„Munum gera allt hvað við getum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 16. september 2020 18:23 Jón Atli Benediktsson er rektor Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að allt verði gert til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar innan skólans. Alls hafa fimm starfsmenn á háskólasvæðinu greinst með kórónuveiruna og er það til skoðunar að sögn rektors að fara mögulega meira í rafræna kennslu vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Sjálfur fór Jón Atli í sóttkví í liðinni viku vegna smits hjá starfsmanni í aðalbyggingu háskólans en hann losnaði úr sóttkví í dag eftir að hafa greinst neikvæður í skimun á 7. degi. Aðspurður hvernig skólinn hyggst bregðast við smitunum segir Jón Atli megináhersluna á almennar sóttvarnir. „Og að fólk haldi fjarlægðartakmörkunum og þess háttar en síðan erum við að fara yfir ýmislegt, eins og til að mynda þrif, fyrirkomulag kennslunnar og það gæti verið að við þyrftum þá að huga meira að rafrænni kennslu frekar en staðnámi. En við byrjuðum á því núna í upphafi haustsins að segja að rafræn kennsla yrði lögð til grundvallar í háskólanum svo við erum ekki illa í stakk búin að fara þá meira þangað vegna þess að kennararnir vita af því,“ sagði Jón Atli í samtali við fréttastofu nú síðdegis. Ekki óyfirstíganlegt verkefni að fara meira í rafræna kennslu Hann segir að það þurfi að fara yfir það hvort nauðsynlegt sé að taka skref til baka í þeim fögum þar sem nemendur hafa verið að mæta í skólann. „Við erum með fund í neyðarstjórn Háskólans í fyrramálið og þá munum við væntanlega fjalla um þetta. Háskóli Íslands er svo stór stofnun og þetta er svo flókin starfsemi að það þarf aðeins bara að fara yfir það áður en við tökum ákvarðanir. En úr því að við lögðum upp með þetta í upphafi að vera með rafræna kennslu þá er verkefnið ekkert óyfirstíganlegt að slaka aðeins á til baka. En ég vil nefna líka að við erum með verklega kennslu og umræðutíma og við þurfum að huga sérstaklega að því hvernig við leysum þau mál.“ Íslensk erfðagreining hefur boðist til þess að skima starfsfólk og nemendur HÍ fyrir veirunni endurgjaldslaust og hvetur Jón Atli fólk eindregið til þess að fara í skimun. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að komast yfir þetta, við skulum ekkert fara á taugum, en það er mikilvægt að við náum utan vandann,“ segir hann. En nemendur geta þá í einhverjum tilvikum þurft að búa sig undir það að læra við tölvuna heima? „Það hefur talsvert mikið verið þannig og við bara höldum því þá áfram. Það verður kannski í meira mæli en áður en eins og ég segi, við þurfum bara að fara yfir þetta með forsetum fræðasviða og síðan með deildunum, það eru einstakir kennarar sem síðan framkvæma þetta en við munum gera allt hvað við getum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.“ Klippa: Viðtal við Jón Atla Benediktsson, rektor HÍ, vegna fimm smita sem upp eru komin í skólanum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að allt verði gert til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar innan skólans. Alls hafa fimm starfsmenn á háskólasvæðinu greinst með kórónuveiruna og er það til skoðunar að sögn rektors að fara mögulega meira í rafræna kennslu vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Sjálfur fór Jón Atli í sóttkví í liðinni viku vegna smits hjá starfsmanni í aðalbyggingu háskólans en hann losnaði úr sóttkví í dag eftir að hafa greinst neikvæður í skimun á 7. degi. Aðspurður hvernig skólinn hyggst bregðast við smitunum segir Jón Atli megináhersluna á almennar sóttvarnir. „Og að fólk haldi fjarlægðartakmörkunum og þess háttar en síðan erum við að fara yfir ýmislegt, eins og til að mynda þrif, fyrirkomulag kennslunnar og það gæti verið að við þyrftum þá að huga meira að rafrænni kennslu frekar en staðnámi. En við byrjuðum á því núna í upphafi haustsins að segja að rafræn kennsla yrði lögð til grundvallar í háskólanum svo við erum ekki illa í stakk búin að fara þá meira þangað vegna þess að kennararnir vita af því,“ sagði Jón Atli í samtali við fréttastofu nú síðdegis. Ekki óyfirstíganlegt verkefni að fara meira í rafræna kennslu Hann segir að það þurfi að fara yfir það hvort nauðsynlegt sé að taka skref til baka í þeim fögum þar sem nemendur hafa verið að mæta í skólann. „Við erum með fund í neyðarstjórn Háskólans í fyrramálið og þá munum við væntanlega fjalla um þetta. Háskóli Íslands er svo stór stofnun og þetta er svo flókin starfsemi að það þarf aðeins bara að fara yfir það áður en við tökum ákvarðanir. En úr því að við lögðum upp með þetta í upphafi að vera með rafræna kennslu þá er verkefnið ekkert óyfirstíganlegt að slaka aðeins á til baka. En ég vil nefna líka að við erum með verklega kennslu og umræðutíma og við þurfum að huga sérstaklega að því hvernig við leysum þau mál.“ Íslensk erfðagreining hefur boðist til þess að skima starfsfólk og nemendur HÍ fyrir veirunni endurgjaldslaust og hvetur Jón Atli fólk eindregið til þess að fara í skimun. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að komast yfir þetta, við skulum ekkert fara á taugum, en það er mikilvægt að við náum utan vandann,“ segir hann. En nemendur geta þá í einhverjum tilvikum þurft að búa sig undir það að læra við tölvuna heima? „Það hefur talsvert mikið verið þannig og við bara höldum því þá áfram. Það verður kannski í meira mæli en áður en eins og ég segi, við þurfum bara að fara yfir þetta með forsetum fræðasviða og síðan með deildunum, það eru einstakir kennarar sem síðan framkvæma þetta en við munum gera allt hvað við getum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.“ Klippa: Viðtal við Jón Atla Benediktsson, rektor HÍ, vegna fimm smita sem upp eru komin í skólanum
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira