Enski boltinn

Segir að Rúnar æfi einn í Lundúnum vegna reglna um sótt­kví

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar Alex í leik með Dijon en hann virðist hafa leikið sinn síðasta leik fyrir félagið.
Rúnar Alex í leik með Dijon en hann virðist hafa leikið sinn síðasta leik fyrir félagið.

Fyrrum hluthafi í Arsenal, Darren, fylgist vel með málum hjá Arsenal og er með tæplega 150 þúsund fylgjendur á Twitter-síðu sinni.

Darren greindi frá því fyrr í dag að Rúnar Alex Rúnarsson sé kominn til London en allar líkur eru á því að KR-ingurinn semji við Arsenal á allra næstu dögum.

Darren segir frá því að Rúnar Alex æfi nú einn í Lundúnum vegna reglna um sóttkví eftir komuna frá Frakklandi og hann muni ekki æfa með aðalliðinu þangað til.

Rúnar Alex hefur spilað með Dijon í Frakklandi frá árinu 2018 en þá kom hann til félagsins frá Nordsjælland í Danmörku.

Hann byrjaði sem aðalmarkvörður en eftir að Alfred Gomis kom til félagsins hefur tækifærum Rúnars farið fækkandi.


Tengdar fréttir

Arteta staðfestir að Rúnar Alex sé að koma

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur staðfest það að samkomulag sé nánast í höfn um að markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson komi til félagsins.

Rúnar Alex á leið til Arsenal?

Fjölmiðlamaðurinn Elliot Richardsson greinir frá því að Rúnar Alex Rúnarsson gæti verið á leiðinni til enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×