Rúmlega tveir milljarðar endurgreiddir vegna endurbóta og viðhalds Hilmar Harðarson skrifar 14. september 2020 13:34 Á tímum COVID-19 hefur samdráttur orðið víða í atvinnulífinu og þá er mikilvægt að horfi til verkefna sem stuðla að atvinnusköpun sem flestra. Átakið „Allir vinna“ hefur sannað sig svo um munar á þessum erfiðu tímum en í átakinu var brugðist við efnahagsástandinu af völdum COVID-19 og var endurgreiðslan tímabundið hækkuð úr 60% í 100%. Heimild til endurgreiðslu er á virðisaukaskatti er jafnframt víðtækari á þessu tímabili en áður og tekur m.a. til frístundahúsnæðis, mannvirkja í eigu tiltekinna félagasamtaka og bílaviðgerða. Verkefnastaða iðnaðarmanna var góð í sumar en það er allsendis óvíst hvernig veturinn verður en búast má við áframhaldandi ágjöf á atvinnulífið. Það er því brýnt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og stuðla að því skili mikilvægum virðisaukandi verkefnum til samfélagsins. Samiðn, Samtök iðnfélaga telur virkilega þörf á að þetta átak haldi áfram en með því eru tvær flugur slegnar í einu höggi. Átakið lækkar annars vegar kostnað almennings en það er mikilvægt að hann geti leitað til fagmanna varðandi byggingarframkvæmdir og bílaviðgerðir og hins vegar verndar það mikilvæg störf í iðngreinum. Þá er einnig mikilvægt að sveitarfélögin grípi til enn frekari framkvæmda enda tekur umrædd endurgreiðsla einnig til framkvæmda og viðhalds á öllu húsnæði í eigu þeirra. Nú er því lag að sveitarfélögin fari í framkvæmdir sem hafa lengi setið á hakanum sem og horfi til nýrra verkefna sem mikilvægt er að fara í. Alls hafði Skattinum borist tæplega 19 þúsund umsóknir um endurgreiðslur á virðisaukaskatti um miðjan ágúst vegna ofangreindra verkefna. Það verður að taka með í reikninginn að umsóknirnar geta varðað kostnað sem hefur fallið til á fyrri árum af því að það eru ekki tímamörk á því hvenær þarf að vera búið að sækja um. Þannig eru umsóknir vegna kostnaðar á árinu 2020 yfir sama tímbil frá janúar og fram um miðjan ágúst tæplega 14 þúsund. Endurgreiðslur samtals vegna endurbóta og viðhalds námu tæplega 2,3 milljörðum króna á tímabilinu janúar til 18. ágúst 2020 en eins og áður segir er um að ræða kostnað sem féll til á fleiri árum. Búið var að afgreiða tæplega 3.500 umsóknir vegna endurbóta og viðhalds á áðurnefndu tímabili vegna kostnaðar á árinu 2020 en enn er mikið óafgreitt af umsóknum ársins. „Allir vinna“ er mikilvægt neytendamál. Fólk leitar nú frekar til faglærðra varðandi endurbætur og viðhald. Með átakinu er verið við að sporna gegn því að endurbætur á húsnæði, viðgerðir og viðhald ökutækja fari fram í svörtu hagkerfi um leið og við tryggjum faglærðum áframhaldandi vinnu. Þetta átak er því gríðarlega mikilvægt í báðar áttir. Það vinna allir. Það var afar mikilvægt að víkka þetta átak út og að það taki nú einnig til viðhalds og viðgerða fólksbifreiða. Yfir 4.000 manns starfa í bílgreinum á Íslandi og er þetta mikilvægt skref til þess að halda uppi atvinnustigi í greininni auk þess sem það eykur umferðaröryggi. Það er mikilvægt að landsmenn aki um á öruggum ökutækjum og til þess að tryggja þurfa iðnaðarmenn að vera með rétta menntun, búnað og varahluti til að tryggja öryggi. Samiðn telur mikilvægt að umrædd endurgreiðsla verði víkkuð út með þeim hætti að hún taki til allra skráningarskyldra ökutækja enda eru engin rök fyrir að undanskilja bifhjól, hjólhýsi, tjaldvagna eða önnur skráningarskyld ökutæki í þessu sambandi. Samiðn hefur bent stjórnvöldum á þetta og við teljum afar brýnt að umræddar breytingar verði gerðar hið fyrsta. Staðan í efnahagslífinu er enn mjög óljós sökum COVID-19. Samiðn telur því mjög brýnt að framlengja átakið „Allir vinna“ en það á að öllu óbreyttu að renna út í lok þessa árs. Höfundur er formaður Samiðnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Á tímum COVID-19 hefur samdráttur orðið víða í atvinnulífinu og þá er mikilvægt að horfi til verkefna sem stuðla að atvinnusköpun sem flestra. Átakið „Allir vinna“ hefur sannað sig svo um munar á þessum erfiðu tímum en í átakinu var brugðist við efnahagsástandinu af völdum COVID-19 og var endurgreiðslan tímabundið hækkuð úr 60% í 100%. Heimild til endurgreiðslu er á virðisaukaskatti er jafnframt víðtækari á þessu tímabili en áður og tekur m.a. til frístundahúsnæðis, mannvirkja í eigu tiltekinna félagasamtaka og bílaviðgerða. Verkefnastaða iðnaðarmanna var góð í sumar en það er allsendis óvíst hvernig veturinn verður en búast má við áframhaldandi ágjöf á atvinnulífið. Það er því brýnt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og stuðla að því skili mikilvægum virðisaukandi verkefnum til samfélagsins. Samiðn, Samtök iðnfélaga telur virkilega þörf á að þetta átak haldi áfram en með því eru tvær flugur slegnar í einu höggi. Átakið lækkar annars vegar kostnað almennings en það er mikilvægt að hann geti leitað til fagmanna varðandi byggingarframkvæmdir og bílaviðgerðir og hins vegar verndar það mikilvæg störf í iðngreinum. Þá er einnig mikilvægt að sveitarfélögin grípi til enn frekari framkvæmda enda tekur umrædd endurgreiðsla einnig til framkvæmda og viðhalds á öllu húsnæði í eigu þeirra. Nú er því lag að sveitarfélögin fari í framkvæmdir sem hafa lengi setið á hakanum sem og horfi til nýrra verkefna sem mikilvægt er að fara í. Alls hafði Skattinum borist tæplega 19 þúsund umsóknir um endurgreiðslur á virðisaukaskatti um miðjan ágúst vegna ofangreindra verkefna. Það verður að taka með í reikninginn að umsóknirnar geta varðað kostnað sem hefur fallið til á fyrri árum af því að það eru ekki tímamörk á því hvenær þarf að vera búið að sækja um. Þannig eru umsóknir vegna kostnaðar á árinu 2020 yfir sama tímbil frá janúar og fram um miðjan ágúst tæplega 14 þúsund. Endurgreiðslur samtals vegna endurbóta og viðhalds námu tæplega 2,3 milljörðum króna á tímabilinu janúar til 18. ágúst 2020 en eins og áður segir er um að ræða kostnað sem féll til á fleiri árum. Búið var að afgreiða tæplega 3.500 umsóknir vegna endurbóta og viðhalds á áðurnefndu tímabili vegna kostnaðar á árinu 2020 en enn er mikið óafgreitt af umsóknum ársins. „Allir vinna“ er mikilvægt neytendamál. Fólk leitar nú frekar til faglærðra varðandi endurbætur og viðhald. Með átakinu er verið við að sporna gegn því að endurbætur á húsnæði, viðgerðir og viðhald ökutækja fari fram í svörtu hagkerfi um leið og við tryggjum faglærðum áframhaldandi vinnu. Þetta átak er því gríðarlega mikilvægt í báðar áttir. Það vinna allir. Það var afar mikilvægt að víkka þetta átak út og að það taki nú einnig til viðhalds og viðgerða fólksbifreiða. Yfir 4.000 manns starfa í bílgreinum á Íslandi og er þetta mikilvægt skref til þess að halda uppi atvinnustigi í greininni auk þess sem það eykur umferðaröryggi. Það er mikilvægt að landsmenn aki um á öruggum ökutækjum og til þess að tryggja þurfa iðnaðarmenn að vera með rétta menntun, búnað og varahluti til að tryggja öryggi. Samiðn telur mikilvægt að umrædd endurgreiðsla verði víkkuð út með þeim hætti að hún taki til allra skráningarskyldra ökutækja enda eru engin rök fyrir að undanskilja bifhjól, hjólhýsi, tjaldvagna eða önnur skráningarskyld ökutæki í þessu sambandi. Samiðn hefur bent stjórnvöldum á þetta og við teljum afar brýnt að umræddar breytingar verði gerðar hið fyrsta. Staðan í efnahagslífinu er enn mjög óljós sökum COVID-19. Samiðn telur því mjög brýnt að framlengja átakið „Allir vinna“ en það á að öllu óbreyttu að renna út í lok þessa árs. Höfundur er formaður Samiðnar.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun