Afi og heilsugæslan Ragnheiður Gunnarsdóttir skrifar 16. september 2020 07:30 Margir eldri borgarar eru skjólstæðingar fleiri en eins sérfræðilæknis á sama tíma vegna fjölþætts heilsufarsvanda. Sérfræðilæknar sinna sinni sérgrein en þeim er ekki ætlað að hafa þá heildaryfirsýn sem heilsugæslunni er ætlað að hafa yfir alla heilsufarssögu sinna skjólstæðinga. Við innlögn á sjúkrahús kemur til dæmis of oft í ljós að hægt væri að komast af með færri lyf með betri árangri og færri aukaverkunum ef vel og reglulega væri farið yfir allar lyfjaávísanir viðkomandi sjúklings. Það kemur líka alltof oft í ljós hve lítið aldraðir og aðstandendur þeirra vita um alla þá góðu og fjölbreyttu þjónustu sem eldri borgarar eiga möguleika á að fá frá heimahjúkrun og félagsþjónustu sveitarfélaganna. Þjónustu sem hjálpar fólki til að búa sem lengst á eigin heimili. Hafandi starfað lengi og víða við hjúkrun eldri borgara er mín skoðun að ætli heilbrigðiskerfið að veita þessum dýrmæta hópi góða heildræna þjónustu á sem hagkvæmastan hátt, þar með talið fyrirbyggjandi þjónustu, þurfa allir eldri borgarar að vera skráðir á heilsugæslustöð þar sem þeir hafa fastan heilsugæslulækni og geta líka nýtt sér annað starfsfólk heilsugæslunnar. Og að mínu mati er árleg heimsókn á heilsugæsluna skynsamleg fyrir alla eldri borgara 70 ára og eldri þar sem mældur er blóðþrýstingur og blóðsykur, mæld þyngd og teknar almennar blóðprufur hafi þær ekki verið teknar annars staðar á árinu. Slíkt eftirlit gæti verið staðlað, amk fyrsta heimsókn, en læknir viðkomandi gæti að sjálfsögðu bætt við því sem hann teldi æskilegt í hverju tilviki. Niðurstöðum væri fylgt eftir í viðtali við heilsugæslulækninn sem færi yfir lyfjanotkun og rannsóknaniðurstöður. Í slíku árlegu eftirliti væri líka tækifæri til að kynnast öðru starfsfólki heilsugæslustöðvarinnar. Fá upplýsingar um hvaða þjónustu er hægt að fá frá ríki- og sveitarfélögum í formi heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu, hvíldarinnlagna eða dagdeilda þegar og ef sú staða væri hjá viðkomandi sjúklingi að hann gæti farið að þurfa slíka þjónustu. Einnig hvaða hjálpartæki gætu komið að gagni og hvernig niðurgreiðslu þeirra er háttað. Oft getur reynst aðstandendum mjög erfitt að vekja máls á að þörf sé á aðstoð eða hjálpartækjum inn á heimilið og eðlilegt að slíkt sé kynnt og sótt um á heilsugæslunni. Einnig mætti benda fólki á þjónustu sem hægt er að kaupa af einkafyrirtækjum og nægir þar að nefna lyfjaskömmtun og heimsendingar ýmiss konar. En hefur heilsugæslan bolmagn í það sem hér er lagt til ? Ef svo er ekki tel ég fjármagni ekki skipt með hagkvæmnina í huga og hvet eldri borgara til að láta á það reyna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landakoti og hjá Efri ár-öldrunarráðgjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Margir eldri borgarar eru skjólstæðingar fleiri en eins sérfræðilæknis á sama tíma vegna fjölþætts heilsufarsvanda. Sérfræðilæknar sinna sinni sérgrein en þeim er ekki ætlað að hafa þá heildaryfirsýn sem heilsugæslunni er ætlað að hafa yfir alla heilsufarssögu sinna skjólstæðinga. Við innlögn á sjúkrahús kemur til dæmis of oft í ljós að hægt væri að komast af með færri lyf með betri árangri og færri aukaverkunum ef vel og reglulega væri farið yfir allar lyfjaávísanir viðkomandi sjúklings. Það kemur líka alltof oft í ljós hve lítið aldraðir og aðstandendur þeirra vita um alla þá góðu og fjölbreyttu þjónustu sem eldri borgarar eiga möguleika á að fá frá heimahjúkrun og félagsþjónustu sveitarfélaganna. Þjónustu sem hjálpar fólki til að búa sem lengst á eigin heimili. Hafandi starfað lengi og víða við hjúkrun eldri borgara er mín skoðun að ætli heilbrigðiskerfið að veita þessum dýrmæta hópi góða heildræna þjónustu á sem hagkvæmastan hátt, þar með talið fyrirbyggjandi þjónustu, þurfa allir eldri borgarar að vera skráðir á heilsugæslustöð þar sem þeir hafa fastan heilsugæslulækni og geta líka nýtt sér annað starfsfólk heilsugæslunnar. Og að mínu mati er árleg heimsókn á heilsugæsluna skynsamleg fyrir alla eldri borgara 70 ára og eldri þar sem mældur er blóðþrýstingur og blóðsykur, mæld þyngd og teknar almennar blóðprufur hafi þær ekki verið teknar annars staðar á árinu. Slíkt eftirlit gæti verið staðlað, amk fyrsta heimsókn, en læknir viðkomandi gæti að sjálfsögðu bætt við því sem hann teldi æskilegt í hverju tilviki. Niðurstöðum væri fylgt eftir í viðtali við heilsugæslulækninn sem færi yfir lyfjanotkun og rannsóknaniðurstöður. Í slíku árlegu eftirliti væri líka tækifæri til að kynnast öðru starfsfólki heilsugæslustöðvarinnar. Fá upplýsingar um hvaða þjónustu er hægt að fá frá ríki- og sveitarfélögum í formi heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu, hvíldarinnlagna eða dagdeilda þegar og ef sú staða væri hjá viðkomandi sjúklingi að hann gæti farið að þurfa slíka þjónustu. Einnig hvaða hjálpartæki gætu komið að gagni og hvernig niðurgreiðslu þeirra er háttað. Oft getur reynst aðstandendum mjög erfitt að vekja máls á að þörf sé á aðstoð eða hjálpartækjum inn á heimilið og eðlilegt að slíkt sé kynnt og sótt um á heilsugæslunni. Einnig mætti benda fólki á þjónustu sem hægt er að kaupa af einkafyrirtækjum og nægir þar að nefna lyfjaskömmtun og heimsendingar ýmiss konar. En hefur heilsugæslan bolmagn í það sem hér er lagt til ? Ef svo er ekki tel ég fjármagni ekki skipt með hagkvæmnina í huga og hvet eldri borgara til að láta á það reyna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landakoti og hjá Efri ár-öldrunarráðgjöf.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun