Sky Sports valdi Gylfa mann leiksins: Fagnar því að fá góða menn til Everton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 09:30 Michael Keane þakkar Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir stoðsendinguna í sigri Everton í gær Gylfi kom inn í byrjunarliðið og fékk fyrirliðabandið. Getty/Peter Powell Gylfi Þór Sigurðsson sagði ekki hafa hugmynd um að markið hans í gær hafi verð hundraðasta markið hans í enska boltanum. Sky Sports valdi Gylfa Þór Sigurðsson besta mann vallarins í gærkvöldi en hann var með mark og stoðsendingu í 3-0 sigri Everton á Salford City í annarri umferð enska deildabikarsins. Gylfi var á bekknum í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi þar sem nýkeyptir miðjumenn liðsins fengu tækifæri. Gylfi skoraði annað mark Everton í leiknum eftir að hafa fengið sendingu frá Anthony Gordon. Hann hafði áður lagt upp skallamark fyrir Michael Keane þegar hornspyrna Gylfa fór beint á höfuðið á miðverðinum. Gylfi hefði getað skorað annað mark í leiknum þegar hann skaut í stöngina. Sky Sports fékk Gylfa í viðtal og spurði hann af því hvort að hann hefði vitað að þetta væri hans hundraðasta mark. @Carabao_Cup Man of the Match, @Everton s Gylfi SigurdssonScored 100th goal of English career in all comps3 shots, 1 on target1 assist4 chances created11 crosses55 of 63 passes completed (87% accuracy) pic.twitter.com/A27GjADnTg— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) September 16, 2020 „Nei ég vissi ekki af því svo það er gaman að heyra. Ég hefði getað skorað 101. markið mitt en það gerðist ekki. Vonandi kemur það í næsta leik," sagði Gylfi í viðtalinu. „Þetta var góð frammistaða hjá liðinu og gott að vera áfram í keppninni. Þeir spiluðu vel en ef við hefðum nýtt færin okkar í fyrri hálfleik hefði þetta verið annar leikur. Við héldum boltanum vel og þeir urðu þreyttir þegar á leið. Á heildina litið góð frammistaða," sagði Gylfi eftir leikinn. Gylfi fagnar meiri samkeppni á miðju Everton liðsins en það var mikilvægt fyrir hann að spila vel í gær þegar hann fékk aftur tækifæri í byrjunarliðinu. Allan, Abdoulaye Doucoure og James Rodriguez voru allir keyptir og Everton vann fyrsta leik með Gylfa á bekknum. „Það skiptir ekki máli hvaða leikur það er því það er alltaf gott tækifæri til að sýna að þú getur spilað fyrir þetta félag, að sýna það að þú sért nógu góður. Auðvitað munu koma inn nýir leikmenn hjá stóru félagi eins og Everton. Það er gott að við séum að fá inn góða leikmenn og hópurinn er því að verða sterkari. Það býr til meiri samkeppni en leikirnir verða margir að það er gott að hafa stærri hóp," sagði Gylfi við Sky Sports eftir leik. Enski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson sagði ekki hafa hugmynd um að markið hans í gær hafi verð hundraðasta markið hans í enska boltanum. Sky Sports valdi Gylfa Þór Sigurðsson besta mann vallarins í gærkvöldi en hann var með mark og stoðsendingu í 3-0 sigri Everton á Salford City í annarri umferð enska deildabikarsins. Gylfi var á bekknum í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi þar sem nýkeyptir miðjumenn liðsins fengu tækifæri. Gylfi skoraði annað mark Everton í leiknum eftir að hafa fengið sendingu frá Anthony Gordon. Hann hafði áður lagt upp skallamark fyrir Michael Keane þegar hornspyrna Gylfa fór beint á höfuðið á miðverðinum. Gylfi hefði getað skorað annað mark í leiknum þegar hann skaut í stöngina. Sky Sports fékk Gylfa í viðtal og spurði hann af því hvort að hann hefði vitað að þetta væri hans hundraðasta mark. @Carabao_Cup Man of the Match, @Everton s Gylfi SigurdssonScored 100th goal of English career in all comps3 shots, 1 on target1 assist4 chances created11 crosses55 of 63 passes completed (87% accuracy) pic.twitter.com/A27GjADnTg— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) September 16, 2020 „Nei ég vissi ekki af því svo það er gaman að heyra. Ég hefði getað skorað 101. markið mitt en það gerðist ekki. Vonandi kemur það í næsta leik," sagði Gylfi í viðtalinu. „Þetta var góð frammistaða hjá liðinu og gott að vera áfram í keppninni. Þeir spiluðu vel en ef við hefðum nýtt færin okkar í fyrri hálfleik hefði þetta verið annar leikur. Við héldum boltanum vel og þeir urðu þreyttir þegar á leið. Á heildina litið góð frammistaða," sagði Gylfi eftir leikinn. Gylfi fagnar meiri samkeppni á miðju Everton liðsins en það var mikilvægt fyrir hann að spila vel í gær þegar hann fékk aftur tækifæri í byrjunarliðinu. Allan, Abdoulaye Doucoure og James Rodriguez voru allir keyptir og Everton vann fyrsta leik með Gylfa á bekknum. „Það skiptir ekki máli hvaða leikur það er því það er alltaf gott tækifæri til að sýna að þú getur spilað fyrir þetta félag, að sýna það að þú sért nógu góður. Auðvitað munu koma inn nýir leikmenn hjá stóru félagi eins og Everton. Það er gott að við séum að fá inn góða leikmenn og hópurinn er því að verða sterkari. Það býr til meiri samkeppni en leikirnir verða margir að það er gott að hafa stærri hóp," sagði Gylfi við Sky Sports eftir leik.
Enski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti