Ævisaga á leiðinni um Herra Hnetusmjör: „Ég er besti rappari á Íslandi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. september 2020 10:30 Hann var á góðri leið með að lenda á vondum stað en sneri við blaðinu áður en það varð of seint og segir að trúin og nýja barnið haldi honum á mottunni. Í Íslandi í dag í gærkvöldi fengu áhorfendur að kynnast Hr. Hnetusmjöri sem heitir reyndar Árni Páll Árnason og er að eigin sögn besti rappari landsins. „Ég var alltaf bekkjartrúðurinn og kannski smá vesen á mér en ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Herra Hnetusmjör sem langaði að verða fréttamaður þegar hann var yngri. „Þegar ég gef út fyrsta lagið mitt er ég sautján ára gamall og er bara í menntaskóla að djamma. Markhópurinn sem greip lagið voru bara sautján ára krakkar í menntaskóla að djamma,“ segir rapparinn og á hann þar við lagið Elías. Átrúnaðargoð hans eru Snoop Dogg, Akon, Eminem, 50 Cent og Rick Ross. Hann hefur gríðarlega trú á sjálfum sér. Eitrað umhverfi „Mér finnst ég vera besti rappari á Íslandi en ég held að hinum röppurunum á Íslandi finnist þeir vera bestir á Íslandi. Þetta er frekar eitrað umhverfi, rappheimurinn og þú verður bara að vera bestur.“ Hann var aðeins fimmtán ára þegar hann byrjaði að fikta við vímuefni. „Ég var heima hjá félaga mínum að prófa kannabis. Svo var það í menntaskóla þegar ég byrjaði að fikta með áfengi og síðan var þetta bara verra og verra og ég var mjög fljótur að klára mig.“ Hann segir sögu af því að þegar hann var nýorðinn átján ára braust hann inn í húsnæði í Hveragerði. Árni og fjölskyldan. „Ég var þarna á djamminu og labbaði inn í vitlaust hús eða í raun braut upp hurðina. Ég var ekki í rosalega góðu ástandi og það hafði einhverja eftir mála og það fór einhver status í gang á Facebook þar sem það var einhver var að deila frásögn að það hefði einhver maður brotist inn til sín,“ segir Árni en hann hafði samt sem áður samband við konuna sem hann braust inn til og baðst afsökunar og vildi fá að borga skaðann sem hann hafði valdið. Um ári síðar fór hann í meðferð og hefur verið edrú síðan. Fjögur ár edrú „Edrúdagurinn minn er 21. nóvember 2016,“ segir rapparinn sem kynntist í framhaldinu kærustunni sinni og í dag eiga þau saman sjö mánaða son. „Ég er búinn að búa til rétt undir hundrað lög og búinn að gefa út mikið af tónlist. Ég er að halda tónleika 3. október í Háskólabíó, sitjandi gigg með hljómsveit og ég er mjög spenntur fyrir því. En það sem enginn veit er að ég er að vinna í ævisögu og hún kemur út núna fyrir jól. Bjartur og veröld gefur hana út og Sóli Hólm er að skrifa hana. Þar fær lesandinn að heyra allt og ég dreg mig ekki jafn mikið til hlés í bókinni.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Tónlist Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Hann var á góðri leið með að lenda á vondum stað en sneri við blaðinu áður en það varð of seint og segir að trúin og nýja barnið haldi honum á mottunni. Í Íslandi í dag í gærkvöldi fengu áhorfendur að kynnast Hr. Hnetusmjöri sem heitir reyndar Árni Páll Árnason og er að eigin sögn besti rappari landsins. „Ég var alltaf bekkjartrúðurinn og kannski smá vesen á mér en ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Herra Hnetusmjör sem langaði að verða fréttamaður þegar hann var yngri. „Þegar ég gef út fyrsta lagið mitt er ég sautján ára gamall og er bara í menntaskóla að djamma. Markhópurinn sem greip lagið voru bara sautján ára krakkar í menntaskóla að djamma,“ segir rapparinn og á hann þar við lagið Elías. Átrúnaðargoð hans eru Snoop Dogg, Akon, Eminem, 50 Cent og Rick Ross. Hann hefur gríðarlega trú á sjálfum sér. Eitrað umhverfi „Mér finnst ég vera besti rappari á Íslandi en ég held að hinum röppurunum á Íslandi finnist þeir vera bestir á Íslandi. Þetta er frekar eitrað umhverfi, rappheimurinn og þú verður bara að vera bestur.“ Hann var aðeins fimmtán ára þegar hann byrjaði að fikta við vímuefni. „Ég var heima hjá félaga mínum að prófa kannabis. Svo var það í menntaskóla þegar ég byrjaði að fikta með áfengi og síðan var þetta bara verra og verra og ég var mjög fljótur að klára mig.“ Hann segir sögu af því að þegar hann var nýorðinn átján ára braust hann inn í húsnæði í Hveragerði. Árni og fjölskyldan. „Ég var þarna á djamminu og labbaði inn í vitlaust hús eða í raun braut upp hurðina. Ég var ekki í rosalega góðu ástandi og það hafði einhverja eftir mála og það fór einhver status í gang á Facebook þar sem það var einhver var að deila frásögn að það hefði einhver maður brotist inn til sín,“ segir Árni en hann hafði samt sem áður samband við konuna sem hann braust inn til og baðst afsökunar og vildi fá að borga skaðann sem hann hafði valdið. Um ári síðar fór hann í meðferð og hefur verið edrú síðan. Fjögur ár edrú „Edrúdagurinn minn er 21. nóvember 2016,“ segir rapparinn sem kynntist í framhaldinu kærustunni sinni og í dag eiga þau saman sjö mánaða son. „Ég er búinn að búa til rétt undir hundrað lög og búinn að gefa út mikið af tónlist. Ég er að halda tónleika 3. október í Háskólabíó, sitjandi gigg með hljómsveit og ég er mjög spenntur fyrir því. En það sem enginn veit er að ég er að vinna í ævisögu og hún kemur út núna fyrir jól. Bjartur og veröld gefur hana út og Sóli Hólm er að skrifa hana. Þar fær lesandinn að heyra allt og ég dreg mig ekki jafn mikið til hlés í bókinni.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Tónlist Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira