Landamærin lokuð, en veiran blossar upp að nýju; hver er nú syndaselurinn, Kári? Ole Anton Bieltvedt skrifar 19. september 2020 10:09 M.a. vegna hræðsluáróðurs skimunarpáfans var landamærum Íslands lokað 19. ágúst. Fyrir mánuði. Þetta átti að bjarga öllu gagnvart veirunni. Vera pottþétt lausn. Það var um að gera, að halda hættulegum útlendingum frá, þrátt fyrir stórskaðlegar afleiðingar á atvinnu- og mannlíf í landinu. Skítt með það. Það er gott, ef hægt er að skima sem mest. Fyrir vísindin. Meira að segja, þó að 2. alda veirunnar valdi varla sjúkdómseinkennum, hvað þá alvarlegum veikindum. Þetta er eins og létt pest hjá flestum, sem menn verða vart varir við. Skimunarmeistarinn mikli getur auðvitað kallað veiruna margvíslegum nöfnum, líka nefnt hana græna, búið til ýms vísindaleg orð og útskýringar og talað um alls kyns stökkbreytingar, svona til að sýna vísdóm sinn og speki, en það breytir ekki því, að öll afbrigði vírussins, nú í 2. bylgju, gera varla flugu mein. Undirritaður er nú í Þýzkalandi, sem hefur þurft að komast af án spámannsins mikla, sem Ísland á - kannske er það lán Þjóðverja - en hérna er staðan þessi: -Allir ganga með grímur, þegar þeir eru innan um aðra, einkum í lokuðum rýmum -Samkomutakmarkanir virðast víðast hvar 500 manns -Fjarlægðar milli manna og hreinlætis er vel gætt af flestum -Þegar menn eru undir beru loftir eða sestir við borð á veitingastað, taka menn grímu ofan -Þegnar 25 þjóða mega koma til landsins frjálslega, hindrunarlaust og án skimana á landamærum -Í 1. bylgju, í marz-maí, létust, þegar mest var, nær 300 manns á dag, nú í 2. bylgju, er dagleg dánartala 0-10 (af 83 milljón manna þjóð) -Landsframleiðsla, sem fyrst var talið, að myndi dragast saman um allt að 9%, hefur nú verið leiðrétt í 5-6% samdrátt; atvinnlífið er að taka við sér af fullum krafti -Fjölgun smita hér er, þessa dagana, hlutfallslega vel undir helmingi af því, sem gerizt á Íslandi. Varðandi ferðafrelsi, er afstaða Þjóðverja þessi: Skv. ESB- og EES samningunum, ber þeim að virða fjórfrelsið, þ.á.m. ferðafrelsið, einkum gagnvart þeim, sem eru með þeim í Schengen-samkomulaginu, eftir fremsta megni, af yfirvegun og samkvæmt meðalhófsreglunni. Þegar afstaða er tekin til þess, hverjir hafa megi frjálsan og óhindraðan aðgang að landinu, er miðað við, að þær þjóðir, sem hafa jafn góð eða betri tök á útbreiðslu veirunnar, og þeir sjálfir, megi koma hindrunarlaust og án skimana. Er hér bæði miðað við skynsemi, skuldbindingar skv. samningum og velvild til vinaþjóða; sama eða betri blanda smitaðra og ósmitaðra komumanna á ekki að breyta þessu hlufalli meðal heimamanna. Þegnar þessara þjóða mega koma frjálslega og skimunarlaust til Þýzkalands í stöðunni: Danmörk, Eistland, Finnland, Grikkland, Írland, Ísland, Ítalía, Kýpur, Lettland, Lichtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Monakó, Noregur, Póland, Portúgal, San Marinó, Svíþjóð, Slóvakía, Slóvenía, Vatíkanið, auk Englands, Skotlands og Norður Írlands. Ef við myndum innleiða sömu stefnu gagnvart öðrum þjóðum, myndi það eflaust endurræsa flestar þær aflvélar þjóðfélagsins, sem nú hefur verið drepið á, ekki bara ferðaþjónustuna og flest, sem henni tengist, heldur allt þjóðfélagið, okkur öllum til góðs. Jafnvel þrengri hringur, eins og ferðafrelsi fyrir hin Norðurlöndin 4 og Þýzkaland, myndi sennilega endurlífga ferðaþjónustuna að nokkru leyti og halda henni gangandi á hálfum dampi, þar til betur árar. Það er kominn tími til, að mönnum, sem stjórnast af þröngsýni og öfgum, kannske líka stórfelldum eiginhagsmunum, sé ýtt til hliðar við stjórnun COVID-19 mála á Íslandi. Og, þó fyrr hefði verið. Menn verða að líta til heildarmyndarinnar, ekki bara hluta hennar, ef beztur mögulegur heildarárangur á að nást við stjórnun þessara COVID-19 mála! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ole Anton Bieltvedt Tengdar fréttir Þegar tjaldið lyftist... Þann 4. júní sl. birti ég grein á Vísi undir fyrirsögninni „Urðu 5 hænur að 100 í Kastljósi“. Vitnaði ég í greininni í viðtal Einars Þorsteinssonar, fréttamanns, við Kára Stefánsson í Kastljósi 27. maí. 13. september 2020 20:00 Með tjald fyrir augunum Alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir Ole Anton Bieltvedt birti í gær á Visir.is framhald af grein, sem hann færði okkur á sama miðli þann 27. maí 2020, þar sem hann hélt því fram að ég hefði ýkt þann kostnað sem Íslensk erfðagreining (ÍE) hefði borið út af skimun í fyrsta kapítula kórónafaraldursins. 14. september 2020 18:28 Svar við svari; Kári minn,... ...eins og þú veizt, felst sérstök merking í því, ef menn eru ávarpaðir með „minn“ á Íslenzku. 15. september 2020 15:00 Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
M.a. vegna hræðsluáróðurs skimunarpáfans var landamærum Íslands lokað 19. ágúst. Fyrir mánuði. Þetta átti að bjarga öllu gagnvart veirunni. Vera pottþétt lausn. Það var um að gera, að halda hættulegum útlendingum frá, þrátt fyrir stórskaðlegar afleiðingar á atvinnu- og mannlíf í landinu. Skítt með það. Það er gott, ef hægt er að skima sem mest. Fyrir vísindin. Meira að segja, þó að 2. alda veirunnar valdi varla sjúkdómseinkennum, hvað þá alvarlegum veikindum. Þetta er eins og létt pest hjá flestum, sem menn verða vart varir við. Skimunarmeistarinn mikli getur auðvitað kallað veiruna margvíslegum nöfnum, líka nefnt hana græna, búið til ýms vísindaleg orð og útskýringar og talað um alls kyns stökkbreytingar, svona til að sýna vísdóm sinn og speki, en það breytir ekki því, að öll afbrigði vírussins, nú í 2. bylgju, gera varla flugu mein. Undirritaður er nú í Þýzkalandi, sem hefur þurft að komast af án spámannsins mikla, sem Ísland á - kannske er það lán Þjóðverja - en hérna er staðan þessi: -Allir ganga með grímur, þegar þeir eru innan um aðra, einkum í lokuðum rýmum -Samkomutakmarkanir virðast víðast hvar 500 manns -Fjarlægðar milli manna og hreinlætis er vel gætt af flestum -Þegar menn eru undir beru loftir eða sestir við borð á veitingastað, taka menn grímu ofan -Þegnar 25 þjóða mega koma til landsins frjálslega, hindrunarlaust og án skimana á landamærum -Í 1. bylgju, í marz-maí, létust, þegar mest var, nær 300 manns á dag, nú í 2. bylgju, er dagleg dánartala 0-10 (af 83 milljón manna þjóð) -Landsframleiðsla, sem fyrst var talið, að myndi dragast saman um allt að 9%, hefur nú verið leiðrétt í 5-6% samdrátt; atvinnlífið er að taka við sér af fullum krafti -Fjölgun smita hér er, þessa dagana, hlutfallslega vel undir helmingi af því, sem gerizt á Íslandi. Varðandi ferðafrelsi, er afstaða Þjóðverja þessi: Skv. ESB- og EES samningunum, ber þeim að virða fjórfrelsið, þ.á.m. ferðafrelsið, einkum gagnvart þeim, sem eru með þeim í Schengen-samkomulaginu, eftir fremsta megni, af yfirvegun og samkvæmt meðalhófsreglunni. Þegar afstaða er tekin til þess, hverjir hafa megi frjálsan og óhindraðan aðgang að landinu, er miðað við, að þær þjóðir, sem hafa jafn góð eða betri tök á útbreiðslu veirunnar, og þeir sjálfir, megi koma hindrunarlaust og án skimana. Er hér bæði miðað við skynsemi, skuldbindingar skv. samningum og velvild til vinaþjóða; sama eða betri blanda smitaðra og ósmitaðra komumanna á ekki að breyta þessu hlufalli meðal heimamanna. Þegnar þessara þjóða mega koma frjálslega og skimunarlaust til Þýzkalands í stöðunni: Danmörk, Eistland, Finnland, Grikkland, Írland, Ísland, Ítalía, Kýpur, Lettland, Lichtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Monakó, Noregur, Póland, Portúgal, San Marinó, Svíþjóð, Slóvakía, Slóvenía, Vatíkanið, auk Englands, Skotlands og Norður Írlands. Ef við myndum innleiða sömu stefnu gagnvart öðrum þjóðum, myndi það eflaust endurræsa flestar þær aflvélar þjóðfélagsins, sem nú hefur verið drepið á, ekki bara ferðaþjónustuna og flest, sem henni tengist, heldur allt þjóðfélagið, okkur öllum til góðs. Jafnvel þrengri hringur, eins og ferðafrelsi fyrir hin Norðurlöndin 4 og Þýzkaland, myndi sennilega endurlífga ferðaþjónustuna að nokkru leyti og halda henni gangandi á hálfum dampi, þar til betur árar. Það er kominn tími til, að mönnum, sem stjórnast af þröngsýni og öfgum, kannske líka stórfelldum eiginhagsmunum, sé ýtt til hliðar við stjórnun COVID-19 mála á Íslandi. Og, þó fyrr hefði verið. Menn verða að líta til heildarmyndarinnar, ekki bara hluta hennar, ef beztur mögulegur heildarárangur á að nást við stjórnun þessara COVID-19 mála!
Þegar tjaldið lyftist... Þann 4. júní sl. birti ég grein á Vísi undir fyrirsögninni „Urðu 5 hænur að 100 í Kastljósi“. Vitnaði ég í greininni í viðtal Einars Þorsteinssonar, fréttamanns, við Kára Stefánsson í Kastljósi 27. maí. 13. september 2020 20:00
Með tjald fyrir augunum Alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir Ole Anton Bieltvedt birti í gær á Visir.is framhald af grein, sem hann færði okkur á sama miðli þann 27. maí 2020, þar sem hann hélt því fram að ég hefði ýkt þann kostnað sem Íslensk erfðagreining (ÍE) hefði borið út af skimun í fyrsta kapítula kórónafaraldursins. 14. september 2020 18:28
Svar við svari; Kári minn,... ...eins og þú veizt, felst sérstök merking í því, ef menn eru ávarpaðir með „minn“ á Íslenzku. 15. september 2020 15:00
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun