Margdæmdur ofbeldismaður nú sakfelldur fyrir heimilisofbeldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2020 16:36 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri sem ítrekað hefur komist í kast við lögin undanfarinn áratug fyrir ofbeldisbrot hefur hlotið þriggja ára og fjögurra mánaða dóm fyrir heimilisofbeldi. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Maðurinn játaði brot sín skýlaust og eiginkona hans óskaði eftir vægustu mögulegu refsingu. Karlmaðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð hennar með ofbeldi og hótunum og þann 12. apríl 2018 á þáverandi heimili þeirra, kýlt með krepptum hnefa í hönd hennar þar sem hún hélt á farsíma þannig að hendur þeirra beggja skullu í andlit hennar. Því næst er honum gefið að sök að hafa slegið eiginkonu sína með flötum lófa á vinstri kinn, í framhaldi brotið tvo kertastjaka í eigu hennar, komið í veg fyrir för hennar út úr íbúðinni með því að meina henni ítrekað að standa upp úr sófa, ítrekað ýtt henni niður í sófann og hótað því að hún færi ekki út án hans eða í líkpoka. Urðu afleiðingarnar þær að konan hlaut sár og bólgu í andliti, sprungna vör, brot í framtönn hægra megin, roða og fleiður yfir gagnauga, þreyfieymsli yfir hægra kinnbeini og yfir brjóstkassa hægra megin og mar þar yfir. Margdæmdur Karlmaðurinn hefur margoft komið við sögu lögreglu og hlotið fangelsisdóma fyrir brot sín. Sum málin urðu fjölmiðlamál og ollu hneykslan í þjóðfélaginu vegna grófleika. Hann er ekki nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjaness til að gæta hagsmuna eiginkonu hans, brotaþola í málinu. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í ágúst 2009 fyrir brennu, skjalafals og umferðarlagabrot og afplánaði rúmlega sjö mánaða refsingu áður en hann hlaut reynslulausn. Þá var hann í október 2011 dæmdur í þriggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás og fleira. Næst hlaut ákærði dóm 17. apríl 2015 en þá var hann dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir frelsissviptingu, hótunarbrot, rán og minni háttar líkamsárás. Var um að ræða hegningarauka og fyrri reynslulausn dæmd upp. Loks var ákærði 20. júlí 2015 dæmdur í fangelsi í þrjú ár og tvo mánuði, þar af þrjú ár skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir minni háttar líkamsárás og rán. Var hér einnig um hegningarauka að ræða. Hann lauk afplánun hins óskilorðsbundna hluta dómsins 12. júní 2018. Einlæg iðrun og beiðni eiginkonunnar Í niðurstöðu héraðsdóms segir að brot ákærða, sem hann er nú sakfelldur fyrir, var framið í apríl 2018. Með brotinu rauf hann þriggja ára skilorðsbundinn hluta dómsins frá 20. júlí 2015. Því beri nú að taka upp þann hluta dómsins og dæma með máli þessu samkvæmt reglum 60. gr. almennra hegningarlaga. Heimild er til að hafa dóminn skilorðsbundinn. Í málinu lá fyrir beiðni eiginkonunnar um að eiginmaðurinn fengi þá vægustu refsingu sem lög framast leyfa. Með hliðsjón af því, skýlausri játningu mannsins og einlægri iðrun, og því hve langt er um liðið frá því að brotið var framið, var karlmaðurinn dæmdur í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi. Var ákveðið að skilorðsbinda refsinguna af sömu rökum til tveggja ára haldi hann almennt skilorði. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri sem ítrekað hefur komist í kast við lögin undanfarinn áratug fyrir ofbeldisbrot hefur hlotið þriggja ára og fjögurra mánaða dóm fyrir heimilisofbeldi. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Maðurinn játaði brot sín skýlaust og eiginkona hans óskaði eftir vægustu mögulegu refsingu. Karlmaðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð hennar með ofbeldi og hótunum og þann 12. apríl 2018 á þáverandi heimili þeirra, kýlt með krepptum hnefa í hönd hennar þar sem hún hélt á farsíma þannig að hendur þeirra beggja skullu í andlit hennar. Því næst er honum gefið að sök að hafa slegið eiginkonu sína með flötum lófa á vinstri kinn, í framhaldi brotið tvo kertastjaka í eigu hennar, komið í veg fyrir för hennar út úr íbúðinni með því að meina henni ítrekað að standa upp úr sófa, ítrekað ýtt henni niður í sófann og hótað því að hún færi ekki út án hans eða í líkpoka. Urðu afleiðingarnar þær að konan hlaut sár og bólgu í andliti, sprungna vör, brot í framtönn hægra megin, roða og fleiður yfir gagnauga, þreyfieymsli yfir hægra kinnbeini og yfir brjóstkassa hægra megin og mar þar yfir. Margdæmdur Karlmaðurinn hefur margoft komið við sögu lögreglu og hlotið fangelsisdóma fyrir brot sín. Sum málin urðu fjölmiðlamál og ollu hneykslan í þjóðfélaginu vegna grófleika. Hann er ekki nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjaness til að gæta hagsmuna eiginkonu hans, brotaþola í málinu. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í ágúst 2009 fyrir brennu, skjalafals og umferðarlagabrot og afplánaði rúmlega sjö mánaða refsingu áður en hann hlaut reynslulausn. Þá var hann í október 2011 dæmdur í þriggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás og fleira. Næst hlaut ákærði dóm 17. apríl 2015 en þá var hann dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir frelsissviptingu, hótunarbrot, rán og minni háttar líkamsárás. Var um að ræða hegningarauka og fyrri reynslulausn dæmd upp. Loks var ákærði 20. júlí 2015 dæmdur í fangelsi í þrjú ár og tvo mánuði, þar af þrjú ár skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir minni háttar líkamsárás og rán. Var hér einnig um hegningarauka að ræða. Hann lauk afplánun hins óskilorðsbundna hluta dómsins 12. júní 2018. Einlæg iðrun og beiðni eiginkonunnar Í niðurstöðu héraðsdóms segir að brot ákærða, sem hann er nú sakfelldur fyrir, var framið í apríl 2018. Með brotinu rauf hann þriggja ára skilorðsbundinn hluta dómsins frá 20. júlí 2015. Því beri nú að taka upp þann hluta dómsins og dæma með máli þessu samkvæmt reglum 60. gr. almennra hegningarlaga. Heimild er til að hafa dóminn skilorðsbundinn. Í málinu lá fyrir beiðni eiginkonunnar um að eiginmaðurinn fengi þá vægustu refsingu sem lög framast leyfa. Með hliðsjón af því, skýlausri játningu mannsins og einlægri iðrun, og því hve langt er um liðið frá því að brotið var framið, var karlmaðurinn dæmdur í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi. Var ákveðið að skilorðsbinda refsinguna af sömu rökum til tveggja ára haldi hann almennt skilorði.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira