Rúmlega tveir milljarðar endurgreiddir vegna endurbóta og viðhalds Hilmar Harðarson skrifar 14. september 2020 13:34 Á tímum COVID-19 hefur samdráttur orðið víða í atvinnulífinu og þá er mikilvægt að horfi til verkefna sem stuðla að atvinnusköpun sem flestra. Átakið „Allir vinna“ hefur sannað sig svo um munar á þessum erfiðu tímum en í átakinu var brugðist við efnahagsástandinu af völdum COVID-19 og var endurgreiðslan tímabundið hækkuð úr 60% í 100%. Heimild til endurgreiðslu er á virðisaukaskatti er jafnframt víðtækari á þessu tímabili en áður og tekur m.a. til frístundahúsnæðis, mannvirkja í eigu tiltekinna félagasamtaka og bílaviðgerða. Verkefnastaða iðnaðarmanna var góð í sumar en það er allsendis óvíst hvernig veturinn verður en búast má við áframhaldandi ágjöf á atvinnulífið. Það er því brýnt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og stuðla að því skili mikilvægum virðisaukandi verkefnum til samfélagsins. Samiðn, Samtök iðnfélaga telur virkilega þörf á að þetta átak haldi áfram en með því eru tvær flugur slegnar í einu höggi. Átakið lækkar annars vegar kostnað almennings en það er mikilvægt að hann geti leitað til fagmanna varðandi byggingarframkvæmdir og bílaviðgerðir og hins vegar verndar það mikilvæg störf í iðngreinum. Þá er einnig mikilvægt að sveitarfélögin grípi til enn frekari framkvæmda enda tekur umrædd endurgreiðsla einnig til framkvæmda og viðhalds á öllu húsnæði í eigu þeirra. Nú er því lag að sveitarfélögin fari í framkvæmdir sem hafa lengi setið á hakanum sem og horfi til nýrra verkefna sem mikilvægt er að fara í. Alls hafði Skattinum borist tæplega 19 þúsund umsóknir um endurgreiðslur á virðisaukaskatti um miðjan ágúst vegna ofangreindra verkefna. Það verður að taka með í reikninginn að umsóknirnar geta varðað kostnað sem hefur fallið til á fyrri árum af því að það eru ekki tímamörk á því hvenær þarf að vera búið að sækja um. Þannig eru umsóknir vegna kostnaðar á árinu 2020 yfir sama tímbil frá janúar og fram um miðjan ágúst tæplega 14 þúsund. Endurgreiðslur samtals vegna endurbóta og viðhalds námu tæplega 2,3 milljörðum króna á tímabilinu janúar til 18. ágúst 2020 en eins og áður segir er um að ræða kostnað sem féll til á fleiri árum. Búið var að afgreiða tæplega 3.500 umsóknir vegna endurbóta og viðhalds á áðurnefndu tímabili vegna kostnaðar á árinu 2020 en enn er mikið óafgreitt af umsóknum ársins. „Allir vinna“ er mikilvægt neytendamál. Fólk leitar nú frekar til faglærðra varðandi endurbætur og viðhald. Með átakinu er verið við að sporna gegn því að endurbætur á húsnæði, viðgerðir og viðhald ökutækja fari fram í svörtu hagkerfi um leið og við tryggjum faglærðum áframhaldandi vinnu. Þetta átak er því gríðarlega mikilvægt í báðar áttir. Það vinna allir. Það var afar mikilvægt að víkka þetta átak út og að það taki nú einnig til viðhalds og viðgerða fólksbifreiða. Yfir 4.000 manns starfa í bílgreinum á Íslandi og er þetta mikilvægt skref til þess að halda uppi atvinnustigi í greininni auk þess sem það eykur umferðaröryggi. Það er mikilvægt að landsmenn aki um á öruggum ökutækjum og til þess að tryggja þurfa iðnaðarmenn að vera með rétta menntun, búnað og varahluti til að tryggja öryggi. Samiðn telur mikilvægt að umrædd endurgreiðsla verði víkkuð út með þeim hætti að hún taki til allra skráningarskyldra ökutækja enda eru engin rök fyrir að undanskilja bifhjól, hjólhýsi, tjaldvagna eða önnur skráningarskyld ökutæki í þessu sambandi. Samiðn hefur bent stjórnvöldum á þetta og við teljum afar brýnt að umræddar breytingar verði gerðar hið fyrsta. Staðan í efnahagslífinu er enn mjög óljós sökum COVID-19. Samiðn telur því mjög brýnt að framlengja átakið „Allir vinna“ en það á að öllu óbreyttu að renna út í lok þessa árs. Höfundur er formaður Samiðnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á tímum COVID-19 hefur samdráttur orðið víða í atvinnulífinu og þá er mikilvægt að horfi til verkefna sem stuðla að atvinnusköpun sem flestra. Átakið „Allir vinna“ hefur sannað sig svo um munar á þessum erfiðu tímum en í átakinu var brugðist við efnahagsástandinu af völdum COVID-19 og var endurgreiðslan tímabundið hækkuð úr 60% í 100%. Heimild til endurgreiðslu er á virðisaukaskatti er jafnframt víðtækari á þessu tímabili en áður og tekur m.a. til frístundahúsnæðis, mannvirkja í eigu tiltekinna félagasamtaka og bílaviðgerða. Verkefnastaða iðnaðarmanna var góð í sumar en það er allsendis óvíst hvernig veturinn verður en búast má við áframhaldandi ágjöf á atvinnulífið. Það er því brýnt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og stuðla að því skili mikilvægum virðisaukandi verkefnum til samfélagsins. Samiðn, Samtök iðnfélaga telur virkilega þörf á að þetta átak haldi áfram en með því eru tvær flugur slegnar í einu höggi. Átakið lækkar annars vegar kostnað almennings en það er mikilvægt að hann geti leitað til fagmanna varðandi byggingarframkvæmdir og bílaviðgerðir og hins vegar verndar það mikilvæg störf í iðngreinum. Þá er einnig mikilvægt að sveitarfélögin grípi til enn frekari framkvæmda enda tekur umrædd endurgreiðsla einnig til framkvæmda og viðhalds á öllu húsnæði í eigu þeirra. Nú er því lag að sveitarfélögin fari í framkvæmdir sem hafa lengi setið á hakanum sem og horfi til nýrra verkefna sem mikilvægt er að fara í. Alls hafði Skattinum borist tæplega 19 þúsund umsóknir um endurgreiðslur á virðisaukaskatti um miðjan ágúst vegna ofangreindra verkefna. Það verður að taka með í reikninginn að umsóknirnar geta varðað kostnað sem hefur fallið til á fyrri árum af því að það eru ekki tímamörk á því hvenær þarf að vera búið að sækja um. Þannig eru umsóknir vegna kostnaðar á árinu 2020 yfir sama tímbil frá janúar og fram um miðjan ágúst tæplega 14 þúsund. Endurgreiðslur samtals vegna endurbóta og viðhalds námu tæplega 2,3 milljörðum króna á tímabilinu janúar til 18. ágúst 2020 en eins og áður segir er um að ræða kostnað sem féll til á fleiri árum. Búið var að afgreiða tæplega 3.500 umsóknir vegna endurbóta og viðhalds á áðurnefndu tímabili vegna kostnaðar á árinu 2020 en enn er mikið óafgreitt af umsóknum ársins. „Allir vinna“ er mikilvægt neytendamál. Fólk leitar nú frekar til faglærðra varðandi endurbætur og viðhald. Með átakinu er verið við að sporna gegn því að endurbætur á húsnæði, viðgerðir og viðhald ökutækja fari fram í svörtu hagkerfi um leið og við tryggjum faglærðum áframhaldandi vinnu. Þetta átak er því gríðarlega mikilvægt í báðar áttir. Það vinna allir. Það var afar mikilvægt að víkka þetta átak út og að það taki nú einnig til viðhalds og viðgerða fólksbifreiða. Yfir 4.000 manns starfa í bílgreinum á Íslandi og er þetta mikilvægt skref til þess að halda uppi atvinnustigi í greininni auk þess sem það eykur umferðaröryggi. Það er mikilvægt að landsmenn aki um á öruggum ökutækjum og til þess að tryggja þurfa iðnaðarmenn að vera með rétta menntun, búnað og varahluti til að tryggja öryggi. Samiðn telur mikilvægt að umrædd endurgreiðsla verði víkkuð út með þeim hætti að hún taki til allra skráningarskyldra ökutækja enda eru engin rök fyrir að undanskilja bifhjól, hjólhýsi, tjaldvagna eða önnur skráningarskyld ökutæki í þessu sambandi. Samiðn hefur bent stjórnvöldum á þetta og við teljum afar brýnt að umræddar breytingar verði gerðar hið fyrsta. Staðan í efnahagslífinu er enn mjög óljós sökum COVID-19. Samiðn telur því mjög brýnt að framlengja átakið „Allir vinna“ en það á að öllu óbreyttu að renna út í lok þessa árs. Höfundur er formaður Samiðnar.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun