Tími til aðgerða er núna! Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 17. september 2020 07:00 Núna upplifa margar fjölskyldur óvissu og jafnvel ótta um hvað framtíðin muni bera í skauti sínu. Áhrif Covid á atvinnulífið og þar með afkomu fjölskyldna eru meiri en vonast var til í vor og margir sjá fram á að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar, t.d. hvað varðar fasteignalán. Hjá fæstum stafar það af „óskynsemi“ eða „of-fjárfestingum“, heldur vegna ástands sem ekki var á valdi fjölskyldna að sjá fyrir eða bregðast við. Krafa Hagsmunasamtaka heimilanna er einföld: Enginn á að þurfa að missa heimili sitt vegna afleiðinga Covid-19! Reyndar á engin fjölskylda nokkurn tímann að þurfa að missa heimili sitt vegna tímabundinna vandkvæða, hvort sem þau eru persónuleg, þjóðarinnar allrar, eða alþjóðleg. Samkvæmt mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur skrifað undir og staðfest eru það mannréttindi að eiga heimili. Engu að síður hafa a.m.k. 15.000 fjölskyldur misst heimili sín vegna síðasta hruns, vegna þess að þeir sem fóru fyrir fjármálageiranum virtu hvorki lög né leikreglur, heldur litu á neytendur sem peð í sínum ljóta leik. Til að koma í veg fyrir að svipaðar hörmungar endurtaki sig, þarf að grípa til aðgerða NÚNA! Það er of seint þegar skaðinn er skeður! Þess vegna sendu Hagsmunsamtökin í vikunni áskorun/fréttatilkynningu á fjölmiðla og alla ráðherra ríkisstjórnarinnar til að minna á að þeir bera ALLIR ábyrgð á að verja heimili landsins og að þeim beri að setja hagsmuni þeirra ofar hagsmunum fjármálafyrirtækjanna. Það liggur fyrir að þrátt fyrir digurbarkaleg orð fjármálaráðherra og Seðlabankastjóra í vor, um að verðbólgu yrði haldið í skefjum, að þeir eru að missa tök á henni. Þar sem vextir hafa aldrei verið lægri á Íslandi í manna minnum, er kjörið tækifæri núna fyrir ríkisstjórnina að afnema verðtrygginguna á lánum heimilanna, og uppfylla með því sinn eigin stjórnarsáttmála. Það allra minnsta sem ríkisstjórnin getur gert er að setja þak á verðtrygginguna og tryggja þannig heimilin fyrir skelfilegum og langvinnum áhrifum hennar á afkomu þeirra og fjárhag. Þetta hefði að sjálfsögðu átt að gera í vor eins og Hagsmunasamtökin fóru ítrekað fram á enda sýna tölur um verðbólguvæntingar Seðlabanka Íslands að heimilin eru einu aðilarnir sem hafa reynst sannspáir um verðbólguvæntingar á þessu ári. Fyrirtæki, markaðsaðilar og markaðurinn sjálfur, vanmátu þær hins vegar. Andvaraleysi stjórnvalda gagnvart þeirri vá sem mörg heimili standa frammi fyrir er algjörlega óforsvaranlegt. Sporin hræða og það má ekki gerast aftur að heimilum landsins verði fórnað á altari fjármálafyrirtækja eins og gert var eftir síðasta hrun. Hagsmunasamtök heimilanna munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að verja heimili landsins fyrir sterkum hagsmunaaðilum. Þetta er ójafn leikur því það er ekki nóg með að hagsmunasamtök fjármálafyrirtækja (SFF) séu með beinan aðgang að stjórnvöldum, heldur hafa þau líka aðgang að ómældu fjármagni til að kosta hagsmunabaráttu sína. Við þetta berjast Hagsmunasamtök heimilanna í sjálfboðavinnu. Fjármagnið er lítið sem ekkert, en réttlætið, lögin og Stjórnarskráin, eru svo sannarlega okkar megin, að ógleymdri hugsjóninni fyrir réttlátu Íslandi og eldmóðnum sem fleytir okkur langt. Hér er tengill á fréttatilkynningu okkar frá því í gær ÍTREKUN: Tryggjum heimilunum skjól undir öruggu þaki. Ef þú vilt leggja Hagsmunasamtökum heimilanna lið getur þú skráð þig í samtökin hér og greitt valfrjáls félagsgjöld kr. 4.900 á ári. Okkur munar um allan stuðning! Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Núna upplifa margar fjölskyldur óvissu og jafnvel ótta um hvað framtíðin muni bera í skauti sínu. Áhrif Covid á atvinnulífið og þar með afkomu fjölskyldna eru meiri en vonast var til í vor og margir sjá fram á að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar, t.d. hvað varðar fasteignalán. Hjá fæstum stafar það af „óskynsemi“ eða „of-fjárfestingum“, heldur vegna ástands sem ekki var á valdi fjölskyldna að sjá fyrir eða bregðast við. Krafa Hagsmunasamtaka heimilanna er einföld: Enginn á að þurfa að missa heimili sitt vegna afleiðinga Covid-19! Reyndar á engin fjölskylda nokkurn tímann að þurfa að missa heimili sitt vegna tímabundinna vandkvæða, hvort sem þau eru persónuleg, þjóðarinnar allrar, eða alþjóðleg. Samkvæmt mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur skrifað undir og staðfest eru það mannréttindi að eiga heimili. Engu að síður hafa a.m.k. 15.000 fjölskyldur misst heimili sín vegna síðasta hruns, vegna þess að þeir sem fóru fyrir fjármálageiranum virtu hvorki lög né leikreglur, heldur litu á neytendur sem peð í sínum ljóta leik. Til að koma í veg fyrir að svipaðar hörmungar endurtaki sig, þarf að grípa til aðgerða NÚNA! Það er of seint þegar skaðinn er skeður! Þess vegna sendu Hagsmunsamtökin í vikunni áskorun/fréttatilkynningu á fjölmiðla og alla ráðherra ríkisstjórnarinnar til að minna á að þeir bera ALLIR ábyrgð á að verja heimili landsins og að þeim beri að setja hagsmuni þeirra ofar hagsmunum fjármálafyrirtækjanna. Það liggur fyrir að þrátt fyrir digurbarkaleg orð fjármálaráðherra og Seðlabankastjóra í vor, um að verðbólgu yrði haldið í skefjum, að þeir eru að missa tök á henni. Þar sem vextir hafa aldrei verið lægri á Íslandi í manna minnum, er kjörið tækifæri núna fyrir ríkisstjórnina að afnema verðtrygginguna á lánum heimilanna, og uppfylla með því sinn eigin stjórnarsáttmála. Það allra minnsta sem ríkisstjórnin getur gert er að setja þak á verðtrygginguna og tryggja þannig heimilin fyrir skelfilegum og langvinnum áhrifum hennar á afkomu þeirra og fjárhag. Þetta hefði að sjálfsögðu átt að gera í vor eins og Hagsmunasamtökin fóru ítrekað fram á enda sýna tölur um verðbólguvæntingar Seðlabanka Íslands að heimilin eru einu aðilarnir sem hafa reynst sannspáir um verðbólguvæntingar á þessu ári. Fyrirtæki, markaðsaðilar og markaðurinn sjálfur, vanmátu þær hins vegar. Andvaraleysi stjórnvalda gagnvart þeirri vá sem mörg heimili standa frammi fyrir er algjörlega óforsvaranlegt. Sporin hræða og það má ekki gerast aftur að heimilum landsins verði fórnað á altari fjármálafyrirtækja eins og gert var eftir síðasta hrun. Hagsmunasamtök heimilanna munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að verja heimili landsins fyrir sterkum hagsmunaaðilum. Þetta er ójafn leikur því það er ekki nóg með að hagsmunasamtök fjármálafyrirtækja (SFF) séu með beinan aðgang að stjórnvöldum, heldur hafa þau líka aðgang að ómældu fjármagni til að kosta hagsmunabaráttu sína. Við þetta berjast Hagsmunasamtök heimilanna í sjálfboðavinnu. Fjármagnið er lítið sem ekkert, en réttlætið, lögin og Stjórnarskráin, eru svo sannarlega okkar megin, að ógleymdri hugsjóninni fyrir réttlátu Íslandi og eldmóðnum sem fleytir okkur langt. Hér er tengill á fréttatilkynningu okkar frá því í gær ÍTREKUN: Tryggjum heimilunum skjól undir öruggu þaki. Ef þú vilt leggja Hagsmunasamtökum heimilanna lið getur þú skráð þig í samtökin hér og greitt valfrjáls félagsgjöld kr. 4.900 á ári. Okkur munar um allan stuðning! Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar