Rómantísk þjóðkirkja Skúli S. Ólafsson skrifar 18. september 2020 10:30 Nú fara breyttir tímar í hönd í trúmálum. Innan tíðar verður lagt fram frumvarp á Alþingi að nýjum lögum um þjóðkirkjuna sem fær þá fulla stjórn yfir eigin málum sínum. Kirkjuþing er æðsta stjórn kirkjunnar og þess bíða stór verkefni við að búa þetta fjölmenna og litríka samfélag undir nýja tíma. Þetta fyrirkomulag sem við köllum þjóðkirkju er þó fremur nýtt af nálinni, a.m.k. á mælikvarða kirkjusögunnar. Hugtakið verður til snemma á 19. öld í hugmyndastraumum sem gjarnan eru kenndir við rómantík. Já, rétt er að vara við smellubeitu áður en lengra er haldið: þjóðkirkjan er rómantísk í sögulegu ljósi. Valdið kemur að neðan Hugmyndin um þjóðkirkju varð til í upphafi 19. aldar og dregur dám af tíðarandanum: rómantíska skeiðinu, þar sem tilfinningar fengu aukinn gaum og valdið átti að koma frá fólkinu/þjóðinni. Áratugina á undan hafði kristindómurinn mátt þola harða ágjöf. Upplýsingarmenn gagnrýndu trúarkenningar og því til viðbótar höfðu herir Napóleons farið um álfuna svo margar kirkjur stóðu eftir grátt leiknar og tekjulitlar. Hugsuðir fundu sér efnivið í manni og náttúru fremur en í sögum Biblíunnar. Sú skipan kirkjumála sem áður hafði verið við lýði, riðaði til falls og tími var kominn til að skoða málin upp á nýtt. Sá sem lagði mest til þeirra mála var þýski guðfræðingurinn Friedrich Schleiermacher (1768-1834) og er hann talinn vera faðir hugmyndarinnar um þjóðkirkju. Megininntak hennar er að þjóðin/fólkið eigi að stjórna kirkjunni með lýðræðislegum hætti. Hann taldi að kirkjur ættu ekki að vera vettvangur trúboðs heldur ættu þær að mæta þörfum fólks fyrir að tilheyra samfélagi og að búa við frelsi til athafna og ákvarðana. Það er því trúarþörf sem kallar fram kirkjuna, því er ekki öfugt farið. Schleiermacher taldi rætur margra vandamála innan kirkjunnar mætti rekja til náinna tengsla hennar við ríkisvaldið. Stjórn kirkjunnar ætti fremur heima í höndum sjálfstætt starfandi kirkjuþings þar sem leikmenn væru í meirihluta. Slíkt þing gæti leitt kirkjuna áfram á grundvelli samtals og almennrar þátttöku. Valdið í kirkjunni átti því ekki að koma að ofan, heldur að neðan, frá grasrótinni. Frelsi og frumkvæði Þetta þóttu mikil tíðindi. Þegar trúfrelsi komst síðan á í vestrænum samfélögum, með stjórnarskrám, fengu kenningar Schleiermachers á ný aukið vægi. Þær urðu nokkurs konar stefnumótun fyrir þjóðkirkjur sem fetuðu sig inn í nýtt lýðræðisumhverfi. Sú íslenska leit ekki dagsins ljós fyrr en 1874. Hún hefði væntanlega orðið til í kjölfar þjóðfundarins 1851, en orðin: „vér mótmælum allir“ seinkuði henni um tæpan aldarfjórðung! Þjóðkirkjan á í þessum anda að taka mið af tilfinningum fólks og þær eru síkvikar. Trúarlíf fólks er að sama skapi breytilegt frá einum tíma til annars. Það er því ekki á skjön við tilgang hennar og eðli þótt hún stígi fram og geri eitthvað alveg nýtt, eitthvað sem engum hefði dottið í hug fáeinum árum fyrr. Það er þvert á móti í samræmi við þessar hugsjónir. Við þurfum bara að leyfa slíkum aðgerðum að fara í gegnum skilvirka flæðilínu lýðræðislegs samtals í því skyni að finna heppilegan vettvang og ákjósanlegt form. Þjóðkirkja er því ekki valdastofnun sem stjórnar að ofan, heldur lýðræðislegt félag sem starfar í anda þjónustu, umburðarlyndis og lætur sig varða tilfinningar fólks og líðan. Að baki þessu býr sú fullvissa að heimurinn eigi sér upphaf og tilgang í þeim Guði sem opinberar sig sem Jesús Kristur. Kirkjuþing, grasrótarhreyfing kirkjunnar, sem hefur völdin í hendi sér mun vonandi halda inn í nýja tíma með þessar hugsjónir að leiðarljósi. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Skúli S. Ólafsson Mest lesið Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundarson Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Að stefna í hæstu hæðir Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason skrifar Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason skrifar Skoðun Spörum með einfaldara eftirliti Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kærleikurinn stuðar Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Af skráningum stjórmálaflokka og styrkjum til þeirra Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun „Leyfðu þeim“ aðferðin Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Siðapostuli Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Sjá meira
Nú fara breyttir tímar í hönd í trúmálum. Innan tíðar verður lagt fram frumvarp á Alþingi að nýjum lögum um þjóðkirkjuna sem fær þá fulla stjórn yfir eigin málum sínum. Kirkjuþing er æðsta stjórn kirkjunnar og þess bíða stór verkefni við að búa þetta fjölmenna og litríka samfélag undir nýja tíma. Þetta fyrirkomulag sem við köllum þjóðkirkju er þó fremur nýtt af nálinni, a.m.k. á mælikvarða kirkjusögunnar. Hugtakið verður til snemma á 19. öld í hugmyndastraumum sem gjarnan eru kenndir við rómantík. Já, rétt er að vara við smellubeitu áður en lengra er haldið: þjóðkirkjan er rómantísk í sögulegu ljósi. Valdið kemur að neðan Hugmyndin um þjóðkirkju varð til í upphafi 19. aldar og dregur dám af tíðarandanum: rómantíska skeiðinu, þar sem tilfinningar fengu aukinn gaum og valdið átti að koma frá fólkinu/þjóðinni. Áratugina á undan hafði kristindómurinn mátt þola harða ágjöf. Upplýsingarmenn gagnrýndu trúarkenningar og því til viðbótar höfðu herir Napóleons farið um álfuna svo margar kirkjur stóðu eftir grátt leiknar og tekjulitlar. Hugsuðir fundu sér efnivið í manni og náttúru fremur en í sögum Biblíunnar. Sú skipan kirkjumála sem áður hafði verið við lýði, riðaði til falls og tími var kominn til að skoða málin upp á nýtt. Sá sem lagði mest til þeirra mála var þýski guðfræðingurinn Friedrich Schleiermacher (1768-1834) og er hann talinn vera faðir hugmyndarinnar um þjóðkirkju. Megininntak hennar er að þjóðin/fólkið eigi að stjórna kirkjunni með lýðræðislegum hætti. Hann taldi að kirkjur ættu ekki að vera vettvangur trúboðs heldur ættu þær að mæta þörfum fólks fyrir að tilheyra samfélagi og að búa við frelsi til athafna og ákvarðana. Það er því trúarþörf sem kallar fram kirkjuna, því er ekki öfugt farið. Schleiermacher taldi rætur margra vandamála innan kirkjunnar mætti rekja til náinna tengsla hennar við ríkisvaldið. Stjórn kirkjunnar ætti fremur heima í höndum sjálfstætt starfandi kirkjuþings þar sem leikmenn væru í meirihluta. Slíkt þing gæti leitt kirkjuna áfram á grundvelli samtals og almennrar þátttöku. Valdið í kirkjunni átti því ekki að koma að ofan, heldur að neðan, frá grasrótinni. Frelsi og frumkvæði Þetta þóttu mikil tíðindi. Þegar trúfrelsi komst síðan á í vestrænum samfélögum, með stjórnarskrám, fengu kenningar Schleiermachers á ný aukið vægi. Þær urðu nokkurs konar stefnumótun fyrir þjóðkirkjur sem fetuðu sig inn í nýtt lýðræðisumhverfi. Sú íslenska leit ekki dagsins ljós fyrr en 1874. Hún hefði væntanlega orðið til í kjölfar þjóðfundarins 1851, en orðin: „vér mótmælum allir“ seinkuði henni um tæpan aldarfjórðung! Þjóðkirkjan á í þessum anda að taka mið af tilfinningum fólks og þær eru síkvikar. Trúarlíf fólks er að sama skapi breytilegt frá einum tíma til annars. Það er því ekki á skjön við tilgang hennar og eðli þótt hún stígi fram og geri eitthvað alveg nýtt, eitthvað sem engum hefði dottið í hug fáeinum árum fyrr. Það er þvert á móti í samræmi við þessar hugsjónir. Við þurfum bara að leyfa slíkum aðgerðum að fara í gegnum skilvirka flæðilínu lýðræðislegs samtals í því skyni að finna heppilegan vettvang og ákjósanlegt form. Þjóðkirkja er því ekki valdastofnun sem stjórnar að ofan, heldur lýðræðislegt félag sem starfar í anda þjónustu, umburðarlyndis og lætur sig varða tilfinningar fólks og líðan. Að baki þessu býr sú fullvissa að heimurinn eigi sér upphaf og tilgang í þeim Guði sem opinberar sig sem Jesús Kristur. Kirkjuþing, grasrótarhreyfing kirkjunnar, sem hefur völdin í hendi sér mun vonandi halda inn í nýja tíma með þessar hugsjónir að leiðarljósi. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju.
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun