Sauðfjárbóndi segir íslenskan landbúnað á hraðri niðurleið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. september 2020 13:08 Sigríður Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Arnarholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð, sem segir að íslenskur landbúnaður sé á hraðri niðurleið. Vísir/Magnús Hlynur Sigurður Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Arnarholti í Biskupstungum segir að íslenskur landbúnaður sé á hraðri niðurleið enda sé sótt að bændum úr öllum áttum. Þá hafi stjórnvöld engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi. Það er ekki gott hljóð í bændum þessa dagana því þeir segja að staðan hjá þeim sé mjög erfið, ekki síst vegna mikils innflutnings á landbúnaðarvörum til landsins og á sama tíma sé verið að lækka verð fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Sigríður Jónsdóttir er mjög ósátt með stöðuna. „Það er sótt að okkur úr öllum áttum og stjórnvöld hafa engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi og hafa ekki haft það í áratugi, það er komið upp ófremdarástand hér,“ segir Sigríður. Sigríður segir mjög slæmt að vera sauðfjárbóndi á Íslandi eins og staðan sé í dag.Vísir/Magnús Hlynur En er eitthvað hægt að gera í þessari stöðu að mati Sigríðar? „Já, já, vilji er allt sem þarf, þetta þarf ekki að vera svona. Stjórnvöld þurfa bara að hafa stefnu sem virkar í landbúnaðarmálum ef þau ákveða að það sé landbúnaður á Íslandi, þá þarf bara að gera það til þess að það sé hægt. Stjórnlaus innflutning á landbúnaðarafurðum til dæmis, sem hægt er að framleiða hér innanlands, það gengur ekki.“ En hvernig skýrir Sigríður þetta áhugaleysi stjórnvalda? „Þeir þjóna þeim hagsmunum, sem græða á öðru en landbúnaði, innflutning á landbúnaðarvörum, útflutningi á fiski og ferðaþjónustan náttúrulega, hún á bara að taka við og redda þeim sem verða atvinnulausir en hún gerir það náttúrulega ekki í þessu árferði. Landbúnaður og fiskveiðar er það eina sem getur haldið raunverulegri byggð í dreifbýli á Íslandi og ef það markmið á að haldast þá þarf að gera eitthvað af viti í þessum málum,“ segir Sigríður. Eru stjórnmálamenn ekki að vinna vinnuna sína? „Stjórnmálamenn hafa bara nákvæmlega ekkert vit á sínum verkefnum,“, segir Sigríður og bætir því við að það sé mjög slæmt að vera sauðfjárbóndi í dag. Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Sigurður Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Arnarholti í Biskupstungum segir að íslenskur landbúnaður sé á hraðri niðurleið enda sé sótt að bændum úr öllum áttum. Þá hafi stjórnvöld engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi. Það er ekki gott hljóð í bændum þessa dagana því þeir segja að staðan hjá þeim sé mjög erfið, ekki síst vegna mikils innflutnings á landbúnaðarvörum til landsins og á sama tíma sé verið að lækka verð fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Sigríður Jónsdóttir er mjög ósátt með stöðuna. „Það er sótt að okkur úr öllum áttum og stjórnvöld hafa engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi og hafa ekki haft það í áratugi, það er komið upp ófremdarástand hér,“ segir Sigríður. Sigríður segir mjög slæmt að vera sauðfjárbóndi á Íslandi eins og staðan sé í dag.Vísir/Magnús Hlynur En er eitthvað hægt að gera í þessari stöðu að mati Sigríðar? „Já, já, vilji er allt sem þarf, þetta þarf ekki að vera svona. Stjórnvöld þurfa bara að hafa stefnu sem virkar í landbúnaðarmálum ef þau ákveða að það sé landbúnaður á Íslandi, þá þarf bara að gera það til þess að það sé hægt. Stjórnlaus innflutning á landbúnaðarafurðum til dæmis, sem hægt er að framleiða hér innanlands, það gengur ekki.“ En hvernig skýrir Sigríður þetta áhugaleysi stjórnvalda? „Þeir þjóna þeim hagsmunum, sem græða á öðru en landbúnaði, innflutning á landbúnaðarvörum, útflutningi á fiski og ferðaþjónustan náttúrulega, hún á bara að taka við og redda þeim sem verða atvinnulausir en hún gerir það náttúrulega ekki í þessu árferði. Landbúnaður og fiskveiðar er það eina sem getur haldið raunverulegri byggð í dreifbýli á Íslandi og ef það markmið á að haldast þá þarf að gera eitthvað af viti í þessum málum,“ segir Sigríður. Eru stjórnmálamenn ekki að vinna vinnuna sína? „Stjórnmálamenn hafa bara nákvæmlega ekkert vit á sínum verkefnum,“, segir Sigríður og bætir því við að það sé mjög slæmt að vera sauðfjárbóndi í dag.
Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira