Umfjöllun og viðtal: Grótta - Fjölnir 2-2 | Jafntefli í leik sem bæði lið þurftu að vinna Atli Arason skrifar 14. september 2020 21:05 Jafntefli kvöldsins gerir lítið fyrir Gróttu. Vísir/HAG Fjölnir og Grótta skildu jöfn í skrítnum fótboltaleik á Vivaldi vellinum fyrr í kvöld. Leikurinn var ýmsist hraður og hægur til skiptist en 75% markanna komu á 20 mínútna kafla í seinni hálfleik. Leikurinn fór af stað með miklum krafti og augljóst var að bæði lið ætluðu ekki að gefa neitt eftir í þessum fallbaráttuslag. Fjölnir var með yfirhöndina í fyrri hálfleik og það skilaði árangri á 21. mínútu þegar Orri Þórhallsson skorar mark eftir að Peter Zachan sparkaði boltanum í Sigurvin Reynisson, fyrirliða Gróttu og fór boltinn af Sigurvini og datt fyrir fætur Orra Þórhallssonar sem klárar færið sitt vel framhjá Hákoni, markverði Gróttu. Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, virðist hafa látið vel í sér heyra í hálfleikshléinu þar sem að Grótta kom mun öflugra út í síðari hálfleikinn. Styrkleikur Gróttu í sumar hefur legið í föstum leikatriðum og á 64. mínútu sýndu þeir Fjölnismönnum afhverju þegar Pétur Theódór skallar inn fyrirgjöf Óskars Jónssonar. Grótta var enn þá að fagna marki sínu þegar Fjölnir geysist fram í sókn og Jón Gísli Ström, framherji Fjölnis, var tekin niður innan vítateig Gróttu. Jóhann Árni stígur á punktinn og skorar örugglega í mark Gróttu og kemur Fjölnir aftur yfir. Gústi Gylfa gerir tvöfalda skiptingu á 76. mínútu þegar Ólafur Karel og Tobias Sørensen koma inn á í sínum fyrsta keppnisleik fyrir Gróttu. Tíu mínútum síðar er sá síðarnefndi búinn að skora sitt fyrsta mark fyrir Seltirninga þegar hann stangar inn fyrirgjöf Kristófers Orra úr hornspyrnu. Tveimur mínútum fyrir leikslok skorar Sigurvin það sem virðist vera sigurmark Gróttu en Sigurður Hjörtur, dómari leiksins, dæmir markið ógilt. Í lokasókn Fjölnis þegar fjórar mínútur eru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fær Fjölnir hornspyrnu og Atli Gunnar Guðmundsson, markvörður Fjölnis, fær leyfi til að vera með í sókninni. Þegar fyrirgjöfin kemur þá fellur Atli Gunnar innan vítateigs Gróttu en ekkert er dæmt við mikinn ófögnuð Fjölnismanna sem voru æfareiðir út í Sigurð sem flautaði leikinn af stuttu seinna. Bæði lið fara því verulega óánægð heim úr þessum leik en þurfa að sætta sig við stigið. Af hverju jafntefli? Bæði lið kærulaus. Grótta leyfði Fjölnismönnum of mikið pláss á meðan að Fjölnir gáfu Gróttu allt of mikið af föstum leikatriðum. Hvað gekk illa? Fyrsti klukkutíminn af leiknum þar sem bæði lið héldu boltanum illa og voru í stanslausri baráttu um boltann á miðjunni á meðan að minna var spilað af fótbolta. Hvað gerist næst? Falldraugurinn er kominn alveg á hælana á báðum liðum en Grótta er 7 stigum frá öruggu sæti þegar 24 stig eru eftir í pottinum. Fjölnir er á botninum með 5 stig. Grótta fer næst á Akranes að skila gegn Skagamönnum á meðan að Fjölnir fær KA í heimsókn á Extra völlinn. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.Vísir/Daníel Ásmundur Arnarsson: Augljós vítaspyrna Ásmundur Arnarsson var eins og Ágúst Gylfa mjög óánægður í leikslok. „Þetta var hörku leikur, mikið undir og mikil barátta sem sást á leiknum. Það voru mikið af spjöldum og sennilega var þetta erfiður leikur að dæma,“ sagði Ásmundur í viðtali eftir leik. Ásmundur sá ljósa og dökka bletti í þessum leik í kvöld. „Mér fannst við byrja sterkt, mér fannst við betri lengst framan af leiknum. Við föllum í það, eins og lið sem hefur ekki unnið leik lengi, þegar við komumst yfir það þá föllum við svolítið aftarlega og bjóðum þeim upp í dans sem við viljum alls ekki bjóða þeim upp í. Við gefum þeim alltof mikið af hornspyrnum, þar liggur þeirra styrkleiki. Þar kemur bara einhver pakki af risum inn á teiginn, það er barátta og hrindingar og þú veist aldrei hvort það er brot eða ekki brot þegar þú ert dómari að dæma leikinn,“ sagði Ásmundur sem var ekki alltof glaður með dómgæslu Sigurðar Hjartar í kvöld. „Síðan kemur lykilatriðið í lokin þar sem að klár vítaspyrna er tekin af okkur og dómarinn virðist ekki hafa þor til að taka þessa ákvörðun undir lok leiks. Augljós vítaspyrna,“ sagði Ásmundur hundfúll. Fjölnismenn eru komnir í afar snúna stöðu á botni deildarinnar en Ásmundur gerir sér fulla grein fyrir því. „Þetta er ótrúleg og ömurleg staða en við getum ekkert annað gert en að taka bara næsta leik og reyna að gera eins vel og við getum í honum og reyna að ná í eins mikið af stigum þar og við getum. Það eru tölfræðilega einhver stig í pottinum en það þýðir ekkert að reikna sig áfram í því. Við þurfum bara að byrja á því að ná í sigur,“ sagði Ásmundur að lokum. Ágúst Gylfason virðir stigið en hefði viljað öll þrjú.Vísir/Vilhelm Ágúst Gylfason: Maður virðir stigið Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu var svekktur í leikslok eins og nær allir sem tóku þátt í leiknum í kvöld. „Fyrstu viðbrögð eru svekkelsi með eitt stig. Ég er samt ánægður með bæði lið sem sýndu mikið hjarta í þessum leik og lögðu sig 100% fram. Bæði lið vildu forðast tap og bæði lið vildu vinna,“ sagði Ágúst Gylfa svekktur í leikslok. „Það var smá drama í lokin, við skorum úr föstu leikatriði þar sem mér fannst hallast svolítið að okkur varðandi peysutog og leikmenn haldandi utan um hvorn annan,“ sagði Ágúst og vildi meina að 3 stigin hefðu farið til Gróttu ef vafaatriði í dómgæslu hefðu fallið með þeim. Grótta kom gífurlega öflugt út í seinni hálfleikinn í kvöld og Ágúst var ánægður með að sínir menn hafi náð að komast til baka. „Ég er ánægður með seinni hálfleikinn hjá okkur þar sem að við sýndum mikinn karakter. Eitt stig tökum við með okkur sem hjálpar okkur kannski ekkert svo mikið en samt mikilvægt að ná jafntefli,“ sagði Ágúst sem virðir stigið gegn botnliði Fjölnis. „Maður virðir stigið. Þú getur ekki gert annað en auðvitað er maður rosalega svekktur í þessari baráttu að fá ekki þrjú stig og reyna að halda í við hin liðin en staðan er bara þessi hjá okkur. Frammistaðan var lala en í seinni hálfleiknum var hún flott þar sem mér fannst við stýra leiknum,“ bætti Ágúst við. Eftir að Grótta nær að jafna virðast þeir sleppa takinu sínu á leiknum og hleypa Fjölni of auðveldlega aftur inn í leikinn með því að gefa frá sér vítaspyrnu. Ágúst var spurður hvað gekk á hjá sínum mönnum á þessum tímapunkti. „Þetta er bara einbeitingarleysi. Menn eru ennþá að fagna og við vorum með leikinn á þessu tímabili. Okkur fannst eins og við ætluðum að fara að keyra yfir þá og gleymum aðeins varnarleiknum og ein lauflétt sending sem gerir það að verkum að þeir komast einir inn fyrir. Ég kenni einbeitingarleysi um þetta,“ sagði Ágúst aðspurður um seinna mark Fjölnis. Ásmundur Arnarsson, fyrrum lærifaðir Ágústs, var alls ekki sáttur í leikslok að fá ekki dæmda vítaspyrnu á 90 mínútu þegar Atli Gunnar fellur inn í vítateig Gróttu. Ágúst telur að Ásmundur þurfi að skoða þetta aðeins betur. „Það voru einhverjar 20 hornspyrnur í þessu og ég mæli með að menn kíki aðeins á það og rýni í það. Við erum búnir að fá nokkrar vítaspyrnur á okkur úr hornum á sama tíma og við höfum ekki fengið neitt sjálfir. Það eru 20 leikmenn circa sem eru inn í boxinu og menn eru að berjast um boltann og annað. Það getur verið mjög erfitt að sjá þessa hluti. Víti eða ekki víti, mér þykir erfitt að dæma um þetta en dómarinn þykist sjá þetta best og við treystum honum fyrir hlutunum,“ sagði Ágúst Gylfason að lokum. Pétur Theódór (t.h.) telur Gróttu enn eiga möguleika.Vísir/Eyjólfur Garðarsson Pétur Theódór Árnason: Það eru nóg af stigum í pottinum. Pétur Theódór, framherji Gróttu, var niðurlútur eftir jafntefli við Fjölni í kvöld. „Svekkelsi. Við þurftum að vinna þennan leik en náðum því ekki sem er frekar fúlt,“ sagði Pétur í viðtali eftir leik Pétur hefur ennþá trú á því að Grótta geti haldi sér uppi í deild þeirra bestu. „Það eru átta leikir eftir en það hefði verið gott að sækja þrjú stig hérna. Við höldum bara áfram, það eru nóg af stigum í pottinum. Það er bara næsti leikur,“ sagði Pétur. Aðspurður hvers vegna Grótta náði ekki að klára þennan mikilvæga leik gegn Fjölni sagði Pétur: „Við vorum ekki nógu aggresívir, sérstaklega í fyrri hálfleik, að ógna þeim ekki fyrir aftan vörnina. Við vorum alltof flatir. Í seinni hálfleik þá sofnum við á verðinum eftir að við jöfnuðum og fengum það í bakið.“ Það var stigsmunur á Gróttu í fyrri og seinni hálfleik og augljóst að Gústi þjálfari hafi sagt eitthvað til að kveikja í sínum mönnum. „Hann [Ágúst Gylfason] sagði okkur að vera aggresívir framm á við, að ógna fyrir aftan vörnina og sýna vilja til að skora. Það var allt annað að sjá okkur í seinni hálfleik,“ sagði Pétur Theódór að lokum. Atli Gunnar: Þeir skora með styrkleikanum sem við vorum búnir að tala um fyrir leik Atli Gunnar Guðmundsson, markvörður Fjölnis, var líkt og allir aðrir sem tóku þátt í botnslagnum mikilvæga í gærkvöldi mjög óánægður eftir að lokaflautið gall. „Gríðarlegt svekkelsi. Við erum ógeðslega pirraðir að tapa niður forystu í tvígang. Þeir skora með styrkleikanum sem við vorum búnir að tala um fyrir leik að þeir væru bara með þannig þetta gerist ekki mikið meira svekkjandi en þetta,“ sagði Atli Gunnar. Bæði mörk Gróttu komu eftir hornspyrnu þeirra bláklæddu, sem eins og Atli og allt Fjölnisliðið vissi að væri einn helsti styrkleiki Gróttu fyrir leik. Í seinna marki Seltirninga keyrir hálft lið Gróttu inn í markteig Atla og skorar eftir mikið harðfylgi. „Boltinn er lágur og ég reyni að kýla hann í burtu en ég er með marga menn fyrir framan mig en þeir eru bara á undan. Við vorum að reyna að klukka þá alla, þeir voru mjög þéttir og það var bara drullu erfitt. Þeir eru ógeðslega góðir í þessu,“ sagði Atli aðspurður um hornspyrnu taktík Gróttu. Undir lok leiks varð mjög umdeilt atvik þegar Fjölnir fær hornspyrnu og allir leikmenn Fjölnis herja inn á vítateig Gróttu og þ.m.t. markvörðurinn Atli Gunnar. Þegar boltanum er spyrnt úr horninu og fyrir mark Gróttu fellur Atli við í teignum og Fjölnismenn voru ekki sáttir að Sigurður Hjörtur, dómari leiksins, dæmdi ekki vítaspyrnu. Atli var ekki í nokkrum vafa að þetta hafi verið klár vítaspyrna. „Mér fannst það. Mér fannst hann toga í peysuna mína á meðan ég var að bakka og það er bara víti. Ég veit ekki hvað hann er að gera með hendina í peysunni minni,“ sagði Atli gáttaður á dómgæslunni. Fjölnismenn eru þó ekki búnir að gefast upp samkvæmt Atla þrátt fyrir að staðan sé þeim afar erfið. „Tölfræðilega eigum við möguleika. Við þurfum bara að svekkja okkur núna í kvöld og mæta svo í næsta leik. Það er bara sama gamla klisjan, það er ekki hægt að nálgast þetta neitt öðruvísi. Við erum með 5 stig á botninum og þurfum bara að fara að vinna leik,“ sagði Atli Gunnar Guðmundsson að lokum. Pepsi Max-deild karla Grótta Fjölnir Fótbolti Íslenski boltinn
Fjölnir og Grótta skildu jöfn í skrítnum fótboltaleik á Vivaldi vellinum fyrr í kvöld. Leikurinn var ýmsist hraður og hægur til skiptist en 75% markanna komu á 20 mínútna kafla í seinni hálfleik. Leikurinn fór af stað með miklum krafti og augljóst var að bæði lið ætluðu ekki að gefa neitt eftir í þessum fallbaráttuslag. Fjölnir var með yfirhöndina í fyrri hálfleik og það skilaði árangri á 21. mínútu þegar Orri Þórhallsson skorar mark eftir að Peter Zachan sparkaði boltanum í Sigurvin Reynisson, fyrirliða Gróttu og fór boltinn af Sigurvini og datt fyrir fætur Orra Þórhallssonar sem klárar færið sitt vel framhjá Hákoni, markverði Gróttu. Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, virðist hafa látið vel í sér heyra í hálfleikshléinu þar sem að Grótta kom mun öflugra út í síðari hálfleikinn. Styrkleikur Gróttu í sumar hefur legið í föstum leikatriðum og á 64. mínútu sýndu þeir Fjölnismönnum afhverju þegar Pétur Theódór skallar inn fyrirgjöf Óskars Jónssonar. Grótta var enn þá að fagna marki sínu þegar Fjölnir geysist fram í sókn og Jón Gísli Ström, framherji Fjölnis, var tekin niður innan vítateig Gróttu. Jóhann Árni stígur á punktinn og skorar örugglega í mark Gróttu og kemur Fjölnir aftur yfir. Gústi Gylfa gerir tvöfalda skiptingu á 76. mínútu þegar Ólafur Karel og Tobias Sørensen koma inn á í sínum fyrsta keppnisleik fyrir Gróttu. Tíu mínútum síðar er sá síðarnefndi búinn að skora sitt fyrsta mark fyrir Seltirninga þegar hann stangar inn fyrirgjöf Kristófers Orra úr hornspyrnu. Tveimur mínútum fyrir leikslok skorar Sigurvin það sem virðist vera sigurmark Gróttu en Sigurður Hjörtur, dómari leiksins, dæmir markið ógilt. Í lokasókn Fjölnis þegar fjórar mínútur eru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fær Fjölnir hornspyrnu og Atli Gunnar Guðmundsson, markvörður Fjölnis, fær leyfi til að vera með í sókninni. Þegar fyrirgjöfin kemur þá fellur Atli Gunnar innan vítateigs Gróttu en ekkert er dæmt við mikinn ófögnuð Fjölnismanna sem voru æfareiðir út í Sigurð sem flautaði leikinn af stuttu seinna. Bæði lið fara því verulega óánægð heim úr þessum leik en þurfa að sætta sig við stigið. Af hverju jafntefli? Bæði lið kærulaus. Grótta leyfði Fjölnismönnum of mikið pláss á meðan að Fjölnir gáfu Gróttu allt of mikið af föstum leikatriðum. Hvað gekk illa? Fyrsti klukkutíminn af leiknum þar sem bæði lið héldu boltanum illa og voru í stanslausri baráttu um boltann á miðjunni á meðan að minna var spilað af fótbolta. Hvað gerist næst? Falldraugurinn er kominn alveg á hælana á báðum liðum en Grótta er 7 stigum frá öruggu sæti þegar 24 stig eru eftir í pottinum. Fjölnir er á botninum með 5 stig. Grótta fer næst á Akranes að skila gegn Skagamönnum á meðan að Fjölnir fær KA í heimsókn á Extra völlinn. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.Vísir/Daníel Ásmundur Arnarsson: Augljós vítaspyrna Ásmundur Arnarsson var eins og Ágúst Gylfa mjög óánægður í leikslok. „Þetta var hörku leikur, mikið undir og mikil barátta sem sást á leiknum. Það voru mikið af spjöldum og sennilega var þetta erfiður leikur að dæma,“ sagði Ásmundur í viðtali eftir leik. Ásmundur sá ljósa og dökka bletti í þessum leik í kvöld. „Mér fannst við byrja sterkt, mér fannst við betri lengst framan af leiknum. Við föllum í það, eins og lið sem hefur ekki unnið leik lengi, þegar við komumst yfir það þá föllum við svolítið aftarlega og bjóðum þeim upp í dans sem við viljum alls ekki bjóða þeim upp í. Við gefum þeim alltof mikið af hornspyrnum, þar liggur þeirra styrkleiki. Þar kemur bara einhver pakki af risum inn á teiginn, það er barátta og hrindingar og þú veist aldrei hvort það er brot eða ekki brot þegar þú ert dómari að dæma leikinn,“ sagði Ásmundur sem var ekki alltof glaður með dómgæslu Sigurðar Hjartar í kvöld. „Síðan kemur lykilatriðið í lokin þar sem að klár vítaspyrna er tekin af okkur og dómarinn virðist ekki hafa þor til að taka þessa ákvörðun undir lok leiks. Augljós vítaspyrna,“ sagði Ásmundur hundfúll. Fjölnismenn eru komnir í afar snúna stöðu á botni deildarinnar en Ásmundur gerir sér fulla grein fyrir því. „Þetta er ótrúleg og ömurleg staða en við getum ekkert annað gert en að taka bara næsta leik og reyna að gera eins vel og við getum í honum og reyna að ná í eins mikið af stigum þar og við getum. Það eru tölfræðilega einhver stig í pottinum en það þýðir ekkert að reikna sig áfram í því. Við þurfum bara að byrja á því að ná í sigur,“ sagði Ásmundur að lokum. Ágúst Gylfason virðir stigið en hefði viljað öll þrjú.Vísir/Vilhelm Ágúst Gylfason: Maður virðir stigið Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu var svekktur í leikslok eins og nær allir sem tóku þátt í leiknum í kvöld. „Fyrstu viðbrögð eru svekkelsi með eitt stig. Ég er samt ánægður með bæði lið sem sýndu mikið hjarta í þessum leik og lögðu sig 100% fram. Bæði lið vildu forðast tap og bæði lið vildu vinna,“ sagði Ágúst Gylfa svekktur í leikslok. „Það var smá drama í lokin, við skorum úr föstu leikatriði þar sem mér fannst hallast svolítið að okkur varðandi peysutog og leikmenn haldandi utan um hvorn annan,“ sagði Ágúst og vildi meina að 3 stigin hefðu farið til Gróttu ef vafaatriði í dómgæslu hefðu fallið með þeim. Grótta kom gífurlega öflugt út í seinni hálfleikinn í kvöld og Ágúst var ánægður með að sínir menn hafi náð að komast til baka. „Ég er ánægður með seinni hálfleikinn hjá okkur þar sem að við sýndum mikinn karakter. Eitt stig tökum við með okkur sem hjálpar okkur kannski ekkert svo mikið en samt mikilvægt að ná jafntefli,“ sagði Ágúst sem virðir stigið gegn botnliði Fjölnis. „Maður virðir stigið. Þú getur ekki gert annað en auðvitað er maður rosalega svekktur í þessari baráttu að fá ekki þrjú stig og reyna að halda í við hin liðin en staðan er bara þessi hjá okkur. Frammistaðan var lala en í seinni hálfleiknum var hún flott þar sem mér fannst við stýra leiknum,“ bætti Ágúst við. Eftir að Grótta nær að jafna virðast þeir sleppa takinu sínu á leiknum og hleypa Fjölni of auðveldlega aftur inn í leikinn með því að gefa frá sér vítaspyrnu. Ágúst var spurður hvað gekk á hjá sínum mönnum á þessum tímapunkti. „Þetta er bara einbeitingarleysi. Menn eru ennþá að fagna og við vorum með leikinn á þessu tímabili. Okkur fannst eins og við ætluðum að fara að keyra yfir þá og gleymum aðeins varnarleiknum og ein lauflétt sending sem gerir það að verkum að þeir komast einir inn fyrir. Ég kenni einbeitingarleysi um þetta,“ sagði Ágúst aðspurður um seinna mark Fjölnis. Ásmundur Arnarsson, fyrrum lærifaðir Ágústs, var alls ekki sáttur í leikslok að fá ekki dæmda vítaspyrnu á 90 mínútu þegar Atli Gunnar fellur inn í vítateig Gróttu. Ágúst telur að Ásmundur þurfi að skoða þetta aðeins betur. „Það voru einhverjar 20 hornspyrnur í þessu og ég mæli með að menn kíki aðeins á það og rýni í það. Við erum búnir að fá nokkrar vítaspyrnur á okkur úr hornum á sama tíma og við höfum ekki fengið neitt sjálfir. Það eru 20 leikmenn circa sem eru inn í boxinu og menn eru að berjast um boltann og annað. Það getur verið mjög erfitt að sjá þessa hluti. Víti eða ekki víti, mér þykir erfitt að dæma um þetta en dómarinn þykist sjá þetta best og við treystum honum fyrir hlutunum,“ sagði Ágúst Gylfason að lokum. Pétur Theódór (t.h.) telur Gróttu enn eiga möguleika.Vísir/Eyjólfur Garðarsson Pétur Theódór Árnason: Það eru nóg af stigum í pottinum. Pétur Theódór, framherji Gróttu, var niðurlútur eftir jafntefli við Fjölni í kvöld. „Svekkelsi. Við þurftum að vinna þennan leik en náðum því ekki sem er frekar fúlt,“ sagði Pétur í viðtali eftir leik Pétur hefur ennþá trú á því að Grótta geti haldi sér uppi í deild þeirra bestu. „Það eru átta leikir eftir en það hefði verið gott að sækja þrjú stig hérna. Við höldum bara áfram, það eru nóg af stigum í pottinum. Það er bara næsti leikur,“ sagði Pétur. Aðspurður hvers vegna Grótta náði ekki að klára þennan mikilvæga leik gegn Fjölni sagði Pétur: „Við vorum ekki nógu aggresívir, sérstaklega í fyrri hálfleik, að ógna þeim ekki fyrir aftan vörnina. Við vorum alltof flatir. Í seinni hálfleik þá sofnum við á verðinum eftir að við jöfnuðum og fengum það í bakið.“ Það var stigsmunur á Gróttu í fyrri og seinni hálfleik og augljóst að Gústi þjálfari hafi sagt eitthvað til að kveikja í sínum mönnum. „Hann [Ágúst Gylfason] sagði okkur að vera aggresívir framm á við, að ógna fyrir aftan vörnina og sýna vilja til að skora. Það var allt annað að sjá okkur í seinni hálfleik,“ sagði Pétur Theódór að lokum. Atli Gunnar: Þeir skora með styrkleikanum sem við vorum búnir að tala um fyrir leik Atli Gunnar Guðmundsson, markvörður Fjölnis, var líkt og allir aðrir sem tóku þátt í botnslagnum mikilvæga í gærkvöldi mjög óánægður eftir að lokaflautið gall. „Gríðarlegt svekkelsi. Við erum ógeðslega pirraðir að tapa niður forystu í tvígang. Þeir skora með styrkleikanum sem við vorum búnir að tala um fyrir leik að þeir væru bara með þannig þetta gerist ekki mikið meira svekkjandi en þetta,“ sagði Atli Gunnar. Bæði mörk Gróttu komu eftir hornspyrnu þeirra bláklæddu, sem eins og Atli og allt Fjölnisliðið vissi að væri einn helsti styrkleiki Gróttu fyrir leik. Í seinna marki Seltirninga keyrir hálft lið Gróttu inn í markteig Atla og skorar eftir mikið harðfylgi. „Boltinn er lágur og ég reyni að kýla hann í burtu en ég er með marga menn fyrir framan mig en þeir eru bara á undan. Við vorum að reyna að klukka þá alla, þeir voru mjög þéttir og það var bara drullu erfitt. Þeir eru ógeðslega góðir í þessu,“ sagði Atli aðspurður um hornspyrnu taktík Gróttu. Undir lok leiks varð mjög umdeilt atvik þegar Fjölnir fær hornspyrnu og allir leikmenn Fjölnis herja inn á vítateig Gróttu og þ.m.t. markvörðurinn Atli Gunnar. Þegar boltanum er spyrnt úr horninu og fyrir mark Gróttu fellur Atli við í teignum og Fjölnismenn voru ekki sáttir að Sigurður Hjörtur, dómari leiksins, dæmdi ekki vítaspyrnu. Atli var ekki í nokkrum vafa að þetta hafi verið klár vítaspyrna. „Mér fannst það. Mér fannst hann toga í peysuna mína á meðan ég var að bakka og það er bara víti. Ég veit ekki hvað hann er að gera með hendina í peysunni minni,“ sagði Atli gáttaður á dómgæslunni. Fjölnismenn eru þó ekki búnir að gefast upp samkvæmt Atla þrátt fyrir að staðan sé þeim afar erfið. „Tölfræðilega eigum við möguleika. Við þurfum bara að svekkja okkur núna í kvöld og mæta svo í næsta leik. Það er bara sama gamla klisjan, það er ekki hægt að nálgast þetta neitt öðruvísi. Við erum með 5 stig á botninum og þurfum bara að fara að vinna leik,“ sagði Atli Gunnar Guðmundsson að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti