29 lögreglumenn sendir í leyfi fyrir að deila myndum af Hitler og gasklefum Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2020 13:59 Húsleit var gerð á fjölda staða í Essen, Mülheim an der Ruhr, Oberhausen, Moers og Selm. Getty 29 lögreglumönnum í Þýskalandi hefur verið vikið úr starfi og þurfa að sæta rannsókn vegna gruns um að hafa deilt áróðri hægri-öfgamanna í spjallhópum. Talsmaður stéttarfélags lögreglumanna segir málið „óþolandi“. Lögreglumenn í Norðurrín-Vestfalíu gerðu húsleit á 34 heimilum og skrifstofum starfsbræðra sinna í gær vegna rannsókna á fimm spjallhópum lögreglumanna í forritinu WhatsApp. Málið snýr að spjallhópum sem voru virkir á árunum 2013 til 2015 þar sem finna mátti 126 áróðursmyndir, þar á meðal myndir af Adolf Hitler og samsettar myndir af flóttamönnum í gasklefum. Herbert Reul, innanríkisráðherra Norrðurrín-Vestfalíu, sagði frá málinu í gær og lýsti hann efninu sem deilt var sem „andstyggilegu“. Frank Richter, lögreglustjóri í Essen, kveðst vera í áfalli vegna málsins og ekkert botna í því að enginn lögreglumannanna hafi tilkynnt um deilingarnar til yfirboðara sinna. Flestir í Essen Reul segir að fjórtán hinna 29 lögreglumanna verði líklega reknir úr lögreglu, en ellefu þeirra hafi deilt efninu svo að glæpsamlegt megi kalla. Þá sé líklegt að hinum verði refsað með öðrum hætti, en að þeir hafi allir komið óorði á um 50 þúsund manna lögreglulið Norðurrín-Vestfalíu. „Hægri öfgamenn og nýnasistar eiga engan stað í lögregluliði Norðurrín-Vestfalíu, í okkar lögregluliði,“ sagði Reul. 25 þessara 29 lögreglumanna störfuðu í borginni Essen, þar sem íbúar telja tæplega 600 þúsund. Þýskaland Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
29 lögreglumönnum í Þýskalandi hefur verið vikið úr starfi og þurfa að sæta rannsókn vegna gruns um að hafa deilt áróðri hægri-öfgamanna í spjallhópum. Talsmaður stéttarfélags lögreglumanna segir málið „óþolandi“. Lögreglumenn í Norðurrín-Vestfalíu gerðu húsleit á 34 heimilum og skrifstofum starfsbræðra sinna í gær vegna rannsókna á fimm spjallhópum lögreglumanna í forritinu WhatsApp. Málið snýr að spjallhópum sem voru virkir á árunum 2013 til 2015 þar sem finna mátti 126 áróðursmyndir, þar á meðal myndir af Adolf Hitler og samsettar myndir af flóttamönnum í gasklefum. Herbert Reul, innanríkisráðherra Norrðurrín-Vestfalíu, sagði frá málinu í gær og lýsti hann efninu sem deilt var sem „andstyggilegu“. Frank Richter, lögreglustjóri í Essen, kveðst vera í áfalli vegna málsins og ekkert botna í því að enginn lögreglumannanna hafi tilkynnt um deilingarnar til yfirboðara sinna. Flestir í Essen Reul segir að fjórtán hinna 29 lögreglumanna verði líklega reknir úr lögreglu, en ellefu þeirra hafi deilt efninu svo að glæpsamlegt megi kalla. Þá sé líklegt að hinum verði refsað með öðrum hætti, en að þeir hafi allir komið óorði á um 50 þúsund manna lögreglulið Norðurrín-Vestfalíu. „Hægri öfgamenn og nýnasistar eiga engan stað í lögregluliði Norðurrín-Vestfalíu, í okkar lögregluliði,“ sagði Reul. 25 þessara 29 lögreglumanna störfuðu í borginni Essen, þar sem íbúar telja tæplega 600 þúsund.
Þýskaland Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira