Rómarveldi til forna og samningaviðræður við eiginkonuna um ketti Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. september 2020 10:00 Gísli Þorsteinsson markaðsstjóri Origo. Vísir/Vilhelm Gísli Þorsteinsson markaðsstjóri hjá Origo segist alltaf vera á hlaupum. Að minnsta kosti eftir vinnu. Íþróttir hafa fylgt honum frá barnæsku en nú þegar er hann farinn að horfa á golf íþróttina til framtíðar. Gísli er mikill kattarkarl sem dreymir um að eiga marga ketti í einu, horfir á heimildarþætti áður en hann lognast út af á kvöldin og segir okkur hér frá því hver er munurinn á aðferðarfræðum Inbound eða Outbound markaðssetningu. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég reyni að vakna klukkan sjö virka daga. Fyrsta verkefni dagsins er að koma litla guttanum, 10 ára, á fætur. Það gengur nú svona misjafnlega og við hjónin þurfum að gera nokkrar atrennur til að ná honum fram. Honum þykir afar gott að sofa og oft er þetta kapphlaup að koma honum á réttum tíma í skólann. Sem betur fer þurfum við ekki að koma fleiri börnum á fætur. Sá eldri er 19 ára og er farinn að vinna eftir menntaskóla. Svo á ég tvær dætur af fyrra sambandi, önnur er búsett í Danmörku og hin býr heima hjá mömmu sinni . Alveg týpískt fjölskyldumynstur hér á Íslandi.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Annars finnst mér afar gott að ná mér í kaffi með flóaðri mjólk snemma á morgnanna. Fékk mér nokkuð öflugan Nespresso flóara um daginn sem er líklega ein besta græja sem ég hef fjárfest í. Svo þarf maður að passa gefa kettinum að borða á morgnanna. Ég er mikill unnandi katta og finnst afar mikilvægt að hafa kött á heimilinu. Þessi köttur sem ég á núna er alveg frábær, mikið gæðablóð og er dýrkaður af dáður af öllum á heimilinu. Ég hef átt ófáa ketti í gegnum tíðina og dreymi um að eiga nokkra ketti í einu en ég hef ekki náð samningum um slíkt við konuna. Ég held þó í vonina.“ Ertu alltaf á hlaupum? „Já að minnsta kosti eftir vinnu. Ég er í hlaupahópi hjá FH í Hafnarfirði og reyni að mæta á flestar æfingar. Ég get nú ekki sagt að ég sé einhver afburða hlaupari, langt í frá. Hins vegar finnst mér gríðarlega gott að skella mér í hlaupagallann og taka aðeins á því nokkrum sinnum í viku. Það er eitthvað gott við það að koma þreyttur heim eftir hlaupaæfingu. Ég hef ávallt stundað einhverja líkamsrækt eða íþrótt. Ég var lengi bæði í körfubolta og fótbolta þegar ég var yngri, lengst af með Leikni í Efra-Breiðholti. Það er liðið mitt og ég kíki reglulega á leiki með þeim. Þeir eru í hörkusjéns á að komast upp í úrvalsdeild í fótboltanum og það væri gaman ef það tækist og yrði mikil lyftistöng fyrir Efra-Breiðholtið. Hins vegar er aðstaðan hjá þeim döpur miðað við gott gengi liðsins og mikilvægi félagsins fyrir samfélagið í Efra-Breiðholti. Það sama má segja um hverfið í heild sinni, það er algjörlega komi tími á upplyftingu. Skilst nú að það stendi til bóta, ef marka má frétt sem ég sá um daginn um framtíðarskipulag í Breiðholti. En varðandi hreyfingu þá hef ég aðeins verið að fikra mig áfram í golfi og hugsa að ég muni sinna því betur með árunum.“ Gísli er einn þeirra sem finnst fjarfundir jafnvel skilvirkara fundarform en hefðbundna fundarformið.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Megin verkefnin í vinnunni eru einkum með sölueiningum í fyrirtækinu, þar sem við leggjum áherslu á að koma lausnum Origo á framfæri. Við leggjum mikla áherslu á svokallaða Inbound marketing aðferðafræði í nálgun okkar út á markaði þar sem við búum til efni sem á að höfða til tilvonandi viðskiptavini. Inbound marketing aðferðafræðin snýst um að laða að réttu viðskiptavinina, læra betur á þarfir þeirra, þekkja þá betur út frá gögnum og útbúa sérsniðið markaðsefni sem felur í sér aukið virði fyrir þá, með sjálfvirkum hætti. Inbound marketing er andstaðan við Outbound marketing sem snýst um fjöldamarkaðssetningu; allir sem horfa á auglýsingu í sjónvarpi eða keyra framhjá LED skiltinu. Vandinn við Outbound marketing er oft skortur á mælanlegum árangri, þar að segja mælikvarðar verða oft óáþreyfanlegir. Þá getur reynst kostnaðarsamara að fara í Outbound marketing. Með Inbound marketng er einaldara að mæla árangur, enda eru allar aðgerðir í hinum stafræna heimi. Með þessu er ég þó alls ekki verið að gera lítið úr Outbound marketing, heldur er Inbound marketing af öðrum toga og hentar ekki síst fyrir fyrirtæki á fyrirtækjamarkaði þar sem markhópar eru þrengri og sérhæfðari, svo sem hjá Origo. Annars legg ég mikla áherslu á að komast sem oftast á vefvörp ýmis konar um markaðs- og sölumál til að fræðast um það nýjasta. Gríðarleg sprenging hefur orðið í framboði á vefvörpum úti í heim eftir að faraldurinn skall á og mér finnst það afar gefandi að hlýða á það sem er að gerast úti í hinum stóra heimi. Ég held að það sé einkar mikilvægt fyrir okkur hér á Íslandi að horfa út fyrir landsteinana sérstaklega nú um stundir þegar landið er hálf lokað og fræðast um stefnu og strauma af ýmsu tagi. Þróunin heldur áfram þrátt fyrir faraldurinn. Við megum ekki gleyma því.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Við reynum að halda fundi reglulega í gegnum Teams þar sem við förum vel yfir markaðs- og sölustarf. Mér finnst mikill kostur að geta haldið fjarfundi í stað hefðbundinna funda því þannig sparar maður mikinn tíma. Það eru ekki allir að vinna á skrifstofunni því ýmsir eru heima hjá sér og þá koma fjarfundalausnir að góðum notum. Fjarfundir eru oft skilvikari að mínu viti en gamla formið þó að maður taki vitanlega þá ennþá. Eins og gefur að skilja þarf að halda mörgum boltum á lofti og því er gott að vera með gott samstarfsfólk. Origo er frábært fyrirtæki og þar er starfsandinn hrikalega góður. Mér finnst ég afar lánsamur að vinna hjá fyrirtækinu því það er gríðarlega skemmtilegt að vera í hringiðu tæknibreytinga sem hafa áhrif á atvinnugreinar og samfélagið.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Líklega fer ég að sofa svona í kringum ellefu til tólf á kvöldin. Mér finnst gaman að horfa á heimildarþætti, aðallega um söguleg málefni, áður en ég leggst á koddann. Eftir að allar efnisveiturnar komu til sögunnar; Netflix, Prime, Disney+ og Viaplay, hefur úrvalið stóraukist hvað slíka þætti varðar. Ég reyni að horfa á sögulega heimildarþætti nokkrum sinnum í viku. Ég er sérstaklega áhugasamur um Rómarveldi hið forna nú um stundir. Áhuginn kviknaði eftir að ég fór í ferðlag með góðu fólki í fyrra til Ítalíu. Ég fékk mikinn áhuga á Ítalíu og sögu landsins í kjölfarið. Ítalía er ansi skemmtilegt land og var ekki á radar hjá mér fyrr en ég fór þangað. Ég væri alveg til í að komast þangað aftur. Það er til að mynda hrikalega magnað að ganga um götur Rómar þar sem fornminjar eru á hverju götuhorni. En á meðan veiran grasserar þar í landi og víðar verð ég að láta mér hlaðvörp og efnisveitur um sögu landsins duga í bili.“ Kaffispjallið Tækni Tengdar fréttir Heimabökuð pizza húsbóndans vinsæl og fjármögnun fyrirtækisins framundan Gestur kaffispjallsins þessa helgina er Kolbrún Hrafnkelsdóttir stofnandi Florealis. 12. september 2020 10:00 Frúin færir honum kaffi í rúmið, fangelsisflótti og fornmunir í pýramídum Ólafur Þór Jóelsson framkvæmdastjóri Skemmtisvæðis Smárabíós er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 5. september 2020 10:00 „Að miðaldra yfir okkur“ í golfi og eiginmaðurinn færir frúnni kaffi í rúmið Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Lyfju er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 29. ágúst 2020 10:00 Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Forstjóri Deloitte, Þorsteinn Pétur Guðjónsson er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 22. ágúst 2020 10:00 Fréttafíkill sem hjólar, syndir eða æfir á kvöldin og elskar Hornstrandir Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn situr fyrir svörum Sigríður Hallgrímsdóttir, eða Sirrý, en hún starfar sem verkefnastjóri hjá fyrirtækinu Alva. 25. júlí 2020 10:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Gísli Þorsteinsson markaðsstjóri hjá Origo segist alltaf vera á hlaupum. Að minnsta kosti eftir vinnu. Íþróttir hafa fylgt honum frá barnæsku en nú þegar er hann farinn að horfa á golf íþróttina til framtíðar. Gísli er mikill kattarkarl sem dreymir um að eiga marga ketti í einu, horfir á heimildarþætti áður en hann lognast út af á kvöldin og segir okkur hér frá því hver er munurinn á aðferðarfræðum Inbound eða Outbound markaðssetningu. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég reyni að vakna klukkan sjö virka daga. Fyrsta verkefni dagsins er að koma litla guttanum, 10 ára, á fætur. Það gengur nú svona misjafnlega og við hjónin þurfum að gera nokkrar atrennur til að ná honum fram. Honum þykir afar gott að sofa og oft er þetta kapphlaup að koma honum á réttum tíma í skólann. Sem betur fer þurfum við ekki að koma fleiri börnum á fætur. Sá eldri er 19 ára og er farinn að vinna eftir menntaskóla. Svo á ég tvær dætur af fyrra sambandi, önnur er búsett í Danmörku og hin býr heima hjá mömmu sinni . Alveg týpískt fjölskyldumynstur hér á Íslandi.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Annars finnst mér afar gott að ná mér í kaffi með flóaðri mjólk snemma á morgnanna. Fékk mér nokkuð öflugan Nespresso flóara um daginn sem er líklega ein besta græja sem ég hef fjárfest í. Svo þarf maður að passa gefa kettinum að borða á morgnanna. Ég er mikill unnandi katta og finnst afar mikilvægt að hafa kött á heimilinu. Þessi köttur sem ég á núna er alveg frábær, mikið gæðablóð og er dýrkaður af dáður af öllum á heimilinu. Ég hef átt ófáa ketti í gegnum tíðina og dreymi um að eiga nokkra ketti í einu en ég hef ekki náð samningum um slíkt við konuna. Ég held þó í vonina.“ Ertu alltaf á hlaupum? „Já að minnsta kosti eftir vinnu. Ég er í hlaupahópi hjá FH í Hafnarfirði og reyni að mæta á flestar æfingar. Ég get nú ekki sagt að ég sé einhver afburða hlaupari, langt í frá. Hins vegar finnst mér gríðarlega gott að skella mér í hlaupagallann og taka aðeins á því nokkrum sinnum í viku. Það er eitthvað gott við það að koma þreyttur heim eftir hlaupaæfingu. Ég hef ávallt stundað einhverja líkamsrækt eða íþrótt. Ég var lengi bæði í körfubolta og fótbolta þegar ég var yngri, lengst af með Leikni í Efra-Breiðholti. Það er liðið mitt og ég kíki reglulega á leiki með þeim. Þeir eru í hörkusjéns á að komast upp í úrvalsdeild í fótboltanum og það væri gaman ef það tækist og yrði mikil lyftistöng fyrir Efra-Breiðholtið. Hins vegar er aðstaðan hjá þeim döpur miðað við gott gengi liðsins og mikilvægi félagsins fyrir samfélagið í Efra-Breiðholti. Það sama má segja um hverfið í heild sinni, það er algjörlega komi tími á upplyftingu. Skilst nú að það stendi til bóta, ef marka má frétt sem ég sá um daginn um framtíðarskipulag í Breiðholti. En varðandi hreyfingu þá hef ég aðeins verið að fikra mig áfram í golfi og hugsa að ég muni sinna því betur með árunum.“ Gísli er einn þeirra sem finnst fjarfundir jafnvel skilvirkara fundarform en hefðbundna fundarformið.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Megin verkefnin í vinnunni eru einkum með sölueiningum í fyrirtækinu, þar sem við leggjum áherslu á að koma lausnum Origo á framfæri. Við leggjum mikla áherslu á svokallaða Inbound marketing aðferðafræði í nálgun okkar út á markaði þar sem við búum til efni sem á að höfða til tilvonandi viðskiptavini. Inbound marketing aðferðafræðin snýst um að laða að réttu viðskiptavinina, læra betur á þarfir þeirra, þekkja þá betur út frá gögnum og útbúa sérsniðið markaðsefni sem felur í sér aukið virði fyrir þá, með sjálfvirkum hætti. Inbound marketing er andstaðan við Outbound marketing sem snýst um fjöldamarkaðssetningu; allir sem horfa á auglýsingu í sjónvarpi eða keyra framhjá LED skiltinu. Vandinn við Outbound marketing er oft skortur á mælanlegum árangri, þar að segja mælikvarðar verða oft óáþreyfanlegir. Þá getur reynst kostnaðarsamara að fara í Outbound marketing. Með Inbound marketng er einaldara að mæla árangur, enda eru allar aðgerðir í hinum stafræna heimi. Með þessu er ég þó alls ekki verið að gera lítið úr Outbound marketing, heldur er Inbound marketing af öðrum toga og hentar ekki síst fyrir fyrirtæki á fyrirtækjamarkaði þar sem markhópar eru þrengri og sérhæfðari, svo sem hjá Origo. Annars legg ég mikla áherslu á að komast sem oftast á vefvörp ýmis konar um markaðs- og sölumál til að fræðast um það nýjasta. Gríðarleg sprenging hefur orðið í framboði á vefvörpum úti í heim eftir að faraldurinn skall á og mér finnst það afar gefandi að hlýða á það sem er að gerast úti í hinum stóra heimi. Ég held að það sé einkar mikilvægt fyrir okkur hér á Íslandi að horfa út fyrir landsteinana sérstaklega nú um stundir þegar landið er hálf lokað og fræðast um stefnu og strauma af ýmsu tagi. Þróunin heldur áfram þrátt fyrir faraldurinn. Við megum ekki gleyma því.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Við reynum að halda fundi reglulega í gegnum Teams þar sem við förum vel yfir markaðs- og sölustarf. Mér finnst mikill kostur að geta haldið fjarfundi í stað hefðbundinna funda því þannig sparar maður mikinn tíma. Það eru ekki allir að vinna á skrifstofunni því ýmsir eru heima hjá sér og þá koma fjarfundalausnir að góðum notum. Fjarfundir eru oft skilvikari að mínu viti en gamla formið þó að maður taki vitanlega þá ennþá. Eins og gefur að skilja þarf að halda mörgum boltum á lofti og því er gott að vera með gott samstarfsfólk. Origo er frábært fyrirtæki og þar er starfsandinn hrikalega góður. Mér finnst ég afar lánsamur að vinna hjá fyrirtækinu því það er gríðarlega skemmtilegt að vera í hringiðu tæknibreytinga sem hafa áhrif á atvinnugreinar og samfélagið.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Líklega fer ég að sofa svona í kringum ellefu til tólf á kvöldin. Mér finnst gaman að horfa á heimildarþætti, aðallega um söguleg málefni, áður en ég leggst á koddann. Eftir að allar efnisveiturnar komu til sögunnar; Netflix, Prime, Disney+ og Viaplay, hefur úrvalið stóraukist hvað slíka þætti varðar. Ég reyni að horfa á sögulega heimildarþætti nokkrum sinnum í viku. Ég er sérstaklega áhugasamur um Rómarveldi hið forna nú um stundir. Áhuginn kviknaði eftir að ég fór í ferðlag með góðu fólki í fyrra til Ítalíu. Ég fékk mikinn áhuga á Ítalíu og sögu landsins í kjölfarið. Ítalía er ansi skemmtilegt land og var ekki á radar hjá mér fyrr en ég fór þangað. Ég væri alveg til í að komast þangað aftur. Það er til að mynda hrikalega magnað að ganga um götur Rómar þar sem fornminjar eru á hverju götuhorni. En á meðan veiran grasserar þar í landi og víðar verð ég að láta mér hlaðvörp og efnisveitur um sögu landsins duga í bili.“
Kaffispjallið Tækni Tengdar fréttir Heimabökuð pizza húsbóndans vinsæl og fjármögnun fyrirtækisins framundan Gestur kaffispjallsins þessa helgina er Kolbrún Hrafnkelsdóttir stofnandi Florealis. 12. september 2020 10:00 Frúin færir honum kaffi í rúmið, fangelsisflótti og fornmunir í pýramídum Ólafur Þór Jóelsson framkvæmdastjóri Skemmtisvæðis Smárabíós er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 5. september 2020 10:00 „Að miðaldra yfir okkur“ í golfi og eiginmaðurinn færir frúnni kaffi í rúmið Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Lyfju er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 29. ágúst 2020 10:00 Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Forstjóri Deloitte, Þorsteinn Pétur Guðjónsson er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 22. ágúst 2020 10:00 Fréttafíkill sem hjólar, syndir eða æfir á kvöldin og elskar Hornstrandir Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn situr fyrir svörum Sigríður Hallgrímsdóttir, eða Sirrý, en hún starfar sem verkefnastjóri hjá fyrirtækinu Alva. 25. júlí 2020 10:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Heimabökuð pizza húsbóndans vinsæl og fjármögnun fyrirtækisins framundan Gestur kaffispjallsins þessa helgina er Kolbrún Hrafnkelsdóttir stofnandi Florealis. 12. september 2020 10:00
Frúin færir honum kaffi í rúmið, fangelsisflótti og fornmunir í pýramídum Ólafur Þór Jóelsson framkvæmdastjóri Skemmtisvæðis Smárabíós er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 5. september 2020 10:00
„Að miðaldra yfir okkur“ í golfi og eiginmaðurinn færir frúnni kaffi í rúmið Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Lyfju er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 29. ágúst 2020 10:00
Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Forstjóri Deloitte, Þorsteinn Pétur Guðjónsson er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 22. ágúst 2020 10:00
Fréttafíkill sem hjólar, syndir eða æfir á kvöldin og elskar Hornstrandir Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn situr fyrir svörum Sigríður Hallgrímsdóttir, eða Sirrý, en hún starfar sem verkefnastjóri hjá fyrirtækinu Alva. 25. júlí 2020 10:00