Enn á eftir að segja frá nöfnum þriggja staða sem tengjast COVID-smitum Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2020 18:29 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Vísir/Vilhelm Sóttvarnayfirvöld bíða nú eftir áliti frá lögfræðingum sínum um það hvort þau megi nafngreina þá staði í miðborginni þar sem fólk hefur smitast af kórónuveirunni. Greint hefur verið frá nafni tveggja staða en Víðir Reynisson segir að enn eigi eftir að greina frá nöfnum þriggja staða til viðbótar. Á fimmtudag greindu sóttvarnayfirvöld frá því að margir hefðu smitast á barnum Irishman við Klapparstíg föstudaginn 11. september. Voru allir sem sótt höfðu barinn frá 16 til 23 þann dag beðnir um að fara í skimun. Í dag greindi veitingastaðurinn Brewdog frá því að starfsmaður hefði greinst með veiruna. Talið er líklegt að hann hafi smitast af viðskiptavini sem sótti staðinn föstudaginn 11. september. Starfsmaðurinn mætti til vinnu föstudaginn 11. september og laugardaginn 12. september. BrewDog er á horni Frakkastígs og Hverfisgötu.Vísir/Birgir Eru allir sem sóttu staðinn þá daga hvattir til að fara í sýnatöku. Í dag greindi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar, frá því að yfirvöldum væri ekki heimilt að greina frá nafni staða þar sem fólk hafði smitast. Var það ósk eigenda staðanna að nöfn þeirra yrðu ekki opinberuð. Því hefur verið haldið fram að það myndi hjálpa til við smitrakningu og við að kveða þessa þriðju bylgju faraldursins niður því þriðjungur þeirra 134 smita sem greinst hafa í vikunni er fólk sem á það sameiginlegt að hafa sótt vínveitingahús í miðborg Reykjavíkur. Víðir sagðist eiga í samtali við eigendur þessara staða um að opinbera nöfnin. Fréttastofa RÚV ræddi við forstjóra Persónuverndar sem sagði að persónuverndarlöggjöf kæmi ekki í veg fyrir að upplýst verði um staðina sem tengjast COVID-19 smitum. Almannahagsmunir og heilsa trompi viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Víði Reynisson segir í samtali við Vísi að yfirvöld séu nú að bíða eftir áliti sinna lögfræðinga. Ef þeirra álit verður á sömu leið og álit forstjóra Persónuverndar verði greint frá nöfnum þessara þriggja staða sem enn á eftir að greina frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmaður BrewDog smitaðist hugsanlega af viðskiptavini Starfsmaður á veitingastaðnum BrewDog í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með kórónuveiruna. 19. september 2020 17:43 Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16 Biðla til þeirra sem voru á Irishman Pub síðasta föstudagskvöld að skrá sig í sýnatöku Tólf þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna síðustu daga eiga það sameiginlegt að hafa sótt Irishman Pub síðastliðið föstudagskvöld. Þessir tólf einstaklingar tengjast ekki allir innbyrðis en í nokkrum tilfellum eru tengsl á milli einstaklinga. 17. september 2020 17:57 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Sjá meira
Sóttvarnayfirvöld bíða nú eftir áliti frá lögfræðingum sínum um það hvort þau megi nafngreina þá staði í miðborginni þar sem fólk hefur smitast af kórónuveirunni. Greint hefur verið frá nafni tveggja staða en Víðir Reynisson segir að enn eigi eftir að greina frá nöfnum þriggja staða til viðbótar. Á fimmtudag greindu sóttvarnayfirvöld frá því að margir hefðu smitast á barnum Irishman við Klapparstíg föstudaginn 11. september. Voru allir sem sótt höfðu barinn frá 16 til 23 þann dag beðnir um að fara í skimun. Í dag greindi veitingastaðurinn Brewdog frá því að starfsmaður hefði greinst með veiruna. Talið er líklegt að hann hafi smitast af viðskiptavini sem sótti staðinn föstudaginn 11. september. Starfsmaðurinn mætti til vinnu föstudaginn 11. september og laugardaginn 12. september. BrewDog er á horni Frakkastígs og Hverfisgötu.Vísir/Birgir Eru allir sem sóttu staðinn þá daga hvattir til að fara í sýnatöku. Í dag greindi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar, frá því að yfirvöldum væri ekki heimilt að greina frá nafni staða þar sem fólk hafði smitast. Var það ósk eigenda staðanna að nöfn þeirra yrðu ekki opinberuð. Því hefur verið haldið fram að það myndi hjálpa til við smitrakningu og við að kveða þessa þriðju bylgju faraldursins niður því þriðjungur þeirra 134 smita sem greinst hafa í vikunni er fólk sem á það sameiginlegt að hafa sótt vínveitingahús í miðborg Reykjavíkur. Víðir sagðist eiga í samtali við eigendur þessara staða um að opinbera nöfnin. Fréttastofa RÚV ræddi við forstjóra Persónuverndar sem sagði að persónuverndarlöggjöf kæmi ekki í veg fyrir að upplýst verði um staðina sem tengjast COVID-19 smitum. Almannahagsmunir og heilsa trompi viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Víði Reynisson segir í samtali við Vísi að yfirvöld séu nú að bíða eftir áliti sinna lögfræðinga. Ef þeirra álit verður á sömu leið og álit forstjóra Persónuverndar verði greint frá nöfnum þessara þriggja staða sem enn á eftir að greina frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmaður BrewDog smitaðist hugsanlega af viðskiptavini Starfsmaður á veitingastaðnum BrewDog í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með kórónuveiruna. 19. september 2020 17:43 Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16 Biðla til þeirra sem voru á Irishman Pub síðasta föstudagskvöld að skrá sig í sýnatöku Tólf þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna síðustu daga eiga það sameiginlegt að hafa sótt Irishman Pub síðastliðið föstudagskvöld. Þessir tólf einstaklingar tengjast ekki allir innbyrðis en í nokkrum tilfellum eru tengsl á milli einstaklinga. 17. september 2020 17:57 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Sjá meira
Starfsmaður BrewDog smitaðist hugsanlega af viðskiptavini Starfsmaður á veitingastaðnum BrewDog í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með kórónuveiruna. 19. september 2020 17:43
Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16
Biðla til þeirra sem voru á Irishman Pub síðasta föstudagskvöld að skrá sig í sýnatöku Tólf þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna síðustu daga eiga það sameiginlegt að hafa sótt Irishman Pub síðastliðið föstudagskvöld. Þessir tólf einstaklingar tengjast ekki allir innbyrðis en í nokkrum tilfellum eru tengsl á milli einstaklinga. 17. september 2020 17:57