Afleitt Mulan-prump Heiðar Sumarliðason skrifar 16. september 2020 16:18 Mulan sveiflar nú sverðinu fyrir Íslendinga á Disney+. Disney-samsteypan hefur að undanförnu gert margar leiknar endurgerðir á klassískum teiknimyndum sínum, og hefur afraksturinn notið töluverðra vinsælda í kvikmyndahúsum. Um er að ræða endurgerðir mynda á borð við Fríðu og dýrið, Aladdin og Konung ljónanna. Það var árið 1998 sem Disney sendi frá sér teiknimyndina Mulan sem fjallar um unga konu sem bregður sér í karlmannsgervi og tekur stað aldraðs föður síns í kínverska hernum, svo hann þurfi ekki að berjast við hina grimmu Húna. Nú er röðin komin að þessari asísku bardagahetju að fá meðhöndlun alvöru leikara, en vegna Covid-19 ákvað Disney að setja myndina ekki í kvikmyndahús og fór hún beint á nýju streymisveituna þeirra, Disney+. Mulan úr samnefndri teiknimynd. Af hverju Mulan? Ég verð að játa að ég sá Mulan ekki þegar hún kom í kvikmyndahús á sínum tíma. Ég var reyndar 19 ára gamall og ekki mikið að horfa á barnamyndir, því löglega afsakaður. Mig minnti samt að hún hefði ekki flogið sérlega hátt, eða a.m.k ekkert á við margar af fyrri teiknimyndum Disney. Því skoðaði ég aðsóknartölur, sem svo staðfestu grun minn. Hún er hálfdrættingur á við fyrrnefndar Disney-myndir. Ef við skoðum aðsóknartölur í Bandaríkjunum endaði Mulan með 120 milljónir dollara í tekjur. Til samanburðar má nefna að The Lion King tók inn 442 milljónir, Litla hafmeyjan 274 millljónir og Fríða og dýrið 218 milljónir. Mulan er því aðsóknarlega séð í flokki með minna þekktum Disney-myndum á borð við Hercules og The Emporor´s New Groove. Meira að segja Hunchback of Notre Dam, Pocahontas og Tarzan voru töluvert betur sóttar á sínum tíma. Þar af leiðandi velti ég fyrir mér tilgangi þess að endurgera Mulan. Það er í raun engin augljós ástæða fyrir því, önnur en sú að þetta er módelið sem Disney vinnur með þessa dagana. Og þar sem hin upprunalega Mulan kemst ekki í flokk ástsælustu kvikmynda Disney, þá hlýtur Mikka Músar samsteypan að vera með mjög gott handrit í höndunum. Er einhver ástæða til að fara af stað með 200 milljón dollara framleiðslu ef hráefnið er ekki pottþétt? Maður myndi að minnsta kosti áætla það. Sjálfsmark á fyrstu mínútu Ekki veit ég hvað gekk á þarna í efstu lögum Disney-samsteypunnar, því hráefnið sem hér er unnið með er úldið. Persónusköpunin er hreinlega viðvaningsleg og karakterinn Mulan er gjörsamlega gerilsneydd öllu innra lífi. Kynningin á henni er svo klunnaleg að ég þurfti að horfa á fyrstu 20 mínúturnar aftur til að hreinlega trúa því. Aðstandendur myndarinnar virðast telja að ef heimskupörum uppátækjasamrar stelpu er hafnað af samfélagi hennar muni samhygð með henni skapast líkt og um töfra sé að ræða. Til þess þarf hins vegar töluvert meiri natni en hér er sýnd. Ef blákalt er horft á kynninguna á persónu Mulan sjáum við óþekktarorm redda sér fyrir horn með loftfimleikum, svo kemur kvöld, og hvað sjáum við hana gera þá? Jú, hún er að pína systur sína. Mér er strax farið að líka illa við hana, því er gjörsamlega verið að klúðra þessum fyrstu dýrmætu mínútum. Ef handritið hefði verið skrifað með meiri innsýn í kvikmyndaformið hefðum við kynnst henni í senum þar sem hún hefur rétt fyrir sér á einhvern máta, en einnig rangt fyrir sér út frá gildum samfélagsins. Það sem við sitjum uppi með er að loftfimleikarnir hennar eru tilgangslaus fífldirfska og í þokkabót er hún vond við systur sína í næstu senu. Hver er hugsunin á bak við þetta? Það er a.m.k. ekki verið að skapa persónu sem við viljum dvelja með næstu tvo tímana. Svo eyðir Mulan restinni af myndinni í feluleik með sitt sanna andlit, því fáum við aldrei að kynnast henni á neinn annan máta. Með þessari kynningu á aðalpersónunni er unnið gegn því sem á eftir kemur, það skapast engin taug milli áhorfenda og Mulan, sem ætti að vera lífsblóð myndarinnar. Qi-grautur Það ýmislegt annað sem hægt er að tína til sem vinnur gegn upplifun áhorfandans. Til dæmis ákváðu höfundarnir að bæta inn í söguna einhverju sem er kallað „qi“ (var ekki í teiknimyndinni), sem er einhverskonar innri orka stríðsmanna. Það væri ekkert athugavert við þá viðbót ef sleppt hefði verið að bæta inn nýju plotti tengt einhverskonar norn og töframætti hennar. Þessi illa skrifaða persóna nornarinnar minnkar skilning og tengingu áhorfandans við framvinduna og er algjört sjálfsmark. Nornin ógurlega. Þegar eitthvað svona yfirnáttúrulegt er kynnt inn í söguheim þarf það vera skýrt, því fellur þetta„qi“ gjörsamlega um sjálft sig. Einnig er þessi undirlægjuháttur við keisaraveldið ótrúlega ósmekklegur í samhengi við síendurtekin mótíf myndarinnar varðandi frelsi. Ég get ekki með nokkru móti séð mun á keisaranum og innrásarher Húna, nema hvað þeir gretta sig mikið. Þetta er líkt og ef Logi Geimgengill berjist á móti keisaranum Palpatine svo að annar áþekkur keisari komist til valda. Allt þetta verður til þessa að myndin er pirrandi, ofan á það að vera hreinlega hrútleiðinleg. Yifei Liu í hlutverki sínu sem Mulan. Aðalleikonan Yifei Liu nær engu að bjarga og er gjörsamlega óeftirminnileg. Ég veit ekki hvort þetta sé einungis handritinu að kenna (þar sem hún hefur ekki úr neinu að moða), eða hvort leikkonan sé bara svona sneydd öllum sjarma. Hún náði allavega aldrei til mín. Aðrir leikarar voru ekki eftirminnilegir heldur. Ég spyr mig einnig fyrir hvern þessi kvikmynd er gerð? Hún er á of lágu plani fyrir fullorðna og samkvæmt því sem ég heyri þykir börnum hún almennt leiðinleg. Því endar hún á einhverju furðulegu millistigi, og er í raun ekki fyrir neinn. Mig er hreinlega farið að gruna að Disney hafi áttað sig á að þau væru með misheppnaða mynd í höndunum og notað Covid-fárið sem afsökun til að setja hana ekki í kvikmyndahús og beint á Disney+. Sennilega er sú ákvörðun það eina gáfulega sem var gert í sambandi við þessa framleiðslu, sem er ekkert annað en afleitt prump. Niðurstaða: Ein og hálf stjarna. Mulan er hvorki fugl né fiskur. Sundur- og sálarlaus vara af Hollywood-færibandinu. Ég get því miður engan veginn mælt með henni við nokkurn mann. Heiðar Sumarliðason og handritshöfundurinn Hrafnkell Stefánsson ræddu Mulan í síðasta þætti Stjörnubíós, sem er hægt er að hlýða á hér að neðan. Nú er hægt að fá Stjörnubíó beint í símann í gegnum hlaðvarpsforrit á borð við Apple Podcasts og Spotify. Stjörnubíó Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Disney-samsteypan hefur að undanförnu gert margar leiknar endurgerðir á klassískum teiknimyndum sínum, og hefur afraksturinn notið töluverðra vinsælda í kvikmyndahúsum. Um er að ræða endurgerðir mynda á borð við Fríðu og dýrið, Aladdin og Konung ljónanna. Það var árið 1998 sem Disney sendi frá sér teiknimyndina Mulan sem fjallar um unga konu sem bregður sér í karlmannsgervi og tekur stað aldraðs föður síns í kínverska hernum, svo hann þurfi ekki að berjast við hina grimmu Húna. Nú er röðin komin að þessari asísku bardagahetju að fá meðhöndlun alvöru leikara, en vegna Covid-19 ákvað Disney að setja myndina ekki í kvikmyndahús og fór hún beint á nýju streymisveituna þeirra, Disney+. Mulan úr samnefndri teiknimynd. Af hverju Mulan? Ég verð að játa að ég sá Mulan ekki þegar hún kom í kvikmyndahús á sínum tíma. Ég var reyndar 19 ára gamall og ekki mikið að horfa á barnamyndir, því löglega afsakaður. Mig minnti samt að hún hefði ekki flogið sérlega hátt, eða a.m.k ekkert á við margar af fyrri teiknimyndum Disney. Því skoðaði ég aðsóknartölur, sem svo staðfestu grun minn. Hún er hálfdrættingur á við fyrrnefndar Disney-myndir. Ef við skoðum aðsóknartölur í Bandaríkjunum endaði Mulan með 120 milljónir dollara í tekjur. Til samanburðar má nefna að The Lion King tók inn 442 milljónir, Litla hafmeyjan 274 millljónir og Fríða og dýrið 218 milljónir. Mulan er því aðsóknarlega séð í flokki með minna þekktum Disney-myndum á borð við Hercules og The Emporor´s New Groove. Meira að segja Hunchback of Notre Dam, Pocahontas og Tarzan voru töluvert betur sóttar á sínum tíma. Þar af leiðandi velti ég fyrir mér tilgangi þess að endurgera Mulan. Það er í raun engin augljós ástæða fyrir því, önnur en sú að þetta er módelið sem Disney vinnur með þessa dagana. Og þar sem hin upprunalega Mulan kemst ekki í flokk ástsælustu kvikmynda Disney, þá hlýtur Mikka Músar samsteypan að vera með mjög gott handrit í höndunum. Er einhver ástæða til að fara af stað með 200 milljón dollara framleiðslu ef hráefnið er ekki pottþétt? Maður myndi að minnsta kosti áætla það. Sjálfsmark á fyrstu mínútu Ekki veit ég hvað gekk á þarna í efstu lögum Disney-samsteypunnar, því hráefnið sem hér er unnið með er úldið. Persónusköpunin er hreinlega viðvaningsleg og karakterinn Mulan er gjörsamlega gerilsneydd öllu innra lífi. Kynningin á henni er svo klunnaleg að ég þurfti að horfa á fyrstu 20 mínúturnar aftur til að hreinlega trúa því. Aðstandendur myndarinnar virðast telja að ef heimskupörum uppátækjasamrar stelpu er hafnað af samfélagi hennar muni samhygð með henni skapast líkt og um töfra sé að ræða. Til þess þarf hins vegar töluvert meiri natni en hér er sýnd. Ef blákalt er horft á kynninguna á persónu Mulan sjáum við óþekktarorm redda sér fyrir horn með loftfimleikum, svo kemur kvöld, og hvað sjáum við hana gera þá? Jú, hún er að pína systur sína. Mér er strax farið að líka illa við hana, því er gjörsamlega verið að klúðra þessum fyrstu dýrmætu mínútum. Ef handritið hefði verið skrifað með meiri innsýn í kvikmyndaformið hefðum við kynnst henni í senum þar sem hún hefur rétt fyrir sér á einhvern máta, en einnig rangt fyrir sér út frá gildum samfélagsins. Það sem við sitjum uppi með er að loftfimleikarnir hennar eru tilgangslaus fífldirfska og í þokkabót er hún vond við systur sína í næstu senu. Hver er hugsunin á bak við þetta? Það er a.m.k. ekki verið að skapa persónu sem við viljum dvelja með næstu tvo tímana. Svo eyðir Mulan restinni af myndinni í feluleik með sitt sanna andlit, því fáum við aldrei að kynnast henni á neinn annan máta. Með þessari kynningu á aðalpersónunni er unnið gegn því sem á eftir kemur, það skapast engin taug milli áhorfenda og Mulan, sem ætti að vera lífsblóð myndarinnar. Qi-grautur Það ýmislegt annað sem hægt er að tína til sem vinnur gegn upplifun áhorfandans. Til dæmis ákváðu höfundarnir að bæta inn í söguna einhverju sem er kallað „qi“ (var ekki í teiknimyndinni), sem er einhverskonar innri orka stríðsmanna. Það væri ekkert athugavert við þá viðbót ef sleppt hefði verið að bæta inn nýju plotti tengt einhverskonar norn og töframætti hennar. Þessi illa skrifaða persóna nornarinnar minnkar skilning og tengingu áhorfandans við framvinduna og er algjört sjálfsmark. Nornin ógurlega. Þegar eitthvað svona yfirnáttúrulegt er kynnt inn í söguheim þarf það vera skýrt, því fellur þetta„qi“ gjörsamlega um sjálft sig. Einnig er þessi undirlægjuháttur við keisaraveldið ótrúlega ósmekklegur í samhengi við síendurtekin mótíf myndarinnar varðandi frelsi. Ég get ekki með nokkru móti séð mun á keisaranum og innrásarher Húna, nema hvað þeir gretta sig mikið. Þetta er líkt og ef Logi Geimgengill berjist á móti keisaranum Palpatine svo að annar áþekkur keisari komist til valda. Allt þetta verður til þessa að myndin er pirrandi, ofan á það að vera hreinlega hrútleiðinleg. Yifei Liu í hlutverki sínu sem Mulan. Aðalleikonan Yifei Liu nær engu að bjarga og er gjörsamlega óeftirminnileg. Ég veit ekki hvort þetta sé einungis handritinu að kenna (þar sem hún hefur ekki úr neinu að moða), eða hvort leikkonan sé bara svona sneydd öllum sjarma. Hún náði allavega aldrei til mín. Aðrir leikarar voru ekki eftirminnilegir heldur. Ég spyr mig einnig fyrir hvern þessi kvikmynd er gerð? Hún er á of lágu plani fyrir fullorðna og samkvæmt því sem ég heyri þykir börnum hún almennt leiðinleg. Því endar hún á einhverju furðulegu millistigi, og er í raun ekki fyrir neinn. Mig er hreinlega farið að gruna að Disney hafi áttað sig á að þau væru með misheppnaða mynd í höndunum og notað Covid-fárið sem afsökun til að setja hana ekki í kvikmyndahús og beint á Disney+. Sennilega er sú ákvörðun það eina gáfulega sem var gert í sambandi við þessa framleiðslu, sem er ekkert annað en afleitt prump. Niðurstaða: Ein og hálf stjarna. Mulan er hvorki fugl né fiskur. Sundur- og sálarlaus vara af Hollywood-færibandinu. Ég get því miður engan veginn mælt með henni við nokkurn mann. Heiðar Sumarliðason og handritshöfundurinn Hrafnkell Stefánsson ræddu Mulan í síðasta þætti Stjörnubíós, sem er hægt er að hlýða á hér að neðan. Nú er hægt að fá Stjörnubíó beint í símann í gegnum hlaðvarpsforrit á borð við Apple Podcasts og Spotify.
Stjörnubíó Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira