Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2020 08:41 Alexei Navalní dvelur nú á Charité-sjúkrahúsinu í Berlín. EPA Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní, sem nýtur nú aðhlynningar á sjúkrahúsi í Berlín, hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig. Þetta hefur New York Times eftir ónafngreindum heimildarmanni innan þýska stjórnkerfisins. Navalní á að hafa rætt við saksóknara í Þýskalandi um eitrunina þar sem þetta kom fram. Navalní er nú á batavegi eftir að hafa verið byrlað taugaeitrinu novichok um borð í flugvél á leið frá Síberíu til Moskvu í síðasta mánuði. Honum var flogið til Þýskalands 22. ágúst, þar sem honum var haldið sofandi í öndunarvél í fjölda daga. Navalní birti í morgun fyrstu myndina af sér frá sjúkrastofu sinni á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram , . . , . . , . . , . A post shared by (@navalny) on Sep 15, 2020 at 2:38am PDT Skýr í hugsun New York Times hefur eftir heimildarmanni sínum að Navalní, sem hefur verið einn fyrirferðamesti stjórnarandstæðingurinn í landinu síðustu ár, sé nú skýr í hugsun og vel meðvitaður um að hvað gerðist og hvar hann sé niður kominn. Frönsk og sænsk stjórnvöld staðfestu í gær niðurstöður Þjóðverja um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok. Hafa rússnesk stjórnvöld verið sökuð um aðkomu að tilræðinu, en Vladimír Pútín Rússlandsforseti á að hafa tjáð Frakklandsforseta, Emmanuel Macron, að honum þyki það „óviðeigandi“ að saka rússnesk stjórnvöld um að hafa eitrað fyrir Navalní. Alexei Navalní.EPA Segja Rússar engar sannanir fyrir því að eitrað hafi verið fyrir Navalní og varpað fram hugmyndum um að of stór lyfjaskammtur eða lágur blóðþrýstingur kunni að vera skýringin á ástandi Navalní. Hyggst ekki lifa í útlegð í Þýskalandi Mikil öryggisgæsla hefur verið á Charité-sjúkrahúsinu í Berlín þar sem Navalní dvelur. Í samtali við saksóknarann á Navalní að hafa hafnað beiðni rússneskra stjórnvalda að starfa saman að rannsókn málsins. Þegar Navalní jafni sig ætli hann sér svo að snúa aftur til Rússlands. „Hann ætlar sér ekki að lifa í útlegð í Þýskalandi. Hann vill aftur heim til Rússlands og vill halda baráttu sinni áfram.“ Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní sagður á batavegi Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu. 14. september 2020 13:38 Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní, sem nýtur nú aðhlynningar á sjúkrahúsi í Berlín, hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig. Þetta hefur New York Times eftir ónafngreindum heimildarmanni innan þýska stjórnkerfisins. Navalní á að hafa rætt við saksóknara í Þýskalandi um eitrunina þar sem þetta kom fram. Navalní er nú á batavegi eftir að hafa verið byrlað taugaeitrinu novichok um borð í flugvél á leið frá Síberíu til Moskvu í síðasta mánuði. Honum var flogið til Þýskalands 22. ágúst, þar sem honum var haldið sofandi í öndunarvél í fjölda daga. Navalní birti í morgun fyrstu myndina af sér frá sjúkrastofu sinni á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram , . . , . . , . . , . A post shared by (@navalny) on Sep 15, 2020 at 2:38am PDT Skýr í hugsun New York Times hefur eftir heimildarmanni sínum að Navalní, sem hefur verið einn fyrirferðamesti stjórnarandstæðingurinn í landinu síðustu ár, sé nú skýr í hugsun og vel meðvitaður um að hvað gerðist og hvar hann sé niður kominn. Frönsk og sænsk stjórnvöld staðfestu í gær niðurstöður Þjóðverja um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok. Hafa rússnesk stjórnvöld verið sökuð um aðkomu að tilræðinu, en Vladimír Pútín Rússlandsforseti á að hafa tjáð Frakklandsforseta, Emmanuel Macron, að honum þyki það „óviðeigandi“ að saka rússnesk stjórnvöld um að hafa eitrað fyrir Navalní. Alexei Navalní.EPA Segja Rússar engar sannanir fyrir því að eitrað hafi verið fyrir Navalní og varpað fram hugmyndum um að of stór lyfjaskammtur eða lágur blóðþrýstingur kunni að vera skýringin á ástandi Navalní. Hyggst ekki lifa í útlegð í Þýskalandi Mikil öryggisgæsla hefur verið á Charité-sjúkrahúsinu í Berlín þar sem Navalní dvelur. Í samtali við saksóknarann á Navalní að hafa hafnað beiðni rússneskra stjórnvalda að starfa saman að rannsókn málsins. Þegar Navalní jafni sig ætli hann sér svo að snúa aftur til Rússlands. „Hann ætlar sér ekki að lifa í útlegð í Þýskalandi. Hann vill aftur heim til Rússlands og vill halda baráttu sinni áfram.“
Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní sagður á batavegi Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu. 14. september 2020 13:38 Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Navalní sagður á batavegi Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu. 14. september 2020 13:38
Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54