Segir þriðju bylgju faraldursins hafna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. september 2020 15:08 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Vísir/Stöð 2 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hafna. Smitin sem greinst hafi frá því á fimmtudag hafi farið langt út fyrir spár um aðra bylgju kórónuveiruteymisins hjá háskólanum. „Veiran hefur hegðað sér í samræmi við spá í næstum tvo mánuði. Hún gerði það líka í fyrstu bylgju frá 28. febrúar inn í miðjan maí. En nú hefur hún stungið okkur laglega af sem þýðir að það hefur eitthvað mikið breyst,“ skrifar Thor í færslu á Facebook. Spálíkanið yfir aðra bylgju faraldursins. Rauðu punktarnir sýna fjölgun smita síðustu daga.Facebook/Thor Aspelund Hann segir að nýju smitin séu nú langt út fyrir myndina frá því á fimmtudag og komist ekki einu sinni inn á spálíkanið. Þá þurfi ekki mörg smit til að koma af stað bylgju. Hvert eitt og einasta sem náist að temja með sóttkví og smitvörnum telji. „Samskipti milli fólks í upphafi skólaárs eru e.t.v. með öðrum takti. Við höfum ekki getað tekið svoleiðis vísbendingar inn í líkan enda þyrftum við þá daglega vöktun á samskiptum í þjóðfélaginu. Eflaust allt hægt en kannski viljum við það ekkert endilega,“ skrifar hann. Hann segir að nú þurfi að bíða í nokkra daga til þess að sjá hvert þessi bylgja stefni. Vonandi sé svo hægt að kynna spá um framhaldið eftir viku en alveg eins og í fyrstu og annarri bylgju þurfi teymið nokkra daga til að meta aðstæður og búa til spá. „Hún er ögrandi þessi veira en þetta er ekkert öðruvísi verkefni,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki rétt að leita að sökudólgum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar að grípa til hertra aðgerða vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Verði það gert, sé markmiðið að kveða niður þessa bylgju eins hratt og auðið er. Einstaklingsbundnar varnir skili þó mestum árangri. 19. september 2020 14:29 Áhorfendabann á leikjum á vegum HSÍ og KKÍ um helgina Áhorfendur eru ekki leyfðir á handboltaleikjum á vegum HSÍ þessa helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu sambandsins sem send var á fjölmiðla. 19. september 2020 13:13 Vill „allt í lás“ næstu vikurnar Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 19. september 2020 12:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hafna. Smitin sem greinst hafi frá því á fimmtudag hafi farið langt út fyrir spár um aðra bylgju kórónuveiruteymisins hjá háskólanum. „Veiran hefur hegðað sér í samræmi við spá í næstum tvo mánuði. Hún gerði það líka í fyrstu bylgju frá 28. febrúar inn í miðjan maí. En nú hefur hún stungið okkur laglega af sem þýðir að það hefur eitthvað mikið breyst,“ skrifar Thor í færslu á Facebook. Spálíkanið yfir aðra bylgju faraldursins. Rauðu punktarnir sýna fjölgun smita síðustu daga.Facebook/Thor Aspelund Hann segir að nýju smitin séu nú langt út fyrir myndina frá því á fimmtudag og komist ekki einu sinni inn á spálíkanið. Þá þurfi ekki mörg smit til að koma af stað bylgju. Hvert eitt og einasta sem náist að temja með sóttkví og smitvörnum telji. „Samskipti milli fólks í upphafi skólaárs eru e.t.v. með öðrum takti. Við höfum ekki getað tekið svoleiðis vísbendingar inn í líkan enda þyrftum við þá daglega vöktun á samskiptum í þjóðfélaginu. Eflaust allt hægt en kannski viljum við það ekkert endilega,“ skrifar hann. Hann segir að nú þurfi að bíða í nokkra daga til þess að sjá hvert þessi bylgja stefni. Vonandi sé svo hægt að kynna spá um framhaldið eftir viku en alveg eins og í fyrstu og annarri bylgju þurfi teymið nokkra daga til að meta aðstæður og búa til spá. „Hún er ögrandi þessi veira en þetta er ekkert öðruvísi verkefni,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki rétt að leita að sökudólgum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar að grípa til hertra aðgerða vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Verði það gert, sé markmiðið að kveða niður þessa bylgju eins hratt og auðið er. Einstaklingsbundnar varnir skili þó mestum árangri. 19. september 2020 14:29 Áhorfendabann á leikjum á vegum HSÍ og KKÍ um helgina Áhorfendur eru ekki leyfðir á handboltaleikjum á vegum HSÍ þessa helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu sambandsins sem send var á fjölmiðla. 19. september 2020 13:13 Vill „allt í lás“ næstu vikurnar Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 19. september 2020 12:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Ekki rétt að leita að sökudólgum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar að grípa til hertra aðgerða vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Verði það gert, sé markmiðið að kveða niður þessa bylgju eins hratt og auðið er. Einstaklingsbundnar varnir skili þó mestum árangri. 19. september 2020 14:29
Áhorfendabann á leikjum á vegum HSÍ og KKÍ um helgina Áhorfendur eru ekki leyfðir á handboltaleikjum á vegum HSÍ þessa helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu sambandsins sem send var á fjölmiðla. 19. september 2020 13:13
Vill „allt í lás“ næstu vikurnar Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 19. september 2020 12:00