Innlent

Smit staðfest í Hámu á Háskólatorgi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Smitið kom upp í Hámu á Háskólatorgi. Stúdentakjallarinn verður enn opinn. 
Smitið kom upp í Hámu á Háskólatorgi. Stúdentakjallarinn verður enn opinn.  Vísir/Vilhelm

Upp hefur komið staðfest kórónuveirusmit í Hámu á Háskólatorgi, veitingasölu í Háskóla Íslands. Starfsfólk Hámu á Háskólatorgi hefur verið sent í sóttkví og fer í sýnatöku samkvæmt Facebook-færslu Hámu.

Ekki kemur fram hvort smitið hafi komið upp hjá starfsmanni en fram kemur að í samstarfi við smitrakningateymi almannavarna og sóttvarnalækni hafi verið gripið til allra nauðsynlegra ráðstafana til að hindra útbreiðslu og gæta fyllsta öryggis. Háma á Háskólatorgi verður nú lokuð auk salatbarsins út þessa viku þar til niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir.

Opið verður í Stúdentakjallaranum og í Hámu í Tæknigarði, Odda, Öskju, Læknagarði, Eirbergi, Þjóðarbókhlöðunni og Stakkahlíð. Ekki verður boðið upp á heitan mat og súpu í Hámu fyrr en Háma á Háskólatorgi opnar aftur.

Eins og fram kom í fréttum í dag greindist starfsmaður í Aðalbyggingu Háskóla Íslands með kórónuveiruna um helgina og hafa þrír starfsmenn þurft að fara í sóttkví, þar á meðal Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands.

Upp hefur komið staðfest COVID-19 smit í Hámu á Háskólatorgi. Í samstarfi við smitrakningarteymi almannavarna og...

Posted by Félagsstofnun stúdenta on Monday, September 14, 2020

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×