Rúmlega tveir milljarðar endurgreiddir vegna endurbóta og viðhalds Hilmar Harðarson skrifar 14. september 2020 13:34 Á tímum COVID-19 hefur samdráttur orðið víða í atvinnulífinu og þá er mikilvægt að horfi til verkefna sem stuðla að atvinnusköpun sem flestra. Átakið „Allir vinna“ hefur sannað sig svo um munar á þessum erfiðu tímum en í átakinu var brugðist við efnahagsástandinu af völdum COVID-19 og var endurgreiðslan tímabundið hækkuð úr 60% í 100%. Heimild til endurgreiðslu er á virðisaukaskatti er jafnframt víðtækari á þessu tímabili en áður og tekur m.a. til frístundahúsnæðis, mannvirkja í eigu tiltekinna félagasamtaka og bílaviðgerða. Verkefnastaða iðnaðarmanna var góð í sumar en það er allsendis óvíst hvernig veturinn verður en búast má við áframhaldandi ágjöf á atvinnulífið. Það er því brýnt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og stuðla að því skili mikilvægum virðisaukandi verkefnum til samfélagsins. Samiðn, Samtök iðnfélaga telur virkilega þörf á að þetta átak haldi áfram en með því eru tvær flugur slegnar í einu höggi. Átakið lækkar annars vegar kostnað almennings en það er mikilvægt að hann geti leitað til fagmanna varðandi byggingarframkvæmdir og bílaviðgerðir og hins vegar verndar það mikilvæg störf í iðngreinum. Þá er einnig mikilvægt að sveitarfélögin grípi til enn frekari framkvæmda enda tekur umrædd endurgreiðsla einnig til framkvæmda og viðhalds á öllu húsnæði í eigu þeirra. Nú er því lag að sveitarfélögin fari í framkvæmdir sem hafa lengi setið á hakanum sem og horfi til nýrra verkefna sem mikilvægt er að fara í. Alls hafði Skattinum borist tæplega 19 þúsund umsóknir um endurgreiðslur á virðisaukaskatti um miðjan ágúst vegna ofangreindra verkefna. Það verður að taka með í reikninginn að umsóknirnar geta varðað kostnað sem hefur fallið til á fyrri árum af því að það eru ekki tímamörk á því hvenær þarf að vera búið að sækja um. Þannig eru umsóknir vegna kostnaðar á árinu 2020 yfir sama tímbil frá janúar og fram um miðjan ágúst tæplega 14 þúsund. Endurgreiðslur samtals vegna endurbóta og viðhalds námu tæplega 2,3 milljörðum króna á tímabilinu janúar til 18. ágúst 2020 en eins og áður segir er um að ræða kostnað sem féll til á fleiri árum. Búið var að afgreiða tæplega 3.500 umsóknir vegna endurbóta og viðhalds á áðurnefndu tímabili vegna kostnaðar á árinu 2020 en enn er mikið óafgreitt af umsóknum ársins. „Allir vinna“ er mikilvægt neytendamál. Fólk leitar nú frekar til faglærðra varðandi endurbætur og viðhald. Með átakinu er verið við að sporna gegn því að endurbætur á húsnæði, viðgerðir og viðhald ökutækja fari fram í svörtu hagkerfi um leið og við tryggjum faglærðum áframhaldandi vinnu. Þetta átak er því gríðarlega mikilvægt í báðar áttir. Það vinna allir. Það var afar mikilvægt að víkka þetta átak út og að það taki nú einnig til viðhalds og viðgerða fólksbifreiða. Yfir 4.000 manns starfa í bílgreinum á Íslandi og er þetta mikilvægt skref til þess að halda uppi atvinnustigi í greininni auk þess sem það eykur umferðaröryggi. Það er mikilvægt að landsmenn aki um á öruggum ökutækjum og til þess að tryggja þurfa iðnaðarmenn að vera með rétta menntun, búnað og varahluti til að tryggja öryggi. Samiðn telur mikilvægt að umrædd endurgreiðsla verði víkkuð út með þeim hætti að hún taki til allra skráningarskyldra ökutækja enda eru engin rök fyrir að undanskilja bifhjól, hjólhýsi, tjaldvagna eða önnur skráningarskyld ökutæki í þessu sambandi. Samiðn hefur bent stjórnvöldum á þetta og við teljum afar brýnt að umræddar breytingar verði gerðar hið fyrsta. Staðan í efnahagslífinu er enn mjög óljós sökum COVID-19. Samiðn telur því mjög brýnt að framlengja átakið „Allir vinna“ en það á að öllu óbreyttu að renna út í lok þessa árs. Höfundur er formaður Samiðnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Á tímum COVID-19 hefur samdráttur orðið víða í atvinnulífinu og þá er mikilvægt að horfi til verkefna sem stuðla að atvinnusköpun sem flestra. Átakið „Allir vinna“ hefur sannað sig svo um munar á þessum erfiðu tímum en í átakinu var brugðist við efnahagsástandinu af völdum COVID-19 og var endurgreiðslan tímabundið hækkuð úr 60% í 100%. Heimild til endurgreiðslu er á virðisaukaskatti er jafnframt víðtækari á þessu tímabili en áður og tekur m.a. til frístundahúsnæðis, mannvirkja í eigu tiltekinna félagasamtaka og bílaviðgerða. Verkefnastaða iðnaðarmanna var góð í sumar en það er allsendis óvíst hvernig veturinn verður en búast má við áframhaldandi ágjöf á atvinnulífið. Það er því brýnt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og stuðla að því skili mikilvægum virðisaukandi verkefnum til samfélagsins. Samiðn, Samtök iðnfélaga telur virkilega þörf á að þetta átak haldi áfram en með því eru tvær flugur slegnar í einu höggi. Átakið lækkar annars vegar kostnað almennings en það er mikilvægt að hann geti leitað til fagmanna varðandi byggingarframkvæmdir og bílaviðgerðir og hins vegar verndar það mikilvæg störf í iðngreinum. Þá er einnig mikilvægt að sveitarfélögin grípi til enn frekari framkvæmda enda tekur umrædd endurgreiðsla einnig til framkvæmda og viðhalds á öllu húsnæði í eigu þeirra. Nú er því lag að sveitarfélögin fari í framkvæmdir sem hafa lengi setið á hakanum sem og horfi til nýrra verkefna sem mikilvægt er að fara í. Alls hafði Skattinum borist tæplega 19 þúsund umsóknir um endurgreiðslur á virðisaukaskatti um miðjan ágúst vegna ofangreindra verkefna. Það verður að taka með í reikninginn að umsóknirnar geta varðað kostnað sem hefur fallið til á fyrri árum af því að það eru ekki tímamörk á því hvenær þarf að vera búið að sækja um. Þannig eru umsóknir vegna kostnaðar á árinu 2020 yfir sama tímbil frá janúar og fram um miðjan ágúst tæplega 14 þúsund. Endurgreiðslur samtals vegna endurbóta og viðhalds námu tæplega 2,3 milljörðum króna á tímabilinu janúar til 18. ágúst 2020 en eins og áður segir er um að ræða kostnað sem féll til á fleiri árum. Búið var að afgreiða tæplega 3.500 umsóknir vegna endurbóta og viðhalds á áðurnefndu tímabili vegna kostnaðar á árinu 2020 en enn er mikið óafgreitt af umsóknum ársins. „Allir vinna“ er mikilvægt neytendamál. Fólk leitar nú frekar til faglærðra varðandi endurbætur og viðhald. Með átakinu er verið við að sporna gegn því að endurbætur á húsnæði, viðgerðir og viðhald ökutækja fari fram í svörtu hagkerfi um leið og við tryggjum faglærðum áframhaldandi vinnu. Þetta átak er því gríðarlega mikilvægt í báðar áttir. Það vinna allir. Það var afar mikilvægt að víkka þetta átak út og að það taki nú einnig til viðhalds og viðgerða fólksbifreiða. Yfir 4.000 manns starfa í bílgreinum á Íslandi og er þetta mikilvægt skref til þess að halda uppi atvinnustigi í greininni auk þess sem það eykur umferðaröryggi. Það er mikilvægt að landsmenn aki um á öruggum ökutækjum og til þess að tryggja þurfa iðnaðarmenn að vera með rétta menntun, búnað og varahluti til að tryggja öryggi. Samiðn telur mikilvægt að umrædd endurgreiðsla verði víkkuð út með þeim hætti að hún taki til allra skráningarskyldra ökutækja enda eru engin rök fyrir að undanskilja bifhjól, hjólhýsi, tjaldvagna eða önnur skráningarskyld ökutæki í þessu sambandi. Samiðn hefur bent stjórnvöldum á þetta og við teljum afar brýnt að umræddar breytingar verði gerðar hið fyrsta. Staðan í efnahagslífinu er enn mjög óljós sökum COVID-19. Samiðn telur því mjög brýnt að framlengja átakið „Allir vinna“ en það á að öllu óbreyttu að renna út í lok þessa árs. Höfundur er formaður Samiðnar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun