Frægt er þegar Gary Lineker kom fram á nærbuxum einum klæða í Match of the Day fyrir fjórum árum.
Lineker lofaði því að koma fram á nærbuxunum ef liðið hans, Leicester City, yrði Englandsmeistari. Refirnir komu öllum á óvart, unnu ensku úrvalsdeildina og Lineker þurfti að standa við stóru orðin.
#OTD in 2016, @GaryLineker presented #MOTD in his pants...
— Match of the Day (@BBCMOTD) August 13, 2019
Any excuse to bring it out again! pic.twitter.com/gl4cncoAXr
Leicester hefur unnið báða leiki sína í ensku úrvalsdeildinni til þessa og í Match of the Day í gær grínaðist Lineker með að hann gæti þurft að endurtaka nærbuxnaleikinn frá 2016.
„Leicester er á toppnum, best að þvo nærbuxurnar,“ sagði Lineker og glotti.
Are we going to be seeing @GaryLineker in his pants again?!
— Match of the Day (@BBCMOTD) September 20, 2020
Reaction: https://t.co/ef7tnArXSo#LEIBUR #bbcfootball pic.twitter.com/2gbnPNo5kD
Í gær vann Leicester 4-2 sigur á Burnley á King Power vellinum. Um síðustu helgi sigraði Leicester nýliða West Brom, 0-3, á The Hawthornes.
Tveir erfiðir leikir bíða Leicester. Refirnir mæta Arsenal í enska deildabikarnum á miðvikudaginn og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.