Boston menn í hávaða rifrildi inn í klefa eftir að Miami komst í 2-0 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2020 07:30 Kemba Walker reynir að skora fyrir Boston en Jimmy Butler og Kelly Olynyk virðast vera búnir að loka öllum leiðum. AP/Mark J. Terrill Miami Heat liðið er aðeins tveimur sigrum frá því að komast aftur í lokaúrslitin í NBA-deildinni og það í fyrsta sinn síðan LeBron James fór frá liðinu eftir tvo titla og fjögur lokaúrslit á fjórum árum. Miami Heat vann 106-101 sigur á Boston Celtics í nótt í öðrum leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar og staðan er því orðin 2-0 í einvíginu þar sem fjórir sigrar kemur liði í lokaúrslitin um NBA-titilinn. @Bam1of1 (15 PTS in 3Q) and @Goran_Dragic (9 in 4Q) combine for 33 second-half points to lead the @MiamiHEAT to a 2-0 ECF lead! #NBAPlayoffsGame 3 Saturday, 8:30 PM ET, ESPN pic.twitter.com/26tHj3SOgR— NBA (@NBA) September 18, 2020 Líkt og í leik eitt þá voru Boston Celtics menn skrefinu á undan framan af leik en alveg eins og þá tókst Miami Heat liðinu að vinna upp forskotið og tryggja sér sigurinn. Miami Heat var mest sautján stigum undir í seinni hálfleik í leiknum en hafði lenti fjórum stigum undir í fyrri leiknum. „Við viljum gera þetta aðeins erfiðara fyrir okkur. Við elskum að lenda mikið undir og að vera síðan endurkomu krakkarnir,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn en hann stal þremur boltum af Boston mönnum á lokakafla leiksins. 3 STEALS in the final 4 MINUTES of Game 2 for @JimmyButler! ECF Game 3 Saturday, 8:30 PM ET, ESPN pic.twitter.com/PsRi1KV48g— NBA (@NBA) September 18, 2020 Goran Dragic skoraði 25 stig fyrir Miami liðið og Bam Adebayo var með 21 stig. Duncan Robinson var síðan með 18 stig og Jimmy Butler skoraði 14 stig. Miami vann þriðja leikhlutann 37-17 þar sem skoraði næstum því meira en allt Boston liðið. Adebayo skoraði 15 stig í leikhlutanum og hitti úr 7 af 8 skotum sínum. Eftir hann var Miami 84-77 yfir en 15-2 sprettur færði Boston aftur forystuna í lokaleikhlutanum. Boston liðið var 94-89 yfir þegar 4:25 voru eftir af leiknum en Miami vann lokamínúturnar 17-7 og tryggði sér annan sigurinn í röð. Miami liðið hefur nú unnið tíu af ellefu leikjum sínum í úrslitakeppninni. Það voru mikil læti í klefa Boston Celtics eftir leik og Boston menn rifust það hátt að þeir sem voru fyrir utan klefann heyrðu greinilega að mikið gekk á. Boston menn reyndu að gera lítið úr því eftir leik. „Þetta var ekkert. Þetta var ekki ekkert,“ tvítók Kemba Walker á blaðamannafundinum eftir leik. Jimmy Butler talks about the @MiamiHEAT's mentality late in games after another big comeback has them up 2-0 in the Eastern Conference Finals. pic.twitter.com/wbUktNfRoY— NBA (@NBA) September 18, 2020 Kemba Walker var stigahæstur hjá Boston með 23 stig og liðið fékk 21 stig frá bæði Jaylen Brown og Jayson Tatum. Jaylen Brown fékk tækifæri til að jafna leikinn fimmtán sekúndum fyrir leikslok en klikkaði þá á þriggja stiga skoti úr horninu. Butler kláraði leikinn endanlega með því að setja niður tvö víti 7,4 sekúndum fyrir leikslok. „Við erum pirraðir en svona eru liðsíþróttir. Þú átt aldrei að vera ánægður með að vera 2-0 undir. Þetta er ekkert óvenjulegt. Við vorum bara að fara yfir leikinn. Þetta var flott,“ sagði Boston maðurinn Jayson Tatum um rifrildið eftir leik. „Við stóðum ekki saman í þessu og spiluðum ekki vel. Þeir stóðu sig vel. Við erum ekki að fara vinna þetta lið eftir við erum ekki sem ein heild á báðum endum vallarins. Eins og er þá eru þeir betra liðið og við þurfum að berjast fyrir því að komast aftur inn í einvígið,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston liðsins. 10-1 in the postseason... the BEST PLAY from each of Miami's #NBAPlayoffs WINS! They seek 11-1 and a 3-0 ECF lead on Saturday at 8:30pm/et on ESPN. pic.twitter.com/fsCIb99JzL— NBA (@NBA) September 18, 2020 NBA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar Sjá meira
Miami Heat liðið er aðeins tveimur sigrum frá því að komast aftur í lokaúrslitin í NBA-deildinni og það í fyrsta sinn síðan LeBron James fór frá liðinu eftir tvo titla og fjögur lokaúrslit á fjórum árum. Miami Heat vann 106-101 sigur á Boston Celtics í nótt í öðrum leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar og staðan er því orðin 2-0 í einvíginu þar sem fjórir sigrar kemur liði í lokaúrslitin um NBA-titilinn. @Bam1of1 (15 PTS in 3Q) and @Goran_Dragic (9 in 4Q) combine for 33 second-half points to lead the @MiamiHEAT to a 2-0 ECF lead! #NBAPlayoffsGame 3 Saturday, 8:30 PM ET, ESPN pic.twitter.com/26tHj3SOgR— NBA (@NBA) September 18, 2020 Líkt og í leik eitt þá voru Boston Celtics menn skrefinu á undan framan af leik en alveg eins og þá tókst Miami Heat liðinu að vinna upp forskotið og tryggja sér sigurinn. Miami Heat var mest sautján stigum undir í seinni hálfleik í leiknum en hafði lenti fjórum stigum undir í fyrri leiknum. „Við viljum gera þetta aðeins erfiðara fyrir okkur. Við elskum að lenda mikið undir og að vera síðan endurkomu krakkarnir,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn en hann stal þremur boltum af Boston mönnum á lokakafla leiksins. 3 STEALS in the final 4 MINUTES of Game 2 for @JimmyButler! ECF Game 3 Saturday, 8:30 PM ET, ESPN pic.twitter.com/PsRi1KV48g— NBA (@NBA) September 18, 2020 Goran Dragic skoraði 25 stig fyrir Miami liðið og Bam Adebayo var með 21 stig. Duncan Robinson var síðan með 18 stig og Jimmy Butler skoraði 14 stig. Miami vann þriðja leikhlutann 37-17 þar sem skoraði næstum því meira en allt Boston liðið. Adebayo skoraði 15 stig í leikhlutanum og hitti úr 7 af 8 skotum sínum. Eftir hann var Miami 84-77 yfir en 15-2 sprettur færði Boston aftur forystuna í lokaleikhlutanum. Boston liðið var 94-89 yfir þegar 4:25 voru eftir af leiknum en Miami vann lokamínúturnar 17-7 og tryggði sér annan sigurinn í röð. Miami liðið hefur nú unnið tíu af ellefu leikjum sínum í úrslitakeppninni. Það voru mikil læti í klefa Boston Celtics eftir leik og Boston menn rifust það hátt að þeir sem voru fyrir utan klefann heyrðu greinilega að mikið gekk á. Boston menn reyndu að gera lítið úr því eftir leik. „Þetta var ekkert. Þetta var ekki ekkert,“ tvítók Kemba Walker á blaðamannafundinum eftir leik. Jimmy Butler talks about the @MiamiHEAT's mentality late in games after another big comeback has them up 2-0 in the Eastern Conference Finals. pic.twitter.com/wbUktNfRoY— NBA (@NBA) September 18, 2020 Kemba Walker var stigahæstur hjá Boston með 23 stig og liðið fékk 21 stig frá bæði Jaylen Brown og Jayson Tatum. Jaylen Brown fékk tækifæri til að jafna leikinn fimmtán sekúndum fyrir leikslok en klikkaði þá á þriggja stiga skoti úr horninu. Butler kláraði leikinn endanlega með því að setja niður tvö víti 7,4 sekúndum fyrir leikslok. „Við erum pirraðir en svona eru liðsíþróttir. Þú átt aldrei að vera ánægður með að vera 2-0 undir. Þetta er ekkert óvenjulegt. Við vorum bara að fara yfir leikinn. Þetta var flott,“ sagði Boston maðurinn Jayson Tatum um rifrildið eftir leik. „Við stóðum ekki saman í þessu og spiluðum ekki vel. Þeir stóðu sig vel. Við erum ekki að fara vinna þetta lið eftir við erum ekki sem ein heild á báðum endum vallarins. Eins og er þá eru þeir betra liðið og við þurfum að berjast fyrir því að komast aftur inn í einvígið,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston liðsins. 10-1 in the postseason... the BEST PLAY from each of Miami's #NBAPlayoffs WINS! They seek 11-1 and a 3-0 ECF lead on Saturday at 8:30pm/et on ESPN. pic.twitter.com/fsCIb99JzL— NBA (@NBA) September 18, 2020
NBA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar Sjá meira