Annað kvöld fer í loftið nýr þáttur á Stöð 2 í umsjón tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar sem er betur þekktur sem Ingó Veðurguð. Þátturinn ber nafnið Í kvöld er gigg, og býður Ingó landsmönnum í partý með öllu sínu uppáhalds tónlistarfólki.
Gestir fyrsta þáttarins eru engir aðrir en söngdívurnar Jóhanna Guðrún og Sverrir Bergmann og segist Ingó hafa vandað gestavalið vel.
„Ég elska að sitja í partýi með skemmtilegu fólki og þegar það gerist þá langar mig alltaf til þess að hringja í uppáhalds tónlistarfólkið mitt og fá það með. Það má því eiginlega segja að þetta sé draumur að verða að veruleika hjá mér.“
Þættirnir eru sex talsins og verða sýndir á Stöð 2 á föstudagskvöldum kl.18:55.
Ég hef mjög góða tilfinningu fyrir þáttunum því ég fann það um leið og við settumst niður í settinu og gerðum prufu hvað ég var afslappaður, ég fann allavega ekki fyrir neinu stressi. Þetta verður bara eins og að sitja í eftirpartýi með uppáhaldsfólkinu sínu.
„Þetta er eiginlega svona gigg sem ég væri til í á hverju kvöldi,“ segir Ingó og hlær.
Hugmyndina að þáttunum átti athafnamaðurinn Jón Gunnar Geirdal og eru þættirnir framleiddir af Glassriver fyrir Stöð 2.