Listaháskólinn lokaður á morgun vegna fjölgunar smita Sylvía Hall skrifar 17. september 2020 19:34 Listaháskólinn opnar aftur á mánudag. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að loka Listaháskólanum á morgun, föstudag, vegna þeirra smita sem hafa greinst undanfarna daga, sem mörg hver tengjast háskólastarfi. Skólinn opnar aftur á mánudag og verður starfsemin óbreytt að því er fram kemur í tilkynningu til nemenda og starfsmanna skólans. Starfsmenn skólans munu því nýta morgundaginn til þess að fara yfir sóttvarnaaðgerðir með tilliti til frekari úrbóta og sjá hvort smitum haldi áfram að fjölga yfir helgina. Þá mun skólinn fylgjast vel með þróun mála og næstu skrefum sóttvarnayfirvalda. „Meginmarkmið okkar með öllum þeim aðgerðum sem við höfum gripið til nú á haustönninni er ávallt hið sama; að halda kennslu áfram á öllum þeim sviðum sem okkur er kleift með sem eðlilegustum hætti,“ segir í tilkynningunni frá Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektor LHÍ. Hún segist binda vonir við það að afrakstur morgundagsins muni minnka líkurnar á því að skólinn þurfi alfarið að styðjast við fjarkennslu enda ætli skólinn að styrkja sóttvarnir innan veggja hans. Líkt og áður er aðeins nemendum og starfsfólki heimilt að heimsækja skólann og þurfa þeir að halda sig innan ákveðinna sóttvarnahólfa. Þá hvetur Fríða nemendur og starfsfólk til þess að halda sig heima finni þau fyrir flensueinkennum. Skynsemin eigi að ráða för. „Við eigum mjög mikið undir því að allir, ekki síst nemendur sem eru uppistaðan í skólastarfinu, sýni ábyrgð í sínum sóttvörnum innan háskólans sem utan.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjórir nemendur HR smitaðir til viðbótar Smitaðir nemendur eru því orðnir sex. 17. september 2020 11:19 Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52 Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. september 2020 11:18 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ákveðið hefur verið að loka Listaháskólanum á morgun, föstudag, vegna þeirra smita sem hafa greinst undanfarna daga, sem mörg hver tengjast háskólastarfi. Skólinn opnar aftur á mánudag og verður starfsemin óbreytt að því er fram kemur í tilkynningu til nemenda og starfsmanna skólans. Starfsmenn skólans munu því nýta morgundaginn til þess að fara yfir sóttvarnaaðgerðir með tilliti til frekari úrbóta og sjá hvort smitum haldi áfram að fjölga yfir helgina. Þá mun skólinn fylgjast vel með þróun mála og næstu skrefum sóttvarnayfirvalda. „Meginmarkmið okkar með öllum þeim aðgerðum sem við höfum gripið til nú á haustönninni er ávallt hið sama; að halda kennslu áfram á öllum þeim sviðum sem okkur er kleift með sem eðlilegustum hætti,“ segir í tilkynningunni frá Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektor LHÍ. Hún segist binda vonir við það að afrakstur morgundagsins muni minnka líkurnar á því að skólinn þurfi alfarið að styðjast við fjarkennslu enda ætli skólinn að styrkja sóttvarnir innan veggja hans. Líkt og áður er aðeins nemendum og starfsfólki heimilt að heimsækja skólann og þurfa þeir að halda sig innan ákveðinna sóttvarnahólfa. Þá hvetur Fríða nemendur og starfsfólk til þess að halda sig heima finni þau fyrir flensueinkennum. Skynsemin eigi að ráða för. „Við eigum mjög mikið undir því að allir, ekki síst nemendur sem eru uppistaðan í skólastarfinu, sýni ábyrgð í sínum sóttvörnum innan háskólans sem utan.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjórir nemendur HR smitaðir til viðbótar Smitaðir nemendur eru því orðnir sex. 17. september 2020 11:19 Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52 Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. september 2020 11:18 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fjórir nemendur HR smitaðir til viðbótar Smitaðir nemendur eru því orðnir sex. 17. september 2020 11:19
Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52
Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. september 2020 11:18