Kastvegalengd Guðna hefði dugað til ólympíugulls Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2020 08:00 Guðni Valur Guðnason hefur keppt á stórmótum síðustu ár, meðal annars EM í Berlín 2018. vísir/getty Risakast Guðna Vals Guðnasonar í Laugardalnum á miðvikudag er tæplega metra lengra en sigurkast Christoph Harting á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fjórum árum. Guðni kastaði kringlunni 69,35 metra og bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Vésteins Hafsteinssonar, á Haustkastmóti ÍR. Hafa ber í huga að nokkur vindur var í Laugardalnum þegar Guðni setti metið en öfugt við það sem gengur og gerist í hlaup- og stökkgreinum þá er vindur ekki mældur í kastgreinum. Vindhraði hefur því ekki áhrif á það hvort met teljist gilt. Harting kastaði 68,37 metra á Ólympíuleikunum í Ríó og það er jafnframt hans lengsta kast á ferlinum. Guðni varð í 21. sæti á þeim leikum þar sem hann kastaði 60,45 metra, en hann hefði þurft 62,69 metra kast til að komast í 12 manna úrslitin. Lengra en sigurkastið á langflestum stórmótum Íslandsmetvegalengd Guðna er lengri en sigurkastið á langflestum heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum í sögunni. Eins og fram hefur komið er árangur Guðna í gær sá fimmti besti í heiminum í ár. Frá upphafi hafa aðeins 39 kringlukastarar kastað lengra en 69,35 metra. Þjóðverjinn Jürgen Schult á heimsmetið sem er 74,08 metrar frá árinu 1986. Guðni Valur stefnir ótrauður á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári en lágmarkið inn á þá leika er 66 metrar, og þykir í raun strangt. Lágmarkinu þarf hins vegar að ná eftir 1. desember næstkomandi en það gefur góð fyrirheit að Guðni hafi náð kasti sem er meira en þremur metrum lengra en lágmarkið. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Guðni bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Guðni Valur Guðnason bætti í dag Íslandsmetið í kringlukasti. Kastið var vel yfir lágmarkinu sem þarf til að komast á Ólympíuleikana. 16. september 2020 17:55 Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Sjá meira
Risakast Guðna Vals Guðnasonar í Laugardalnum á miðvikudag er tæplega metra lengra en sigurkast Christoph Harting á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fjórum árum. Guðni kastaði kringlunni 69,35 metra og bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Vésteins Hafsteinssonar, á Haustkastmóti ÍR. Hafa ber í huga að nokkur vindur var í Laugardalnum þegar Guðni setti metið en öfugt við það sem gengur og gerist í hlaup- og stökkgreinum þá er vindur ekki mældur í kastgreinum. Vindhraði hefur því ekki áhrif á það hvort met teljist gilt. Harting kastaði 68,37 metra á Ólympíuleikunum í Ríó og það er jafnframt hans lengsta kast á ferlinum. Guðni varð í 21. sæti á þeim leikum þar sem hann kastaði 60,45 metra, en hann hefði þurft 62,69 metra kast til að komast í 12 manna úrslitin. Lengra en sigurkastið á langflestum stórmótum Íslandsmetvegalengd Guðna er lengri en sigurkastið á langflestum heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum í sögunni. Eins og fram hefur komið er árangur Guðna í gær sá fimmti besti í heiminum í ár. Frá upphafi hafa aðeins 39 kringlukastarar kastað lengra en 69,35 metra. Þjóðverjinn Jürgen Schult á heimsmetið sem er 74,08 metrar frá árinu 1986. Guðni Valur stefnir ótrauður á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári en lágmarkið inn á þá leika er 66 metrar, og þykir í raun strangt. Lágmarkinu þarf hins vegar að ná eftir 1. desember næstkomandi en það gefur góð fyrirheit að Guðni hafi náð kasti sem er meira en þremur metrum lengra en lágmarkið.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Guðni bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Guðni Valur Guðnason bætti í dag Íslandsmetið í kringlukasti. Kastið var vel yfir lágmarkinu sem þarf til að komast á Ólympíuleikana. 16. september 2020 17:55 Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Sjá meira
Guðni bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Guðni Valur Guðnason bætti í dag Íslandsmetið í kringlukasti. Kastið var vel yfir lágmarkinu sem þarf til að komast á Ólympíuleikana. 16. september 2020 17:55