Menntakerfi fjölbreytileikans Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 22. september 2020 07:31 Nýverið birtist enn á ný frétt um vaxandi kynjahalla í skólakerfinu, drengir heltast úr lestinni strax á framhaldsskólastigi og konur eru mikill meirihluti þeirra sem stunda háskólanám. Afturblik? Menntamálaráðherra talar um að bregðast verði hratt og örugglega við og mælir fyrir umbótum, sérstaklega á neðri stigum menntakerfisins, grunn- og framhaldsskólum. Meðal aðgerða sem ráðherra hefur lagt til er að fjölga mínútum í íslensku og náttúrugreinum. Sú breyting hefur hlotið mikla gagnrýni sem verður vonandi til þess að ráðherra taki ákvörðunina til endurskoðunar. Að fanga viðfangsefnið Mig langar hins vegar til þess að hvetja ráðherra til þess að horfa til djarfari breytinga og hvetja kennara og skólastjórnendur til þess að taka stærri skref strax til að ná fyrir þann vanda sem brottfall er meðal drengja en ekki síður til að ná til nemenda af erlendu bergi brotin. Öll þekkjum við umræðuna og ákallið um að styrkja þurfi verk- og listgreinar á öllum skólastigum. Ákall sem sífellt verður háværara án úrbóta. Það þarf að skapa skólakerfinu svigrúm til breytinga og leggja upp með ólíkar leiðir innan grunnskólanna til þess að börn og ungmenni fái tækifæri og hafi val um gott og vandað nám við hæfi. Einhverjir skólar gætu þá boðið upp á fleiri mínútur í íslensku eða raungreinum. En aðrir gætu fengið svigrúmið til að bæta við kennslu í verk- og listgreinum og auka aðgengi að tækninámi á fyrstu stigum skólakerfisins. Það skiptir nefnilega máli að sá fræjum. Svigrúm til breytinga þarf bæði að ná til námsefnis en ekki síður námsumhverfisins. Að ýta undir fjölbreytt umhverfi sem sprettur upp við ólíka hugmyndafræði. Allt of fáir reyna nýjar leiðir í námsumhverfinu sjálfu. Kennslustofa með stólum og borðum er eitthvað sem allir kannast við og svo eru einhverjar kynslóðir sem minnast heimakróksins sem var ákveðin bylting í því umhverfi sem farið var að bjóða upp á. En fleira stendur til boða og börn og ungmenni þurfa ólíka nálgun að námi og að því þarf að hlúa sérstaklega. Framtíðin er núna Menntastefna til ársins 2030 þarf að vera framsækin sem aldrei fyrr, með skýrt markmið um jafnrétti og jafnan aðgang til náms. Hún þarf að mæta örum breytingum samfélagsins þar sem tækni spilar orðið stærra hlutverk í okkar daglega lífi, hvort sem við horfum til persónulegra nota og leiða til samskipta eða þegar horft er til opinberrar þjónustu sem þokast í átt til stafrænna lausna. Í þessu umhverfi þarf að horfa til þess hvernig við nálgumst viðfangsefnið með hagsmuni allra nemenda í huga. Stafræna byltingin skapar enn betra tækifæri til þess að snúa vörn í sókn og efla áherslu á tækni, verk- og listgreinar því allt styður þetta hvert annað. Fjölbreytt menntakerfi þar sem gefið er faglegt svigrúm til þess að mæta ólíkum þörfum og áhuga barna og ungmenna og allra kynja skiptir máli þegar hugað er að breytingum til framtíðar. Breytinga sem eiga að gefa fleirum tækifæri til að öðlast færni og þekkingu i styrkleikum sínum. Þannig sköpum við samfélag sem er samkeppnishæft til lengri tíma. Það skiptir máli. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Skóla - og menntamál Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Sjá meira
Nýverið birtist enn á ný frétt um vaxandi kynjahalla í skólakerfinu, drengir heltast úr lestinni strax á framhaldsskólastigi og konur eru mikill meirihluti þeirra sem stunda háskólanám. Afturblik? Menntamálaráðherra talar um að bregðast verði hratt og örugglega við og mælir fyrir umbótum, sérstaklega á neðri stigum menntakerfisins, grunn- og framhaldsskólum. Meðal aðgerða sem ráðherra hefur lagt til er að fjölga mínútum í íslensku og náttúrugreinum. Sú breyting hefur hlotið mikla gagnrýni sem verður vonandi til þess að ráðherra taki ákvörðunina til endurskoðunar. Að fanga viðfangsefnið Mig langar hins vegar til þess að hvetja ráðherra til þess að horfa til djarfari breytinga og hvetja kennara og skólastjórnendur til þess að taka stærri skref strax til að ná fyrir þann vanda sem brottfall er meðal drengja en ekki síður til að ná til nemenda af erlendu bergi brotin. Öll þekkjum við umræðuna og ákallið um að styrkja þurfi verk- og listgreinar á öllum skólastigum. Ákall sem sífellt verður háværara án úrbóta. Það þarf að skapa skólakerfinu svigrúm til breytinga og leggja upp með ólíkar leiðir innan grunnskólanna til þess að börn og ungmenni fái tækifæri og hafi val um gott og vandað nám við hæfi. Einhverjir skólar gætu þá boðið upp á fleiri mínútur í íslensku eða raungreinum. En aðrir gætu fengið svigrúmið til að bæta við kennslu í verk- og listgreinum og auka aðgengi að tækninámi á fyrstu stigum skólakerfisins. Það skiptir nefnilega máli að sá fræjum. Svigrúm til breytinga þarf bæði að ná til námsefnis en ekki síður námsumhverfisins. Að ýta undir fjölbreytt umhverfi sem sprettur upp við ólíka hugmyndafræði. Allt of fáir reyna nýjar leiðir í námsumhverfinu sjálfu. Kennslustofa með stólum og borðum er eitthvað sem allir kannast við og svo eru einhverjar kynslóðir sem minnast heimakróksins sem var ákveðin bylting í því umhverfi sem farið var að bjóða upp á. En fleira stendur til boða og börn og ungmenni þurfa ólíka nálgun að námi og að því þarf að hlúa sérstaklega. Framtíðin er núna Menntastefna til ársins 2030 þarf að vera framsækin sem aldrei fyrr, með skýrt markmið um jafnrétti og jafnan aðgang til náms. Hún þarf að mæta örum breytingum samfélagsins þar sem tækni spilar orðið stærra hlutverk í okkar daglega lífi, hvort sem við horfum til persónulegra nota og leiða til samskipta eða þegar horft er til opinberrar þjónustu sem þokast í átt til stafrænna lausna. Í þessu umhverfi þarf að horfa til þess hvernig við nálgumst viðfangsefnið með hagsmuni allra nemenda í huga. Stafræna byltingin skapar enn betra tækifæri til þess að snúa vörn í sókn og efla áherslu á tækni, verk- og listgreinar því allt styður þetta hvert annað. Fjölbreytt menntakerfi þar sem gefið er faglegt svigrúm til þess að mæta ólíkum þörfum og áhuga barna og ungmenna og allra kynja skiptir máli þegar hugað er að breytingum til framtíðar. Breytinga sem eiga að gefa fleirum tækifæri til að öðlast færni og þekkingu i styrkleikum sínum. Þannig sköpum við samfélag sem er samkeppnishæft til lengri tíma. Það skiptir máli. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar