Þjálfari Svía: Íslenska liðið spilar svolítið líkt okkur Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2020 08:31 Peter Gerhardsson er mættur til Íslands með bronsliðið sitt. mynd/stöð 2 Landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Peter Gerhardsson, segir leitt að geta ekki skoðað sig um í Reykjavík vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir sænska liðið bera virðingu fyrir því íslenska fyrir toppslaginn í kvöld. Ísland og Svíþjóð mætast á Laugardalsvelli kl. 18 í toppslag E-riðils undankeppni EM, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sænska liðið vann Ungverja 8-0 á fimmtudaginn, bronsverðlaun á HM í Frakklandi í fyrra og silfurverðlaun á síðustu Ólympíuleikum, og er í fimmta sæti heimslistans. „Við áttum nánast fullkomið mót í Frakklandi,“ sagði Gerhardsson við Vísi í gær eftir æfingu sænska liðsins, þar sem allir leikmenn tóku þátt. Berum virðingu fyrir íslenska liðinu Ísland vann Lettland 9-0 síðasta fimmtudag og er eina liðið sem berst við Svíþjóð um efsta sæti riðilsins: „Við höfum auðvitað horft á leiki Íslendinga og erum með okkar áætlun um hvernig við truflum þeirra leik. Íslenska liðið er gott. Ég sá það spila á EM 2017 og það spilar svolítið eins og við – sýnir hörku og áræðni í varnarleiknum, vill vinna boltann, og er með nokkra mjög hæfileikaríka leikmenn til að spila boltanum. Sara Björk Gunnarsdóttir spilar með Lyon og það segir sína sögu um hana, og Glódís Perla Viggósdóttir spilar í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún er ein sú besta. Við berum virðingu fyrir þessum leikmönnum og þessu liði, en teljum líka að við getum náð góðum úrslitum,“ sagði Gerhardsson. Leitt að geta ekki gengið um í Reykjavík eins og síðast Föst leikatriði nýttust sænska liðinu einstaklega vel gegn Ungverjum í síðustu viku en Gerhardsson býst ekki við neinu slíku í kvöld: „Ég hef sem þjálfari aldrei séð liðið mitt skora sex mörk úr föstum leikatriðum í sama leiknum. Íslenska liðið er gott í föstum leikatriðum eins og við, bæði í vörn og sókn, svo að það væri mjög ásættanlegt að ná inn einu marki þannig og gæti fært okkur sigurinn,“ sagði þjálfarinn. Sænski hópurinn er lokaður inni á hóteli í Reykjavík þann tíma sem hann dvelur hér á landi, fyrir utan að mega fara á Laugardalsvöll til æfinga og keppni, vegna Covid-reglna. „Ég hef komið hingað einu sinni áður, þegar ég var í fyrsta sinn með U16-landslið karla [snemma á þessari öld]. Þegar ég kem til borga langar mig auðvitað að geta gengið, áður hlaupið, og skoðað mig um. Það er því auðvitað leitt að vera fastur uppi á hóteli, en við erum vön að vera mjög mikið uppi á hóteli. Maður þarf að finna leiðir til að drepa tímann en það fer mikill tími í að skoða komandi leik og fara yfir leikaðferðina með leikmönnum. Ég hugsa því ekki svo mikið um þetta en auðvitað er pínu leitt að geta ekki skoðað Reykjavík,“ sagði Gerhardsson. Klippa: Þjálfari Svía fyrir leikinn við Íslendinga EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir „Sem betur fer er samkeppnin um stöður mikil“ Jón Þór Hauksson, íslenski landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með samkeppnina í íslenska landsliðinu og er ekki hræddur að velja byrjunarliðið fyrir leikinn stóra annað kvöld. 21. september 2020 19:48 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir stórleikinn við Svíþjóð Glódís Perla Viggósdóttir og Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir stórleikinn við Svíþjóð í undankeppni EM. 21. september 2020 16:42 Líst illa á veðrið en er bjartsýn á að Glódís spili fyrir eitt besta lið heims Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. 21. september 2020 15:22 Segir Glódísi eina þá bestu í Svíþjóð og Söru meðal þeirra bestu í heimi Peter Gerhardsson, sem stýrði Svíum til bronsverðlauna á HM í fyrra, býst við miklum slag á Laugardalsvelli á morgun þegar Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta. 21. september 2020 13:28 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira
Landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Peter Gerhardsson, segir leitt að geta ekki skoðað sig um í Reykjavík vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir sænska liðið bera virðingu fyrir því íslenska fyrir toppslaginn í kvöld. Ísland og Svíþjóð mætast á Laugardalsvelli kl. 18 í toppslag E-riðils undankeppni EM, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sænska liðið vann Ungverja 8-0 á fimmtudaginn, bronsverðlaun á HM í Frakklandi í fyrra og silfurverðlaun á síðustu Ólympíuleikum, og er í fimmta sæti heimslistans. „Við áttum nánast fullkomið mót í Frakklandi,“ sagði Gerhardsson við Vísi í gær eftir æfingu sænska liðsins, þar sem allir leikmenn tóku þátt. Berum virðingu fyrir íslenska liðinu Ísland vann Lettland 9-0 síðasta fimmtudag og er eina liðið sem berst við Svíþjóð um efsta sæti riðilsins: „Við höfum auðvitað horft á leiki Íslendinga og erum með okkar áætlun um hvernig við truflum þeirra leik. Íslenska liðið er gott. Ég sá það spila á EM 2017 og það spilar svolítið eins og við – sýnir hörku og áræðni í varnarleiknum, vill vinna boltann, og er með nokkra mjög hæfileikaríka leikmenn til að spila boltanum. Sara Björk Gunnarsdóttir spilar með Lyon og það segir sína sögu um hana, og Glódís Perla Viggósdóttir spilar í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún er ein sú besta. Við berum virðingu fyrir þessum leikmönnum og þessu liði, en teljum líka að við getum náð góðum úrslitum,“ sagði Gerhardsson. Leitt að geta ekki gengið um í Reykjavík eins og síðast Föst leikatriði nýttust sænska liðinu einstaklega vel gegn Ungverjum í síðustu viku en Gerhardsson býst ekki við neinu slíku í kvöld: „Ég hef sem þjálfari aldrei séð liðið mitt skora sex mörk úr föstum leikatriðum í sama leiknum. Íslenska liðið er gott í föstum leikatriðum eins og við, bæði í vörn og sókn, svo að það væri mjög ásættanlegt að ná inn einu marki þannig og gæti fært okkur sigurinn,“ sagði þjálfarinn. Sænski hópurinn er lokaður inni á hóteli í Reykjavík þann tíma sem hann dvelur hér á landi, fyrir utan að mega fara á Laugardalsvöll til æfinga og keppni, vegna Covid-reglna. „Ég hef komið hingað einu sinni áður, þegar ég var í fyrsta sinn með U16-landslið karla [snemma á þessari öld]. Þegar ég kem til borga langar mig auðvitað að geta gengið, áður hlaupið, og skoðað mig um. Það er því auðvitað leitt að vera fastur uppi á hóteli, en við erum vön að vera mjög mikið uppi á hóteli. Maður þarf að finna leiðir til að drepa tímann en það fer mikill tími í að skoða komandi leik og fara yfir leikaðferðina með leikmönnum. Ég hugsa því ekki svo mikið um þetta en auðvitað er pínu leitt að geta ekki skoðað Reykjavík,“ sagði Gerhardsson. Klippa: Þjálfari Svía fyrir leikinn við Íslendinga
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir „Sem betur fer er samkeppnin um stöður mikil“ Jón Þór Hauksson, íslenski landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með samkeppnina í íslenska landsliðinu og er ekki hræddur að velja byrjunarliðið fyrir leikinn stóra annað kvöld. 21. september 2020 19:48 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir stórleikinn við Svíþjóð Glódís Perla Viggósdóttir og Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir stórleikinn við Svíþjóð í undankeppni EM. 21. september 2020 16:42 Líst illa á veðrið en er bjartsýn á að Glódís spili fyrir eitt besta lið heims Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. 21. september 2020 15:22 Segir Glódísi eina þá bestu í Svíþjóð og Söru meðal þeirra bestu í heimi Peter Gerhardsson, sem stýrði Svíum til bronsverðlauna á HM í fyrra, býst við miklum slag á Laugardalsvelli á morgun þegar Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta. 21. september 2020 13:28 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira
„Sem betur fer er samkeppnin um stöður mikil“ Jón Þór Hauksson, íslenski landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með samkeppnina í íslenska landsliðinu og er ekki hræddur að velja byrjunarliðið fyrir leikinn stóra annað kvöld. 21. september 2020 19:48
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir stórleikinn við Svíþjóð Glódís Perla Viggósdóttir og Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir stórleikinn við Svíþjóð í undankeppni EM. 21. september 2020 16:42
Líst illa á veðrið en er bjartsýn á að Glódís spili fyrir eitt besta lið heims Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. 21. september 2020 15:22
Segir Glódísi eina þá bestu í Svíþjóð og Söru meðal þeirra bestu í heimi Peter Gerhardsson, sem stýrði Svíum til bronsverðlauna á HM í fyrra, býst við miklum slag á Laugardalsvelli á morgun þegar Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta. 21. september 2020 13:28