Björgvin Páll fær Mercedes-Benz bifreið til að sinna forvarnarverkefni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. september 2020 07:00 Björgvin Páll við Mercedes-Benz GLC sem hann ekur á milli grunnskóla landsins. Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur sett af stað forvarnar- og fræðsluverkefni í grunnskólum landsins. Verkefnið ber nafnið Vopnabúrið og er fyrirlestrarröð fyrir nemendur, kennara og foreldra, segir í fréttatilkynningu frá Öskju, sem leggur Björgvini Páli til bifreið til að sinna verkefninu. Björgvin Páll er löngu landskunnur fyrir afrek sín sem landsliðsmarkvörður í handbolta en hann átti sjálfur ekki auðvelda æsku og þurfti því að ryðja ýmsum hindrunum úr vegi og hafa mikið fyrir því að ná eins langt og hann gerði. „Ég hef mikinn áhuga á því að nýta mína reynslu til að hjálpa börnum og unglingum sem standa frammi fyrir sömu áskorunum og ég gerði. Ástandið er ekki frábært, sérstaklega á börnunum okkar“ segir Björgvin Páll. Þar vísar hann til nýlegra rannsókna á andlegri líðan í tengslum við faraldur kórónuveirunnar. Björgvin Páll mun til að byrja með halda fyrirlestra sína í skólum í Kópavogi þar sem rætur hans liggja en hann hefur tjáð sig um æsku sína þar sem hann lenti í miklum erfiðleikum og fyrir skömmu gaf hann út bókina Án filters þar sem hann segir frá reynslu sinni. Markmiðið er að ná til unglinga sem eiga á hættu að lenda í erfiðleikum og neyslu, mynda tengsl við þá og freista þess að beina þeim inn á réttar brautir í lífinu. Verkefnið er tvískipt: annars vegar er það Vopnabúrið og Við sem lið en í það ætlar Björgvin Páll að safna saman krökkum til að vinna persónulega með. Bílaumboðið Askja lætur Björgvin Pál fá afnot að Mercedes-Benz bifreið til að sinna verkefninu og aka á milli grunnskóla landsins. „Það er okkur hjá Öskju mikil og sönn ánægja að geta stutt við bakið á þessu góða málefni“ segir Arna Rut Hjartardóttir, markaðsstjóri Mercedes-Benz. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent
Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur sett af stað forvarnar- og fræðsluverkefni í grunnskólum landsins. Verkefnið ber nafnið Vopnabúrið og er fyrirlestrarröð fyrir nemendur, kennara og foreldra, segir í fréttatilkynningu frá Öskju, sem leggur Björgvini Páli til bifreið til að sinna verkefninu. Björgvin Páll er löngu landskunnur fyrir afrek sín sem landsliðsmarkvörður í handbolta en hann átti sjálfur ekki auðvelda æsku og þurfti því að ryðja ýmsum hindrunum úr vegi og hafa mikið fyrir því að ná eins langt og hann gerði. „Ég hef mikinn áhuga á því að nýta mína reynslu til að hjálpa börnum og unglingum sem standa frammi fyrir sömu áskorunum og ég gerði. Ástandið er ekki frábært, sérstaklega á börnunum okkar“ segir Björgvin Páll. Þar vísar hann til nýlegra rannsókna á andlegri líðan í tengslum við faraldur kórónuveirunnar. Björgvin Páll mun til að byrja með halda fyrirlestra sína í skólum í Kópavogi þar sem rætur hans liggja en hann hefur tjáð sig um æsku sína þar sem hann lenti í miklum erfiðleikum og fyrir skömmu gaf hann út bókina Án filters þar sem hann segir frá reynslu sinni. Markmiðið er að ná til unglinga sem eiga á hættu að lenda í erfiðleikum og neyslu, mynda tengsl við þá og freista þess að beina þeim inn á réttar brautir í lífinu. Verkefnið er tvískipt: annars vegar er það Vopnabúrið og Við sem lið en í það ætlar Björgvin Páll að safna saman krökkum til að vinna persónulega með. Bílaumboðið Askja lætur Björgvin Pál fá afnot að Mercedes-Benz bifreið til að sinna verkefninu og aka á milli grunnskóla landsins. „Það er okkur hjá Öskju mikil og sönn ánægja að geta stutt við bakið á þessu góða málefni“ segir Arna Rut Hjartardóttir, markaðsstjóri Mercedes-Benz.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent