Faraldurinn í miklum vexti víða um heim Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2020 13:00 Heilbrigðisstarfsmaður hugar að covidsmituðum manni á gjörgæslu í Frakklandi. AP/Jean-Francois Badias Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar virðist í miklum vexti víða um heim. Nokkur ríki hafa tilkynnt metfjölda nýsmitaðra á milli daga og dauðsföllin nálgast eina milljón. Mikla aukningu má að hluta til rekja til aukinnar skimunar á heimsvísu. Í heildina hafa 30,8 milljónir smitast af Covid-19, sem nýja kórónuveiran veldur, og 957 þúsund hafa dáið. Í Frakklandi var tilkynnt að 13.498 hafi greinst smitaðir á milli daga og hafa þeir aldrei verið fleiri frá því faraldurinn hófst. Alls hafa 442 þúsund smitast þar í landi og 31.274 dáið, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi á Indlandi og á milli daga greindust 92.605 og þar að auki dóu 1.113. Allt frá því í byrjun ágúst hefur fjöldi nýsmitaðra verið hæstur á Indlandi á degi hverjum. Heilt yfir hafa 5,4 milljónir smitast og 86.752 dáið. Sjá einnig: Þungamiðja faraldursins að færast til Indlands Á Bretlandseyjum er útlit fyrir að gripið verði aftur til samkomubanns og harðra sóttvarnarregla. Í gær var tilkynnt að 4.422 hefðu greinst smitaðir á milli daga. Sú tala hefur ekki verið hærri frá því í maí. Matt Hancock, heilbrigðismálaráðherra, varaði við því í morgun að ef fólk færi ekki að fylgja þeim sóttvarnarreglum sem væru í gildi yrðu reglurnar hertar verulega. Hancock sagðist hafa miklar áhyggjur af stöðunni og sagði reynsluna sýna að tiltölulega auðvelt sé að missa tökin á bylgjum sem þeirri sem gengur nú yfir Bretland. Boris Johnson, forsætisráðherra, tilkynnti í gær að íbúar sem brjóti ítrekað gegn reglum um sóttkví gætu verið sektaðir um allt að tíu þúsund pund, sem eru tæpar tvær milljónir króna. Í Þýskalandi greindust 1.345 á milli daga. Það er langt frá því að vera nærri fjöldanum í mars, þegar rúmlega sex þúsund nýsmitaðir greindust á milli daga. Læknar hafa samt áhyggjur af þeirri fjölgun sem hefur átt sér stað, samkvæmt frétt Zeit. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar.AP/Claudio Bresciani Staðan önnur í Svíþjóð? Svíþjóð virðist enn sem komið er vera að sleppa við þessa bylgju sem virðist nú ganga yfir Evrópu og stóran hluta heimsins. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, þar sem vísað er í tölur frá Sóttvarnastofnun Evrópu, er nýgengni smita í Svíþjóð síðustu tvær vikur 30,3 á hverja hundrað þúsund íbúa. Á Spáni er talan 292,2. Í Frakklandi er hún 172,1. Á Bretlandi 61,8 og 69,2 í Danmörku. Öll þessi ríki gripu til umfangsmeiri aðgerða en Svíþjóð gerði í upphafi faraldursins. Á móti kemur að hlutfall látinna á íbúa er mun hærra í Svíþjóð en í öðrum norrænum ríkjum. Í heildina hafa 88.237 smitast og 5.864 dáið. Það samsvarar um 57,5 dauðsföllum á hverja hundrað þúsund íbúa. Sérfræðingar vara einnig við því að enn sé of snemmt að segja til um hvort að stefna yfirvalda í Svíþjóð sé að bera árangur. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, sagði í samtali við AP fréttaveituna að hann útiloki ekki að önnur bylgja muni skella á landinu. Stíga þurfi varlega til jarðar og þá sérstaklega núna þegar ungt fólk er að snúa aftur til skóla. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri greinst með veiruna í Danmörku 589 greindust með kórónuveiruna í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Aldrei hafa fleiri smitast í Danmörku frá því að faraldurinn barst þangað til lands. 19. september 2020 12:20 Hátt í milljón þarf að sæta hertum aðgerðum á Spáni Íbúar stórra hluta Madrídar, höfuðborgar Spánar, munu frá og með næstkomandi mánudegi þurfa að sæta hertum samgöngu- og samkomutakmörkunum vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á Spáni. 18. september 2020 23:33 Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. 18. september 2020 06:45 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar virðist í miklum vexti víða um heim. Nokkur ríki hafa tilkynnt metfjölda nýsmitaðra á milli daga og dauðsföllin nálgast eina milljón. Mikla aukningu má að hluta til rekja til aukinnar skimunar á heimsvísu. Í heildina hafa 30,8 milljónir smitast af Covid-19, sem nýja kórónuveiran veldur, og 957 þúsund hafa dáið. Í Frakklandi var tilkynnt að 13.498 hafi greinst smitaðir á milli daga og hafa þeir aldrei verið fleiri frá því faraldurinn hófst. Alls hafa 442 þúsund smitast þar í landi og 31.274 dáið, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi á Indlandi og á milli daga greindust 92.605 og þar að auki dóu 1.113. Allt frá því í byrjun ágúst hefur fjöldi nýsmitaðra verið hæstur á Indlandi á degi hverjum. Heilt yfir hafa 5,4 milljónir smitast og 86.752 dáið. Sjá einnig: Þungamiðja faraldursins að færast til Indlands Á Bretlandseyjum er útlit fyrir að gripið verði aftur til samkomubanns og harðra sóttvarnarregla. Í gær var tilkynnt að 4.422 hefðu greinst smitaðir á milli daga. Sú tala hefur ekki verið hærri frá því í maí. Matt Hancock, heilbrigðismálaráðherra, varaði við því í morgun að ef fólk færi ekki að fylgja þeim sóttvarnarreglum sem væru í gildi yrðu reglurnar hertar verulega. Hancock sagðist hafa miklar áhyggjur af stöðunni og sagði reynsluna sýna að tiltölulega auðvelt sé að missa tökin á bylgjum sem þeirri sem gengur nú yfir Bretland. Boris Johnson, forsætisráðherra, tilkynnti í gær að íbúar sem brjóti ítrekað gegn reglum um sóttkví gætu verið sektaðir um allt að tíu þúsund pund, sem eru tæpar tvær milljónir króna. Í Þýskalandi greindust 1.345 á milli daga. Það er langt frá því að vera nærri fjöldanum í mars, þegar rúmlega sex þúsund nýsmitaðir greindust á milli daga. Læknar hafa samt áhyggjur af þeirri fjölgun sem hefur átt sér stað, samkvæmt frétt Zeit. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar.AP/Claudio Bresciani Staðan önnur í Svíþjóð? Svíþjóð virðist enn sem komið er vera að sleppa við þessa bylgju sem virðist nú ganga yfir Evrópu og stóran hluta heimsins. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, þar sem vísað er í tölur frá Sóttvarnastofnun Evrópu, er nýgengni smita í Svíþjóð síðustu tvær vikur 30,3 á hverja hundrað þúsund íbúa. Á Spáni er talan 292,2. Í Frakklandi er hún 172,1. Á Bretlandi 61,8 og 69,2 í Danmörku. Öll þessi ríki gripu til umfangsmeiri aðgerða en Svíþjóð gerði í upphafi faraldursins. Á móti kemur að hlutfall látinna á íbúa er mun hærra í Svíþjóð en í öðrum norrænum ríkjum. Í heildina hafa 88.237 smitast og 5.864 dáið. Það samsvarar um 57,5 dauðsföllum á hverja hundrað þúsund íbúa. Sérfræðingar vara einnig við því að enn sé of snemmt að segja til um hvort að stefna yfirvalda í Svíþjóð sé að bera árangur. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, sagði í samtali við AP fréttaveituna að hann útiloki ekki að önnur bylgja muni skella á landinu. Stíga þurfi varlega til jarðar og þá sérstaklega núna þegar ungt fólk er að snúa aftur til skóla.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri greinst með veiruna í Danmörku 589 greindust með kórónuveiruna í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Aldrei hafa fleiri smitast í Danmörku frá því að faraldurinn barst þangað til lands. 19. september 2020 12:20 Hátt í milljón þarf að sæta hertum aðgerðum á Spáni Íbúar stórra hluta Madrídar, höfuðborgar Spánar, munu frá og með næstkomandi mánudegi þurfa að sæta hertum samgöngu- og samkomutakmörkunum vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á Spáni. 18. september 2020 23:33 Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. 18. september 2020 06:45 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Aldrei fleiri greinst með veiruna í Danmörku 589 greindust með kórónuveiruna í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Aldrei hafa fleiri smitast í Danmörku frá því að faraldurinn barst þangað til lands. 19. september 2020 12:20
Hátt í milljón þarf að sæta hertum aðgerðum á Spáni Íbúar stórra hluta Madrídar, höfuðborgar Spánar, munu frá og með næstkomandi mánudegi þurfa að sæta hertum samgöngu- og samkomutakmörkunum vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á Spáni. 18. september 2020 23:33
Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. 18. september 2020 06:45
Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52
Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10
Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11