Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2020 12:30 Það er gríðarlega mikið í húfi í dag fyrir KR og íslenskan fótbolta. VÍSIR/BÁRA Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. Styrkleikalisti UEFA ræður því hvað hver þjóð fær mörg sæti í Evrópukeppnum UEFA; Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og hinni nýju Sambandsdeild (e. Conference League) sem keppt verður í 2022-23. Ísland hefur undanfarin ár átt eitt sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar og þrjú í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þannig verður það einnig á næstu leiktíð, en þetta breytist frá og með leiktíðinni 2022-23 ef KR tapar í dag. Það myndi þýða að aðeins Íslandsmeistarar næsta árs, bikarmeistarar og eitt lið til viðbótar (í 2. eða 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar) fengju sæti í Evrópukeppni. Íslandsmeistararnir munu fara í Meistaradeildina en önnur íslensk lið, 2 eða 3, í nýju Sambandsdeildina. Tap í vítaspyrnukeppni dugði Wales Þetta er staðreynd eftir að velska liðið The New Saints komst í vítaspyrnukeppni gegn B36 frá Færeyjum í gær, í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Þó að B36 hafi unnið vítakeppnina tryggðu The New Saints velska knattspyrnusambandinu mikilvæg stig á styrkleikalista UEFA, með því að tapa ekki í venjulegum leiktíma eða framlengingu. Staðan á styrkleikalista UEFA fyrir leiki dagsins. Ísland er á milli Wales og Svartfjallalands sem eiga lið sem leika í dag.skjáskot/kassiesa.net Miðað við stöðuna í dag er Ísland í 51. sæti á styrkleikalista UEFA vegna félagsliða. Löndin sem enda í neðstu fimm sætunum, 51-55, þegar yfirstandandi keppnistímabili lýkur geta bara fengið þrjú sæti í Evrópukeppnunum 2022-23. Það munar reyndar sáralitlu að Ísland, sem var í 46. sæti listans eftir síðustu leiktíð, sé enn fyrir ofan Wales. Ísland og Wales eru með jafnmörg stig á stigalistanum, en Wales hefur safnað fleiri stigum á þessari leiktíð og er því ofar. Listinn telur stig síðustu fimm leiktíða. Ísland gæti farið enn neðar Ekki er víst að það dugi KR að vinna í dag, til að Íslandi haldi fjórum Evrópusætum. Wales á enn tvö lið eftir í undankeppni Evrópudeildarinnar, sem spila í dag, og Buducnost frá Svartfjallalandi mætir Astana á útivelli. Svartfellingar eru næstir á eftir Íslendingum og því enn hætta á að Ísland sogist niður í 52. sæti styrkleikalistans. Þá myndu Íslandsmeistarar næsta árs þurfa að fara í forkeppni Meistaradeildarinnar, með hinum þremur lökustu þjóðum álfunnar. KR Evrópudeild UEFA KSÍ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Aldrei meiri peningur í færeyska fótboltanum Færeyingar eru komnir með tvö lið áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þangað sem íslenskur fótbolti þarf nauðsynlega á því að halda að KR komist í kvöld. 17. september 2020 10:30 Grafalvarleg staða komin upp og íslensku félögin þurfa nú á KR-sigri að halda „Það verður dýrt partý ef við missum eitt Evrópusæti.“ Orðin féllu í Pepsi Max Stúkunni í gær en eitt íslenska Evrópusæti er í hættu eftir mjög lélegt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppninni. 1. september 2020 11:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. Styrkleikalisti UEFA ræður því hvað hver þjóð fær mörg sæti í Evrópukeppnum UEFA; Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og hinni nýju Sambandsdeild (e. Conference League) sem keppt verður í 2022-23. Ísland hefur undanfarin ár átt eitt sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar og þrjú í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þannig verður það einnig á næstu leiktíð, en þetta breytist frá og með leiktíðinni 2022-23 ef KR tapar í dag. Það myndi þýða að aðeins Íslandsmeistarar næsta árs, bikarmeistarar og eitt lið til viðbótar (í 2. eða 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar) fengju sæti í Evrópukeppni. Íslandsmeistararnir munu fara í Meistaradeildina en önnur íslensk lið, 2 eða 3, í nýju Sambandsdeildina. Tap í vítaspyrnukeppni dugði Wales Þetta er staðreynd eftir að velska liðið The New Saints komst í vítaspyrnukeppni gegn B36 frá Færeyjum í gær, í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Þó að B36 hafi unnið vítakeppnina tryggðu The New Saints velska knattspyrnusambandinu mikilvæg stig á styrkleikalista UEFA, með því að tapa ekki í venjulegum leiktíma eða framlengingu. Staðan á styrkleikalista UEFA fyrir leiki dagsins. Ísland er á milli Wales og Svartfjallalands sem eiga lið sem leika í dag.skjáskot/kassiesa.net Miðað við stöðuna í dag er Ísland í 51. sæti á styrkleikalista UEFA vegna félagsliða. Löndin sem enda í neðstu fimm sætunum, 51-55, þegar yfirstandandi keppnistímabili lýkur geta bara fengið þrjú sæti í Evrópukeppnunum 2022-23. Það munar reyndar sáralitlu að Ísland, sem var í 46. sæti listans eftir síðustu leiktíð, sé enn fyrir ofan Wales. Ísland og Wales eru með jafnmörg stig á stigalistanum, en Wales hefur safnað fleiri stigum á þessari leiktíð og er því ofar. Listinn telur stig síðustu fimm leiktíða. Ísland gæti farið enn neðar Ekki er víst að það dugi KR að vinna í dag, til að Íslandi haldi fjórum Evrópusætum. Wales á enn tvö lið eftir í undankeppni Evrópudeildarinnar, sem spila í dag, og Buducnost frá Svartfjallalandi mætir Astana á útivelli. Svartfellingar eru næstir á eftir Íslendingum og því enn hætta á að Ísland sogist niður í 52. sæti styrkleikalistans. Þá myndu Íslandsmeistarar næsta árs þurfa að fara í forkeppni Meistaradeildarinnar, með hinum þremur lökustu þjóðum álfunnar.
KR Evrópudeild UEFA KSÍ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Aldrei meiri peningur í færeyska fótboltanum Færeyingar eru komnir með tvö lið áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þangað sem íslenskur fótbolti þarf nauðsynlega á því að halda að KR komist í kvöld. 17. september 2020 10:30 Grafalvarleg staða komin upp og íslensku félögin þurfa nú á KR-sigri að halda „Það verður dýrt partý ef við missum eitt Evrópusæti.“ Orðin féllu í Pepsi Max Stúkunni í gær en eitt íslenska Evrópusæti er í hættu eftir mjög lélegt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppninni. 1. september 2020 11:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Aldrei meiri peningur í færeyska fótboltanum Færeyingar eru komnir með tvö lið áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þangað sem íslenskur fótbolti þarf nauðsynlega á því að halda að KR komist í kvöld. 17. september 2020 10:30
Grafalvarleg staða komin upp og íslensku félögin þurfa nú á KR-sigri að halda „Það verður dýrt partý ef við missum eitt Evrópusæti.“ Orðin féllu í Pepsi Max Stúkunni í gær en eitt íslenska Evrópusæti er í hættu eftir mjög lélegt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppninni. 1. september 2020 11:00