Ekki rétt að leita að sökudólgum Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2020 14:29 Báðir sögðu þeir reyna á samstöðu Íslendinga og hvöttu ítrekað til þess að einstaklingar hugi að eigin sóttvörnum. Mynd/Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar að grípa til hertra aðgerða vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Verði það gert, sé markmiðið að kveða niður þessa bylgju eins hratt og auðið er og sagðist hann aðallega vera að velta því fyrir sér að herða fjöldatakmarkanir. Einstaklingsbundnar varnir skili þó mestum árangri. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi í dag en hann sagði einnig að ekki væri rétt að leita að sökudólgum og margar ástæður megi rekja til þess að veiran hafi átt hægara um vik að dreifa sér. Búið er að fjölga verulega í smitrakningateymi lögreglunnar. Það teymi þarf að ræða við rúmlega 500 manns í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði á fundinum að forsvarsmenn þeirra skemmtistaða sem stór hluti nýsmitaðra virðist hafa sótt, hafi verið hvattir til að stíga fram og biðja viðskiptavini um að fara í skimun. Forsvarsmenn staðanna hafa beðið um að nöfn þeirra verði ekki opinberuð og lögreglan telur sig ekki hafa heimild til þess. Þórólfur vísaði til þess að veiran væri í mikilli útbreiðslu víða um heim. Önnur ríki væru að sjá nýjar bylgjur og það ætti vafalaust eftir að gerast aftur á Íslandi, þegar búið er að ná tökum á þessari bylgju. Báðir sögðu þeir reyna á samstöðu Íslendinga og hvöttu ítrekað til þess að einstaklingar hugi að eigin sóttvörnum. Passi upp á handaþvott, sprittnotkun, halda eins metra reglunni, forðast mannmarga staði og haldi sig heima ef það finnur fyrir einkennum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirufaraldursins Boðað hefur verið til upplýsingafundar vegna framgangs faraldurs kórónuveirunnar hér á landi í húsnæði landlæknis klukkan 14:00. 19. september 2020 13:04 Vill „allt í lás“ næstu vikurnar Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 19. september 2020 12:00 Meðalaldur smitaðra lægri en áður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir stöðuna alvarlega hér á landi. Fjöldi þeirra sem greindust með Covid-19 sé meira en samanlagður fjöldi smitaðra síðustu viku. 19. september 2020 11:40 75 greindust með veiruna 75 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu og átta þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 19. september 2020 11:03 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar að grípa til hertra aðgerða vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Verði það gert, sé markmiðið að kveða niður þessa bylgju eins hratt og auðið er og sagðist hann aðallega vera að velta því fyrir sér að herða fjöldatakmarkanir. Einstaklingsbundnar varnir skili þó mestum árangri. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi í dag en hann sagði einnig að ekki væri rétt að leita að sökudólgum og margar ástæður megi rekja til þess að veiran hafi átt hægara um vik að dreifa sér. Búið er að fjölga verulega í smitrakningateymi lögreglunnar. Það teymi þarf að ræða við rúmlega 500 manns í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði á fundinum að forsvarsmenn þeirra skemmtistaða sem stór hluti nýsmitaðra virðist hafa sótt, hafi verið hvattir til að stíga fram og biðja viðskiptavini um að fara í skimun. Forsvarsmenn staðanna hafa beðið um að nöfn þeirra verði ekki opinberuð og lögreglan telur sig ekki hafa heimild til þess. Þórólfur vísaði til þess að veiran væri í mikilli útbreiðslu víða um heim. Önnur ríki væru að sjá nýjar bylgjur og það ætti vafalaust eftir að gerast aftur á Íslandi, þegar búið er að ná tökum á þessari bylgju. Báðir sögðu þeir reyna á samstöðu Íslendinga og hvöttu ítrekað til þess að einstaklingar hugi að eigin sóttvörnum. Passi upp á handaþvott, sprittnotkun, halda eins metra reglunni, forðast mannmarga staði og haldi sig heima ef það finnur fyrir einkennum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirufaraldursins Boðað hefur verið til upplýsingafundar vegna framgangs faraldurs kórónuveirunnar hér á landi í húsnæði landlæknis klukkan 14:00. 19. september 2020 13:04 Vill „allt í lás“ næstu vikurnar Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 19. september 2020 12:00 Meðalaldur smitaðra lægri en áður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir stöðuna alvarlega hér á landi. Fjöldi þeirra sem greindust með Covid-19 sé meira en samanlagður fjöldi smitaðra síðustu viku. 19. september 2020 11:40 75 greindust með veiruna 75 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu og átta þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 19. september 2020 11:03 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirufaraldursins Boðað hefur verið til upplýsingafundar vegna framgangs faraldurs kórónuveirunnar hér á landi í húsnæði landlæknis klukkan 14:00. 19. september 2020 13:04
Vill „allt í lás“ næstu vikurnar Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 19. september 2020 12:00
Meðalaldur smitaðra lægri en áður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir stöðuna alvarlega hér á landi. Fjöldi þeirra sem greindust með Covid-19 sé meira en samanlagður fjöldi smitaðra síðustu viku. 19. september 2020 11:40
75 greindust með veiruna 75 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu og átta þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 19. september 2020 11:03