Kristín Ýr hefði valið Hólmfríði í landsliðið: Svo mikill X-faktor í Fríðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 12:00 Hólmfríður Magnúsdóttir fagnar eftir að Selfoss vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil. Hún skoraði þá fyrra mark Selfoss í 2-1 sigri á KR. vísir/daníel Hólmfríður Magnúsdóttir átti stórleik með Selfossliðinu í Pepsi Max deild kvenna um helgina í fyrsta leiknum sínum eftir að kom í ljós að hún væri ekki í íslenska landsliðinu. Hólmfríður skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö í 5-0 sigri Selfoss á KR og það í Vesturbænum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Pepsi Max mörkum kvenna ræddu frammistöðu Hólmfríðar í leiknum í þætti sínum í gær. Selfossliðið blómstraði án Dagnýjar „Ég verð að segja fyrir mitt leyti sem áhorfandi þarna að mér fannst hún vera á allt öðru ‚leveli' en aðrir leikmenn,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Pepsi Max markanna, í upphafi umræðanna um Selfossliðið. Selfoss lék án Dagnýjar Brynjarsdóttur í þessum leik en saknaði ekki hennar ekki síst vegna frammistöðu Hólmfríðar. „Dagný var ekki að spila og maður átti von á því að það myndi veikja Selfoss. Það virtist ekki gera það,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Ef Selfoss hefði verið að mæta einhverju öðru liði en KR þá hugsa ég að það hefði haft meiri áhrif. KR átti ekki neitt í þær,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. „Ég velti því fyrir mér hvort að það sé að treysta of mikið á Dagnýju til dæmis sóknarlega. Þegar Hólmfríður er búin að vera góð í sumar þá er hún búin að vera besti maður vallarins,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. Besti maður vallarsin eða nánast ekki með „Þegar hún er ekki besti maður vallarins þá finnst mér hún nánast ekki með. Það er búið að tala svo mikið um að Dagný eigi að bera þetta uppi en svo dettur hún út og þá þurfa hinir leikmennirnir að tengja. Þá fannst mér þetta ganga betur fyrir sig sóknarlega,“ sagði Bára Kristbjörg. Hólmfríður Magnúsdóttir talaði um það á fótbolta.net að hún væri svekkt að vera ekki í landsliðinu. Hún er að verða 36 ára gömul í næstu viku og er annar markahæsta landsliðskonan sögunnar með 37 mörk í 112 landsleikjum. Á hún að vera í landsliðinu? „Við vitum að hún er með mjög mikinn metnað annars væri hún ekki búin að komast þangað sem hún er. Hún er búin að standa sig vel og má vera svekkt en svo er bara spurning um hverjum finnst um að hver eigi að vera hvar,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir. Frekar en Rakel Hönnu „Ég hefði persónulega ekki valið hana yfir neina úr þessum sóknarmannahópi. Ekki núna. Þegar hún er búin að vera góð þá er hún búin að vera besti maður vallarins en mér finnst hún búin að eiga of marga ‚off-leiki' til þess að ég myndi taka einhvern annan sóknarmann út fyrir hana,“ sagði Bára Kristbjörg. „Ég hefði valið hana, ekki til að vera í byrjunarliðinu heldur til að hafa hana á bekknum. Hún er góð til að sprengja upp leikinn. Ég hefði tekið hana frekar en Rakel Hönnu til dæmis,“ sagði Kristín Ýr. „Það er svo mikill X-faktor í Fríðu að koma inn á með einhverja sprengju í nokkrar mínútur,“ sagði Kristín Ýr en það má finna umfjöllunina um Hólmfríði hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna: Hólmfríður Magnúsdóttir og landsliðið Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin EM 2021 í Englandi Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir átti stórleik með Selfossliðinu í Pepsi Max deild kvenna um helgina í fyrsta leiknum sínum eftir að kom í ljós að hún væri ekki í íslenska landsliðinu. Hólmfríður skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö í 5-0 sigri Selfoss á KR og það í Vesturbænum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Pepsi Max mörkum kvenna ræddu frammistöðu Hólmfríðar í leiknum í þætti sínum í gær. Selfossliðið blómstraði án Dagnýjar „Ég verð að segja fyrir mitt leyti sem áhorfandi þarna að mér fannst hún vera á allt öðru ‚leveli' en aðrir leikmenn,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Pepsi Max markanna, í upphafi umræðanna um Selfossliðið. Selfoss lék án Dagnýjar Brynjarsdóttur í þessum leik en saknaði ekki hennar ekki síst vegna frammistöðu Hólmfríðar. „Dagný var ekki að spila og maður átti von á því að það myndi veikja Selfoss. Það virtist ekki gera það,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Ef Selfoss hefði verið að mæta einhverju öðru liði en KR þá hugsa ég að það hefði haft meiri áhrif. KR átti ekki neitt í þær,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. „Ég velti því fyrir mér hvort að það sé að treysta of mikið á Dagnýju til dæmis sóknarlega. Þegar Hólmfríður er búin að vera góð í sumar þá er hún búin að vera besti maður vallarins,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. Besti maður vallarsin eða nánast ekki með „Þegar hún er ekki besti maður vallarins þá finnst mér hún nánast ekki með. Það er búið að tala svo mikið um að Dagný eigi að bera þetta uppi en svo dettur hún út og þá þurfa hinir leikmennirnir að tengja. Þá fannst mér þetta ganga betur fyrir sig sóknarlega,“ sagði Bára Kristbjörg. Hólmfríður Magnúsdóttir talaði um það á fótbolta.net að hún væri svekkt að vera ekki í landsliðinu. Hún er að verða 36 ára gömul í næstu viku og er annar markahæsta landsliðskonan sögunnar með 37 mörk í 112 landsleikjum. Á hún að vera í landsliðinu? „Við vitum að hún er með mjög mikinn metnað annars væri hún ekki búin að komast þangað sem hún er. Hún er búin að standa sig vel og má vera svekkt en svo er bara spurning um hverjum finnst um að hver eigi að vera hvar,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir. Frekar en Rakel Hönnu „Ég hefði persónulega ekki valið hana yfir neina úr þessum sóknarmannahópi. Ekki núna. Þegar hún er búin að vera góð þá er hún búin að vera besti maður vallarins en mér finnst hún búin að eiga of marga ‚off-leiki' til þess að ég myndi taka einhvern annan sóknarmann út fyrir hana,“ sagði Bára Kristbjörg. „Ég hefði valið hana, ekki til að vera í byrjunarliðinu heldur til að hafa hana á bekknum. Hún er góð til að sprengja upp leikinn. Ég hefði tekið hana frekar en Rakel Hönnu til dæmis,“ sagði Kristín Ýr. „Það er svo mikill X-faktor í Fríðu að koma inn á með einhverja sprengju í nokkrar mínútur,“ sagði Kristín Ýr en það má finna umfjöllunina um Hólmfríði hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna: Hólmfríður Magnúsdóttir og landsliðið
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin EM 2021 í Englandi Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira