Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2020 12:30 Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings. AP/Jacquelyn Martin Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. Demókratar hafa brugðist reiðir við og kalla eftir því að enginn verði staðfestur í embættið fyrr en eftir embættistöku nýs forseta, eða Trumps, í nóvember. Ginsburg sjálf hafði sagt að hennar helsta ósk væri að ekki yrði fyllt í stöðuna fyrr en nýr forseti tæki við embætti. Deilurnar munu án efa hafa mikil áhrif á forsetakosningarnar sem fara fram þann 3. nóvember. Eftir að hæstaréttardómarinn Antonin Scalia dó í febrúar 2016, neitaði McConnell, sem var þá einnig forseti öldungadeildarinnar, að láta greiða atkvæði um tilnefningu Marrick B. Garland til Hæstaréttar. McConnell sagði það ekki rétt þegar svo lítið væri eftir að forsetatíð Barack Obama. Forsetakosningar fóru einnig fram í nóvember 2016. Í yfirlýsingu frá McConnell segir að Repúblikanar hafi haldið meirihluta sínum í kosningunum 2016 og aukið hann í kosningunum 2018 vegna þess að þeir hafi heitið því að vinna með Trump og styðja stefnumál hans. Sérstaklega varðandi að tilefna alríkis- og hæstaréttardómara. „Við munum aftur standa við loforð okkar. Sá sem Trump tilnefnir mun fá atkvæðagreiðslu,“ sagði McConnell. The Senate and the nation mourn the passing of Justice Ruth Bader Ginsburg and the conclusion of her extraordinary American life.My full statement: pic.twitter.com/NOwYLhDxIk— Leader McConnell (@senatemajldr) September 19, 2020 McConnell stöðvaði einnig tilnefningar allra alríkisdómara á síðasta ári Obama. Um markvissa áætlun Repúblikana er að ræða sem snýr að því að gera dómskerfi Bandaríkjanna íhaldssamara. Árið 2017 sagði Trump á ríkisstjórnarfundi að þessi áætlun myndi hafa áhrif áratugi fram í tímann. Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Chuck Schumer, sem leiðir minnihluta Demókrata í öldungadeildinni, sagði í kjölfar dauða Ginsburg að Bandaríska þjóðin ætti að fá að segja sitt um hver verði skipaður til Hæstaréttar. Ekki ætti að fylla stöðuna fyrr en eftir embættistöku. Vitnaði hann orðrétt í það sem McConnell sagði í febrúar 2016. The American people should have a voice in the selection of their next Supreme Court Justice. Therefore, this vacancy should not be filled until we have a new president.— Chuck Schumer (@SenSchumer) September 18, 2020 McConnell segir aðstæður vera aðrar en þær voru árið 2016. Repúblikanar stjórni bæði Hvíta húsinu og öldungadeildinni. Minnst tveir öldungadeildarþingmenn hafa þó sagt á undanförnum mánuðum að þau myndu ekki styðja það að tilnefna einhvern til Hæstaréttar í aðdraganda kosninganna. Öldungadeildarþingkonan, Susan Collins, sem er á þingi frá Maine og fyrir Repúblikanaflokkinn, sagði fyrr í þessum mánuði að hún myndi ekki styðja slíkar aðgerðir þegar svo stutt er í kosningar. Hún stendur þar að auki mjög höllum fæti og þykir líkleg til að tapa þingsæti sínu í kosningunum. Lisa Murkowski, sem einnig er þingkona Repúblikanaflokksins á öldungadeildinni, sló á svipaða strengi í gær, áður en dauði Ginsburg var staðfestur. Þá var hún í viðtali í Alaska og sagði að hún myndi ekki greiða atkvæði með tilnefningu til Hæstaréttar svo nærri kosningum. Í kjölfar dauða Ginsburg hafa aðstoðarmenn beggja þingkvennanna þó neitað að staðfesta að þær standi við ummælin, samkvæmt frétt Washington Post. McConnell sendi bréf á alla þingmenn sína seint í gær og hvatti þá til að forðast yfirlýsingar um ferlið og hvort þau væru hlynnt því að skipa nýjan dómara eða ekki. „Fyrir ykkur sem eruð ekki viss um hvernig þið eigið að svara, eða sem hallast að því að vera á móti því að greiða atkvæði um tilnefningu, hvet ég ykkur til að bíða,“ skrifaði McConnell. „Núna er ekki rétti tíminn til að binda ykkur við afstöðu sem þið munið mögulega sjá eftir seinna.“ Let me be clear: The voters should pick a President, and that President should select a successor to Justice Ginsburg.— Joe Biden (@JoeBiden) September 19, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. Demókratar hafa brugðist reiðir við og kalla eftir því að enginn verði staðfestur í embættið fyrr en eftir embættistöku nýs forseta, eða Trumps, í nóvember. Ginsburg sjálf hafði sagt að hennar helsta ósk væri að ekki yrði fyllt í stöðuna fyrr en nýr forseti tæki við embætti. Deilurnar munu án efa hafa mikil áhrif á forsetakosningarnar sem fara fram þann 3. nóvember. Eftir að hæstaréttardómarinn Antonin Scalia dó í febrúar 2016, neitaði McConnell, sem var þá einnig forseti öldungadeildarinnar, að láta greiða atkvæði um tilnefningu Marrick B. Garland til Hæstaréttar. McConnell sagði það ekki rétt þegar svo lítið væri eftir að forsetatíð Barack Obama. Forsetakosningar fóru einnig fram í nóvember 2016. Í yfirlýsingu frá McConnell segir að Repúblikanar hafi haldið meirihluta sínum í kosningunum 2016 og aukið hann í kosningunum 2018 vegna þess að þeir hafi heitið því að vinna með Trump og styðja stefnumál hans. Sérstaklega varðandi að tilefna alríkis- og hæstaréttardómara. „Við munum aftur standa við loforð okkar. Sá sem Trump tilnefnir mun fá atkvæðagreiðslu,“ sagði McConnell. The Senate and the nation mourn the passing of Justice Ruth Bader Ginsburg and the conclusion of her extraordinary American life.My full statement: pic.twitter.com/NOwYLhDxIk— Leader McConnell (@senatemajldr) September 19, 2020 McConnell stöðvaði einnig tilnefningar allra alríkisdómara á síðasta ári Obama. Um markvissa áætlun Repúblikana er að ræða sem snýr að því að gera dómskerfi Bandaríkjanna íhaldssamara. Árið 2017 sagði Trump á ríkisstjórnarfundi að þessi áætlun myndi hafa áhrif áratugi fram í tímann. Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Chuck Schumer, sem leiðir minnihluta Demókrata í öldungadeildinni, sagði í kjölfar dauða Ginsburg að Bandaríska þjóðin ætti að fá að segja sitt um hver verði skipaður til Hæstaréttar. Ekki ætti að fylla stöðuna fyrr en eftir embættistöku. Vitnaði hann orðrétt í það sem McConnell sagði í febrúar 2016. The American people should have a voice in the selection of their next Supreme Court Justice. Therefore, this vacancy should not be filled until we have a new president.— Chuck Schumer (@SenSchumer) September 18, 2020 McConnell segir aðstæður vera aðrar en þær voru árið 2016. Repúblikanar stjórni bæði Hvíta húsinu og öldungadeildinni. Minnst tveir öldungadeildarþingmenn hafa þó sagt á undanförnum mánuðum að þau myndu ekki styðja það að tilnefna einhvern til Hæstaréttar í aðdraganda kosninganna. Öldungadeildarþingkonan, Susan Collins, sem er á þingi frá Maine og fyrir Repúblikanaflokkinn, sagði fyrr í þessum mánuði að hún myndi ekki styðja slíkar aðgerðir þegar svo stutt er í kosningar. Hún stendur þar að auki mjög höllum fæti og þykir líkleg til að tapa þingsæti sínu í kosningunum. Lisa Murkowski, sem einnig er þingkona Repúblikanaflokksins á öldungadeildinni, sló á svipaða strengi í gær, áður en dauði Ginsburg var staðfestur. Þá var hún í viðtali í Alaska og sagði að hún myndi ekki greiða atkvæði með tilnefningu til Hæstaréttar svo nærri kosningum. Í kjölfar dauða Ginsburg hafa aðstoðarmenn beggja þingkvennanna þó neitað að staðfesta að þær standi við ummælin, samkvæmt frétt Washington Post. McConnell sendi bréf á alla þingmenn sína seint í gær og hvatti þá til að forðast yfirlýsingar um ferlið og hvort þau væru hlynnt því að skipa nýjan dómara eða ekki. „Fyrir ykkur sem eruð ekki viss um hvernig þið eigið að svara, eða sem hallast að því að vera á móti því að greiða atkvæði um tilnefningu, hvet ég ykkur til að bíða,“ skrifaði McConnell. „Núna er ekki rétti tíminn til að binda ykkur við afstöðu sem þið munið mögulega sjá eftir seinna.“ Let me be clear: The voters should pick a President, and that President should select a successor to Justice Ginsburg.— Joe Biden (@JoeBiden) September 19, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira