„Rosalega stolt af honum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. september 2020 13:31 Sigríður þykir einstaklega góð söngkona. Sigríður Thorlacius söngkona var gestur í Bakaríinu á Bylgjunni á laugardaginn og ræddi þar um feril sinn í tónlistarsenunni hér á landi. Sigríður þykir ein allra besta söngkona landsins. „Ég söng alltaf í kórum og svona en var lítið í því að koma fram ein og tók aldrei þátt í neinum söngvakeppnum,“ segir Sigríður. „Ég var feimið barn og söng bara ein úti í horni. Svo fór ég í söngnám þegar ég var í menntaskóla. Svo flutti ég til Parísar í smástund og ákvað síðan að fara í djass söngnám þegar ég kom til baka. Þetta gerði ég allt bara því mér fannst þetta gaman og ekkert endilega af því að ég ætlaði mér að verða söngkona, þetta var bara áhuga mál.“ Hún segist hafa langað að verða leikkona, blómasali og prestur. „Ég held ég sé ekki beint feimin í dag og maður skólast auðvitað til. Sem barn var ég rosalega hlédræg og það fór ekki mikið fyrir mér. Mér fannst rosalega þægilegt að vera í hóp og þess vegna fannst mér gott að vera í kór. Draumurinn minn var aldrei að standa ein fyrir einhverju og því hefur mér þótt gott að vera í hljómsveit og vinna með öðru fólki.“ Sigríður segist samt sem áður geta staðið ein á sviði í dag og það nokkuð skammarlaust. Hún rifjar upp þegar sveitin Hjaltalín fór á flug og varð snögglega ein vinsælasta sveit landsins. Opnunarmynd RIFF, Þriðji Póllinn, fjallar meðal annars um Högna Egilsson sem er með Sigríði í bandinu Hjaltalín. Högni er með geðhvarfasýki og er það umfjöllunarefni kvikmyndarinnar. „Ef maður getur sagt sem svo þá þekkjum við Högna fyrir og eftir. Við vorum að vinna saman og erum vinir þegar hann var að ganga í gegnum þetta í fyrsta skipti, sína fyrstu maníu. Það var oft alveg rosalega erfitt en líka gefandi og ég er rosalega stolt af honum. Hvernig hann er að vinna í sínum málum finnst mér alveg til fyrirmyndar.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Bakaríið Tónlist Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Sigríður Thorlacius söngkona var gestur í Bakaríinu á Bylgjunni á laugardaginn og ræddi þar um feril sinn í tónlistarsenunni hér á landi. Sigríður þykir ein allra besta söngkona landsins. „Ég söng alltaf í kórum og svona en var lítið í því að koma fram ein og tók aldrei þátt í neinum söngvakeppnum,“ segir Sigríður. „Ég var feimið barn og söng bara ein úti í horni. Svo fór ég í söngnám þegar ég var í menntaskóla. Svo flutti ég til Parísar í smástund og ákvað síðan að fara í djass söngnám þegar ég kom til baka. Þetta gerði ég allt bara því mér fannst þetta gaman og ekkert endilega af því að ég ætlaði mér að verða söngkona, þetta var bara áhuga mál.“ Hún segist hafa langað að verða leikkona, blómasali og prestur. „Ég held ég sé ekki beint feimin í dag og maður skólast auðvitað til. Sem barn var ég rosalega hlédræg og það fór ekki mikið fyrir mér. Mér fannst rosalega þægilegt að vera í hóp og þess vegna fannst mér gott að vera í kór. Draumurinn minn var aldrei að standa ein fyrir einhverju og því hefur mér þótt gott að vera í hljómsveit og vinna með öðru fólki.“ Sigríður segist samt sem áður geta staðið ein á sviði í dag og það nokkuð skammarlaust. Hún rifjar upp þegar sveitin Hjaltalín fór á flug og varð snögglega ein vinsælasta sveit landsins. Opnunarmynd RIFF, Þriðji Póllinn, fjallar meðal annars um Högna Egilsson sem er með Sigríði í bandinu Hjaltalín. Högni er með geðhvarfasýki og er það umfjöllunarefni kvikmyndarinnar. „Ef maður getur sagt sem svo þá þekkjum við Högna fyrir og eftir. Við vorum að vinna saman og erum vinir þegar hann var að ganga í gegnum þetta í fyrsta skipti, sína fyrstu maníu. Það var oft alveg rosalega erfitt en líka gefandi og ég er rosalega stolt af honum. Hvernig hann er að vinna í sínum málum finnst mér alveg til fyrirmyndar.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Bakaríið Tónlist Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira