Draumaupphaf Sveindísar | „Ekkert súr ef hann leyfir mér ekki að byrja“ Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2020 21:14 Sveindís Jane Jónsdóttir skorar annað tveggja marka sinna gegn Lettlandi í kvöld. VÍSIR/VILHELM „Ég fékk að vita það fyrir æfinguna í gær að ég yrði í byrjunarliðinu. Mér leið bara mjög vel inni á vellinum. Stelpurnar hafa tekið vel á móti manni og þær stýra liðinu vel, og þess vegna leið mér svona vel,“ sagði hin 19 ára Sveindís Jane Jónsdóttir eftir fyrsta A-landsleik sinn í kvöld. Sveindís átti draumaleik því hún skoraði tvö marka Íslands í 9-0 sigri á Lettlandi, í undankeppni EM. „Ég átti bara að spila minn leik þó að við höfum lagt leikinn aðeins öðruvísi upp en við gerum í Breiðabliki. Ég spilaði bara minn leik með þeim áherslum sem þjálfararnir hafa sett. Það var mjög gaman að spila og ég fékk góða þjónustu – góða krossa. Það var gott að geta klárað þetta svona,“ sagði Sveindís. Hefði viljað hafa fjölskylduna í stúkunni Ísland var 6-0 yfir í hálfleik og fylgdi því eftir með þremur mörkum í seinni hálfleiknum: „Það gekk svo vel í fyrri hálfleik að við ákváðum að halda bara áfram því sama í seinni hálfleik. Tempóið datt þó aðeins niður en það er allt í góðu, við vorum með þetta í höndunum.“ Næst á dagskrá er leikur við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, á Laugardalsvelli næsta þriðjudag: „Þetta verða tveir mjög ólíkir leikir. Við erum ekki byrjuð að undirbúa okkur fyrir þann leik og byrjum á því á morgun,“ sagði Sveindís sem gerir sterkt tilkall til sætis í byrjunarliðinu gegn Svíum með framimstöðu sinni í kvöld og í allt sumar: „Ég tek því alveg [sæti í byrjunarliðinu] en ég verð nú ekkert súr ef að hann [Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari] leyfir mér ekki að byrja þann leik líka. Ég vona bara það besta,“ sagði Sveindís. Keflvíkingurinn spilaði sinn fyrsta A-landsleik í kvöld en það gerði hún án þess að áhorfendur væru í stúkunni, vegna Covid-reglna UEFA. Hún viðurkennir að það hafi verið sérstakt: „Já, svolítið. Maður hefði viljað hafa áhorfendur og fjölskylduna sína í stúkunni. En þetta var allt í lagi og örugglega margir sem horfðu á leikinn í sjónvarpinu.“ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05 Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
„Ég fékk að vita það fyrir æfinguna í gær að ég yrði í byrjunarliðinu. Mér leið bara mjög vel inni á vellinum. Stelpurnar hafa tekið vel á móti manni og þær stýra liðinu vel, og þess vegna leið mér svona vel,“ sagði hin 19 ára Sveindís Jane Jónsdóttir eftir fyrsta A-landsleik sinn í kvöld. Sveindís átti draumaleik því hún skoraði tvö marka Íslands í 9-0 sigri á Lettlandi, í undankeppni EM. „Ég átti bara að spila minn leik þó að við höfum lagt leikinn aðeins öðruvísi upp en við gerum í Breiðabliki. Ég spilaði bara minn leik með þeim áherslum sem þjálfararnir hafa sett. Það var mjög gaman að spila og ég fékk góða þjónustu – góða krossa. Það var gott að geta klárað þetta svona,“ sagði Sveindís. Hefði viljað hafa fjölskylduna í stúkunni Ísland var 6-0 yfir í hálfleik og fylgdi því eftir með þremur mörkum í seinni hálfleiknum: „Það gekk svo vel í fyrri hálfleik að við ákváðum að halda bara áfram því sama í seinni hálfleik. Tempóið datt þó aðeins niður en það er allt í góðu, við vorum með þetta í höndunum.“ Næst á dagskrá er leikur við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, á Laugardalsvelli næsta þriðjudag: „Þetta verða tveir mjög ólíkir leikir. Við erum ekki byrjuð að undirbúa okkur fyrir þann leik og byrjum á því á morgun,“ sagði Sveindís sem gerir sterkt tilkall til sætis í byrjunarliðinu gegn Svíum með framimstöðu sinni í kvöld og í allt sumar: „Ég tek því alveg [sæti í byrjunarliðinu] en ég verð nú ekkert súr ef að hann [Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari] leyfir mér ekki að byrja þann leik líka. Ég vona bara það besta,“ sagði Sveindís. Keflvíkingurinn spilaði sinn fyrsta A-landsleik í kvöld en það gerði hún án þess að áhorfendur væru í stúkunni, vegna Covid-reglna UEFA. Hún viðurkennir að það hafi verið sérstakt: „Já, svolítið. Maður hefði viljað hafa áhorfendur og fjölskylduna sína í stúkunni. En þetta var allt í lagi og örugglega margir sem horfðu á leikinn í sjónvarpinu.“
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05 Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05
Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48