Fyrrum hluthafi í Arsenal, Darren, fylgist vel með málum hjá Arsenal og er með tæplega 150 þúsund fylgjendur á Twitter-síðu sinni.
Darren greindi frá því fyrr í dag að Rúnar Alex Rúnarsson sé kominn til London en allar líkur eru á því að KR-ingurinn semji við Arsenal á allra næstu dögum.
Darren segir frá því að Rúnar Alex æfi nú einn í Lundúnum vegna reglna um sóttkví eftir komuna frá Frakklandi og hann muni ekki æfa með aðalliðinu þangað til.
Rúnar Alex hefur spilað með Dijon í Frakklandi frá árinu 2018 en þá kom hann til félagsins frá Nordsjælland í Danmörku.
Hann byrjaði sem aðalmarkvörður en eftir að Alfred Gomis kom til félagsins hefur tækifærum Rúnars farið fækkandi.
New Icelandic goalkeeper Runar Alex Runarsson is now training alone for quarantine reasons before he can join the main squad.
— Darren (@DarrenArsenal1) September 20, 2020