sálfræðingum. Gögnum úr gagnabankanum hefur verið lekið til fjölmiðla og í frétt Guardian segir að hann hafi innihaldið upplýsingar um Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu og konungsfjölskyldu Bretlands. Forsvarsmenn Zhenhua þvertaka þó fyrir að hafa að safna gögnum um fólk. í yfirlýsingu til Guardian sagði talsmaður fyrirtækisins að ekkert væri til í þessum fregnum og fyrirtækið myndi tjá sig í dag. Í frétt Yahoo News segir að vefsíða Zhenhua hafi verið tekin úr loftinu eftir að fjölmiðlar byrjuðu að senda fyrirtækinu fyrirspurnir. Þar var ein síða þar sem stóð að hægt væri að nota samfélagsmiðla sem áróðursvopn til að grafa undan öðrum ríkjum. ABC News segir einnig að Wang Xuefeng, forstjóri Zhenhua, hafi á kínverskum samfélagsmiðlum talað um nauðsyn þess að Kínverjar beiti svokölluðum „blönduðum hernaði“ sem snýr að áróðursstríðum. Til marks um það standi við minnst 656 Ástrala í gagnagrunninum að þeir séu annaðhvort „sérstaklega áhugaverðir“ eða „pólitískt berskjaldaðir“. Ekki liggur fyrir hvað það þýðir. Sérfræðingar segja líklegt að gervigreind hafi verið notuð til að safna upplýsingunum saman og flokka þau. Í frétt ABC segir að markmiðið sé að finna hneyksli sem hægt sé að nota seinna meir. Einn sérfræðingur sem fréttastofan ræddi við sagði Zhenhua tala um að vera með 20 miðstöðvar um heiminn þar sem upplýsingum er safnað. Ein slík væri í Ástralíu og það þýddi að einhversstaðar í landinu væri fyrirtæki í ríkiseigu sem væri að grafa eftir persónuupplýsingum og áframsenda þær til leyniþjónustustofnana. Prófessorinn Chris Balding fékk gögnin fyrstur manna en hann hafði unnið í Peking háskólanum áður en hann þurfti að yfirgefa Kína vegna ógnana. Hann segir gagnagrunninn til marks um viðleitni Kommúnistaflokks Kína til að fylgjast með og hafa áhrif á eigin borgara og fólk um allan heim. Kína Ástralía Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Kínverskt fyrirtæki, sem tengist her og leyniþjónustu landsins, hefur safnað persónuupplýsingum um 2,4 milljónir manna og safnað þeim í gagnagrunn. Meðal annars ná gögnin um ráðmenn, viðskiptaleiðtoga, vísindamenn, blaðamenn og ýmsa aðra. Gagnagrunnur Zhenhua Data byggir að mestu á opnum gögnum og inniheldur meðal annars upplýsingar um fæðingardaga, heimilisföng, hjúskap, stjórnmálatengsl, ættingja og sakaskrár. ABC News í Ástralíu segir þó að gagnagrunnurinn innihaldi einhverjar upplýsingar sem eigi að vera leynilegar. Þar sé um að ræða upplýsingar úr bönkum, upplýsingar um starfsumsóknir og jafnvel gögn frá sálfræðingum. Gögnum úr gagnabankanum hefur verið lekið til fjölmiðla og í frétt Guardian segir að hann hafi innihaldið upplýsingar um Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu og konungsfjölskyldu Bretlands. Forsvarsmenn Zhenhua þvertaka þó fyrir að hafa að safna gögnum um fólk. í yfirlýsingu til Guardian sagði talsmaður fyrirtækisins að ekkert væri til í þessum fregnum og fyrirtækið myndi tjá sig í dag. Í frétt Yahoo News segir að vefsíða Zhenhua hafi verið tekin úr loftinu eftir að fjölmiðlar byrjuðu að senda fyrirtækinu fyrirspurnir. Þar var ein síða þar sem stóð að hægt væri að nota samfélagsmiðla sem áróðursvopn til að grafa undan öðrum ríkjum. ABC News segir einnig að Wang Xuefeng, forstjóri Zhenhua, hafi á kínverskum samfélagsmiðlum talað um nauðsyn þess að Kínverjar beiti svokölluðum „blönduðum hernaði“ sem snýr að áróðursstríðum. Til marks um það standi við minnst 656 Ástrala í gagnagrunninum að þeir séu annaðhvort „sérstaklega áhugaverðir“ eða „pólitískt berskjaldaðir“. Ekki liggur fyrir hvað það þýðir. Sérfræðingar segja líklegt að gervigreind hafi verið notuð til að safna upplýsingunum saman og flokka þau. Í frétt ABC segir að markmiðið sé að finna hneyksli sem hægt sé að nota seinna meir. Einn sérfræðingur sem fréttastofan ræddi við sagði Zhenhua tala um að vera með 20 miðstöðvar um heiminn þar sem upplýsingum er safnað. Ein slík væri í Ástralíu og það þýddi að einhversstaðar í landinu væri fyrirtæki í ríkiseigu sem væri að grafa eftir persónuupplýsingum og áframsenda þær til leyniþjónustustofnana. Prófessorinn Chris Balding fékk gögnin fyrstur manna en hann hafði unnið í Peking háskólanum áður en hann þurfti að yfirgefa Kína vegna ógnana. Hann segir gagnagrunninn til marks um viðleitni Kommúnistaflokks Kína til að fylgjast með og hafa áhrif á eigin borgara og fólk um allan heim.
Kína Ástralía Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira