Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íþróttadeild skrifar 17. september 2020 21:05 Dagný Brynjarsdóttir þurfti aðeins fyrri hálfleikinn til að skora þrennu. vísir/vilhelm Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, í undankeppni EM í kvöld. Íslendingar hafa unnið alla leiki sína í undankeppninni. Eins og tölurnar gefa til kynna var íslenska liðið miklu sterkara liðið. Ísland var 6-0 yfir í hálfleik. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu, sína fyrstu fyrir íslenska landsliðið, í fyrri hálfleik og lék afar vel. Ungu Blikarnir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir skínandi góðan leik. Sú síðastnefnda skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik. Barbára Sól Gísladóttir kom inn á í hálfleik í sínum fyrsta landsleik og lagði upp tvö mörk. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan. Sandra Sigurðardóttir, markvörður 6Best staðsetti áhorfandinn á vellinum. Hafði ekkert að gera. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri bakvörður 8Lagði upp annað og sjötta markið. Fékk mikinn tíma á hægri kantinum í fyrri hálfleik og nýtti hann til að koma með hættulegar fyrirgjafir inn á teiginn. Lék á miðjunni í seinni hálfleik og fórst það vel úr hendi eins og búast mátti við. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Frábærar sendingar og gríðarlega mikilvæg í uppspili íslenska liðsins. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 7Átti náðugan dag í vörninni. Var minna í boltanum en Glódís. Fór meidd af velli í upphafi seinni hálfleiks. Verður vonandi orðinn klár fyrir leikinn gegn Svíum á þriðjudaginn. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 7Hafði ekkert að gera í vörninni en fyrirgjafir Skagakonunnar voru hættulegar að venju. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 7Fyrirliðinn stjórnaði umferðinni á miðjunni af öryggi og lét boltann ganga vel. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 8Lagði upp fjórða markið með frábærri fyrirgjöf eftir skemmtilega gabbhreyfingu. Átti skot í slá þegar tíu mínútur voru til leiksloka og skoraði áttunda mark Íslands með nákvæmu skoti eftir gott hlaup inn á teiginn. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 9 - Maður leiksins Skoraði þrennu í fyrri hálfleik, sína fyrstu fyrir landsliðið. Gríðarlega ógnandi og tók góð hlaup inn í teiginn. Frábær í loftinu og skoraði tvö mörk með skalla. Var tekin af velli í hálfleik. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, hægri kantmaður 8Virkilega góð í fyrsta keppnisleiknum með landsliðinu. Átti frábærar fyrirgjafir sem sköpuðu fyrsta og þriðja markið og skoraði svo níunda markið. Kórónaði þar með frábæran leik sinn. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8Skoraði tvisvar sinnum í sínum fyrsta landsleik. Fyrstu landsliðsmörkin af mörgum. Var óstöðvandi í fyrri hálfleik en aðeins rólegri í þeim seinni. Gerir tilkall til að byrja leikinn gegn Svíþjóð á þriðjudaginn. Elín Metta Jensen, framherji 7Hélt upp á 50. landsleikinn sinn með því að koma Íslandi yfir eftir 28 sekúndur með sínu fimmtánda landsliðsmarki. Hefur verið meira áberandi í leikjum í þessari undankeppni en í kvöld. Varamenn: Barbára Sól Gísladóttir - (Kom inn á fyrir Dagnýju á 46. mínútu) 7 Kom inn á í hálfleik og lék sinn fyrsta landsleik í stöðu hægri bakvarðar. Lagði upp sjöunda og áttunda mark Íslands með góðum fyrirgjöfum. Guðný Árnadóttir - (Kom inn á fyrir Ingibjörgu á 55. mínútu) 6Sýndi nokkrum sinnum þann ótrúlega mikla hraða sem hún býr yfir. Hlín Eiríksdóttir - (Kom inn á fyrir Söru Björk á 69. mínútu) 6 Lagði upp níunda markið með góðri fyrirgjöf. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, í undankeppni EM í kvöld. Íslendingar hafa unnið alla leiki sína í undankeppninni. Eins og tölurnar gefa til kynna var íslenska liðið miklu sterkara liðið. Ísland var 6-0 yfir í hálfleik. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu, sína fyrstu fyrir íslenska landsliðið, í fyrri hálfleik og lék afar vel. Ungu Blikarnir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir skínandi góðan leik. Sú síðastnefnda skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik. Barbára Sól Gísladóttir kom inn á í hálfleik í sínum fyrsta landsleik og lagði upp tvö mörk. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan. Sandra Sigurðardóttir, markvörður 6Best staðsetti áhorfandinn á vellinum. Hafði ekkert að gera. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri bakvörður 8Lagði upp annað og sjötta markið. Fékk mikinn tíma á hægri kantinum í fyrri hálfleik og nýtti hann til að koma með hættulegar fyrirgjafir inn á teiginn. Lék á miðjunni í seinni hálfleik og fórst það vel úr hendi eins og búast mátti við. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Frábærar sendingar og gríðarlega mikilvæg í uppspili íslenska liðsins. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 7Átti náðugan dag í vörninni. Var minna í boltanum en Glódís. Fór meidd af velli í upphafi seinni hálfleiks. Verður vonandi orðinn klár fyrir leikinn gegn Svíum á þriðjudaginn. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 7Hafði ekkert að gera í vörninni en fyrirgjafir Skagakonunnar voru hættulegar að venju. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 7Fyrirliðinn stjórnaði umferðinni á miðjunni af öryggi og lét boltann ganga vel. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 8Lagði upp fjórða markið með frábærri fyrirgjöf eftir skemmtilega gabbhreyfingu. Átti skot í slá þegar tíu mínútur voru til leiksloka og skoraði áttunda mark Íslands með nákvæmu skoti eftir gott hlaup inn á teiginn. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 9 - Maður leiksins Skoraði þrennu í fyrri hálfleik, sína fyrstu fyrir landsliðið. Gríðarlega ógnandi og tók góð hlaup inn í teiginn. Frábær í loftinu og skoraði tvö mörk með skalla. Var tekin af velli í hálfleik. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, hægri kantmaður 8Virkilega góð í fyrsta keppnisleiknum með landsliðinu. Átti frábærar fyrirgjafir sem sköpuðu fyrsta og þriðja markið og skoraði svo níunda markið. Kórónaði þar með frábæran leik sinn. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8Skoraði tvisvar sinnum í sínum fyrsta landsleik. Fyrstu landsliðsmörkin af mörgum. Var óstöðvandi í fyrri hálfleik en aðeins rólegri í þeim seinni. Gerir tilkall til að byrja leikinn gegn Svíþjóð á þriðjudaginn. Elín Metta Jensen, framherji 7Hélt upp á 50. landsleikinn sinn með því að koma Íslandi yfir eftir 28 sekúndur með sínu fimmtánda landsliðsmarki. Hefur verið meira áberandi í leikjum í þessari undankeppni en í kvöld. Varamenn: Barbára Sól Gísladóttir - (Kom inn á fyrir Dagnýju á 46. mínútu) 7 Kom inn á í hálfleik og lék sinn fyrsta landsleik í stöðu hægri bakvarðar. Lagði upp sjöunda og áttunda mark Íslands með góðum fyrirgjöfum. Guðný Árnadóttir - (Kom inn á fyrir Ingibjörgu á 55. mínútu) 6Sýndi nokkrum sinnum þann ótrúlega mikla hraða sem hún býr yfir. Hlín Eiríksdóttir - (Kom inn á fyrir Söru Björk á 69. mínútu) 6 Lagði upp níunda markið með góðri fyrirgjöf.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48